Vilja taka hjartað úr Maradona með á HM Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 07:30 Diego Maradona verður áfram dýrkaður um ókomna tíð. Getty/Rafael WOLLMANN Diego Maradona er sannkallaður guð í augum margra Argentínumanna og þó að hann sé fallinn frá vilja sumir þeirra að hluti af honum fylgi argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok árs. Það hljómar kannski of ótrúlega til að vera satt en raunin er sú að nú berjast sumir af dyggustu aðdáendum Maradona fyrir því að hjartað úr honum fari á HM. A group of fanatics want Diego Maradona's heart to be present at the 2022 Qatar World Cup. Yes, you read that correctly. pic.twitter.com/b4DpDZTjDU— Roy Nemer (@RoyNemer) March 24, 2022 Maradona lést í svefni af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, þá sextugur að aldri. Hjartað var hins vegar tekið úr honum áður en hann var grafinn og hafa yfirvöld sagt að það hafi verið gert til að rannsaka frekar dánarorsökina. Hjartað er sagt vega 503 grömm eða tvöfalt meira en venjulegt hjarta hjá mönnum á sama aldri. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nelson Castro hefur þó fullyrt að önnur ástæða fyrir því að hjartað hafi ekki fylgt Maradona ofan í gröfina hafi verið fyrirætlanir fótboltabullna um að stela hjartanu. Hvað sem því líður þá er hjartað alla vega núna í vörslu lögreglunnar í Buenos Aires, varðveitt í formalíni, og mögulega á leið til Katar í lok árs til að blása Lionel Messi og félögum byr í brjóst á HM. Sér hjartað fyrir sér í liðsrútunni og á hóteli landsliðsins „Ég er viss um að það er það sem Diego hefði sjálfur viljað. Ef við gætum spurt hann þá myndi hann segi: Gerið það,“ segir Javier Mentasti, yfirmaður auglýsingastofu og áhugamaður um að hjarta Maradona fari á HM. „Það gæti verið með í liðsrútunni og á hóteli leikmannanna. Ég sé fyrir mér göngu daginn sem að liðið leggur af stað til Katar, þar sem fólk myndi fylgja rútunni og safnast saman á flugvellinum áður en lagt væri af stað,“ sagði Mentasti og bætti við: „Þetta gæti líka orðið fólki hvatning til að gefa líffæri. Það gæti orðið mjög spennandi að taka hjartað úr Diego með á heimsmeistaramótið sem verður síðasta HM hjá Messi. Það er ákveðinn draumur.“ Cesar Perez, eigandi einnar af byggingunum sem Maradona bjó í en er nú orðin að safni, er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni: „Við styðjum þetta framtak. Hvað væri betra en að hafa hjartað úr Diego með til Katar svo að leikmenn og fótboltadýrkendur gætu fundið fyrir nærveru hans með einhverjum hætti?“ Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Það hljómar kannski of ótrúlega til að vera satt en raunin er sú að nú berjast sumir af dyggustu aðdáendum Maradona fyrir því að hjartað úr honum fari á HM. A group of fanatics want Diego Maradona's heart to be present at the 2022 Qatar World Cup. Yes, you read that correctly. pic.twitter.com/b4DpDZTjDU— Roy Nemer (@RoyNemer) March 24, 2022 Maradona lést í svefni af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, þá sextugur að aldri. Hjartað var hins vegar tekið úr honum áður en hann var grafinn og hafa yfirvöld sagt að það hafi verið gert til að rannsaka frekar dánarorsökina. Hjartað er sagt vega 503 grömm eða tvöfalt meira en venjulegt hjarta hjá mönnum á sama aldri. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nelson Castro hefur þó fullyrt að önnur ástæða fyrir því að hjartað hafi ekki fylgt Maradona ofan í gröfina hafi verið fyrirætlanir fótboltabullna um að stela hjartanu. Hvað sem því líður þá er hjartað alla vega núna í vörslu lögreglunnar í Buenos Aires, varðveitt í formalíni, og mögulega á leið til Katar í lok árs til að blása Lionel Messi og félögum byr í brjóst á HM. Sér hjartað fyrir sér í liðsrútunni og á hóteli landsliðsins „Ég er viss um að það er það sem Diego hefði sjálfur viljað. Ef við gætum spurt hann þá myndi hann segi: Gerið það,“ segir Javier Mentasti, yfirmaður auglýsingastofu og áhugamaður um að hjarta Maradona fari á HM. „Það gæti verið með í liðsrútunni og á hóteli leikmannanna. Ég sé fyrir mér göngu daginn sem að liðið leggur af stað til Katar, þar sem fólk myndi fylgja rútunni og safnast saman á flugvellinum áður en lagt væri af stað,“ sagði Mentasti og bætti við: „Þetta gæti líka orðið fólki hvatning til að gefa líffæri. Það gæti orðið mjög spennandi að taka hjartað úr Diego með á heimsmeistaramótið sem verður síðasta HM hjá Messi. Það er ákveðinn draumur.“ Cesar Perez, eigandi einnar af byggingunum sem Maradona bjó í en er nú orðin að safni, er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni: „Við styðjum þetta framtak. Hvað væri betra en að hafa hjartað úr Diego með til Katar svo að leikmenn og fótboltadýrkendur gætu fundið fyrir nærveru hans með einhverjum hætti?“
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira