Ítölsku fjölmiðlarnir: Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 09:32 Ítölsku landsliðsmennirnir svekkja sig eftir að varð ljóst að þeir væru ekki á leiðinni á HM í Katar. AP/Antonio Calanni Ítölsku landsliðsmennirnir fá sannarlega að heyra það í ítölsku fjölmiðlunum í morgun eftir að HM-draumur Ítala endaði með tapi á heimavelli á móti Norður Makedóníu í umspili HM í gærkvöldi. 11. júlí síðastliðinn voru Ítalir á toppnum enda nýbúnir að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir nokkurra ára svartnætti var eins og ítalska landsliðið væri endurfætt undir stjórn Roberto Mancini. Nú rúmum átta mánuðum síðar er heimurinn aftur hruninn. Ítalir voru í frábærri stöðu í riðlinum til að tryggja sig beint inn á HM. Þeir klúðruðu því með hræðilegum lokakafla og lentu því í umspili. Þar stefndi í úrslitaleik við Portúgal um sæti á HM en Evrópumeistarnir komust ekki einu sinni þangað. Norður Makedónía tryggði sér sigurinn í uppbótartíma og Ítalir eru úr leik. Ítalir eru stoltir, tilfinningaríkir og ástríðufullir og allt þetta magnaðist upp þegar kemur að fótboltanum. Að missa af annarri heimsmeistarakeppninni í röð er því mikið áfall fyrir ítölsku þjóðina. Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, tók saman stöðu mála á afgerandi og skýran hátt. „Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll. Enn einn leikurinn sem við vitum ekki hvernig við eigum að vinna. Þetta ævintýri er búið. Leikstíll Roberto Mancini (þjálfara) er ekki lengur til,“ skrifaði blaðamaður Gazzetta dello Sport. "Fuera del mundo", la tapa de La Gazzetta dello Sport del 25 de marzo tras la sorpresiva caída de #Italia contra #MacedoniaDelNorte. pic.twitter.com/k9Cg4ZbbcE— Histoporte (@histoporte_) March 25, 2022 Blaðamaður Gazzetta dello Sport tekur ekki alveg alla af lífi heldur segir að kannski sé hægt að bjarga þeim Bastoni, Verratti, Florenzi og Raspadori en ekki fleirum. Mancini, Barella og Jorginho fá sérstaklega að heyra það. „Mancini, Barella og Jorginho eru langt frá því sem þeir voru einu sinni. Við eigum ekki skilið að komast á HM. Norður Makedónía fer í úrslitaleikinn við Portúgal. Við erum mættir aftur í heimsendinn,“ mátti lesa í Gazzetta dello Sport. „Aðra heimsmeistarakeppnina í röð þá horfum við á HM í stofunni okkar. Ótrúlegur endir, svo óvæntur og stórbrotinn,“ skrifaði blaðamaður Corriere dello Sport. Gazzetta dello Sport, led with the headline reading: 'Out of the World Cup', while claiming embattled Italy boss Roberto Mancini would have to think about resignation from his post. https://t.co/94fvFhtw4F— Ericssen (@EricssenWen) March 25, 2022 „Þetta átti að vera partý kvöld en breyttist í annan Ítalíu-Svíþjóð leik. Það sem er verra að við Evrópumeistararnir vorum ekki klárir í verkefnið. Mancini reyndi að fullvissa okkur kvöldið áður: Við erum að fara á HM til að vinna heimsmeistaratitilinn. Nú horfðum við á Katar úr fjarlægð. Þetta er orðinn óþolandi vani,“ segir enn fremur í grein Corriere dello Sport. Calcio Mercato miðillinn eyðir dágóðum tíma í að gagnrýna liðið og þá sérstaklega Roberto Mancini þjálfara þess. Það er samt smá von. „Frakkar misstu af tveimur heimsmeistarakeppnum í röð, 1990 og 1994. Árið 1998 snéri lið Aimé Jacquets og Zinedine Zidane aftur á HM og vann heimsmeistaratitilinn. Við verðum bara að vinna en því miður höfum við ekki mikinn tíma,“ skrifaði Calcio Mercato. Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
11. júlí síðastliðinn voru Ítalir á toppnum enda nýbúnir að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir nokkurra ára svartnætti var eins og ítalska landsliðið væri endurfætt undir stjórn Roberto Mancini. Nú rúmum átta mánuðum síðar er heimurinn aftur hruninn. Ítalir voru í frábærri stöðu í riðlinum til að tryggja sig beint inn á HM. Þeir klúðruðu því með hræðilegum lokakafla og lentu því í umspili. Þar stefndi í úrslitaleik við Portúgal um sæti á HM en Evrópumeistarnir komust ekki einu sinni þangað. Norður Makedónía tryggði sér sigurinn í uppbótartíma og Ítalir eru úr leik. Ítalir eru stoltir, tilfinningaríkir og ástríðufullir og allt þetta magnaðist upp þegar kemur að fótboltanum. Að missa af annarri heimsmeistarakeppninni í röð er því mikið áfall fyrir ítölsku þjóðina. Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, tók saman stöðu mála á afgerandi og skýran hátt. „Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll. Enn einn leikurinn sem við vitum ekki hvernig við eigum að vinna. Þetta ævintýri er búið. Leikstíll Roberto Mancini (þjálfara) er ekki lengur til,“ skrifaði blaðamaður Gazzetta dello Sport. "Fuera del mundo", la tapa de La Gazzetta dello Sport del 25 de marzo tras la sorpresiva caída de #Italia contra #MacedoniaDelNorte. pic.twitter.com/k9Cg4ZbbcE— Histoporte (@histoporte_) March 25, 2022 Blaðamaður Gazzetta dello Sport tekur ekki alveg alla af lífi heldur segir að kannski sé hægt að bjarga þeim Bastoni, Verratti, Florenzi og Raspadori en ekki fleirum. Mancini, Barella og Jorginho fá sérstaklega að heyra það. „Mancini, Barella og Jorginho eru langt frá því sem þeir voru einu sinni. Við eigum ekki skilið að komast á HM. Norður Makedónía fer í úrslitaleikinn við Portúgal. Við erum mættir aftur í heimsendinn,“ mátti lesa í Gazzetta dello Sport. „Aðra heimsmeistarakeppnina í röð þá horfum við á HM í stofunni okkar. Ótrúlegur endir, svo óvæntur og stórbrotinn,“ skrifaði blaðamaður Corriere dello Sport. Gazzetta dello Sport, led with the headline reading: 'Out of the World Cup', while claiming embattled Italy boss Roberto Mancini would have to think about resignation from his post. https://t.co/94fvFhtw4F— Ericssen (@EricssenWen) March 25, 2022 „Þetta átti að vera partý kvöld en breyttist í annan Ítalíu-Svíþjóð leik. Það sem er verra að við Evrópumeistararnir vorum ekki klárir í verkefnið. Mancini reyndi að fullvissa okkur kvöldið áður: Við erum að fara á HM til að vinna heimsmeistaratitilinn. Nú horfðum við á Katar úr fjarlægð. Þetta er orðinn óþolandi vani,“ segir enn fremur í grein Corriere dello Sport. Calcio Mercato miðillinn eyðir dágóðum tíma í að gagnrýna liðið og þá sérstaklega Roberto Mancini þjálfara þess. Það er samt smá von. „Frakkar misstu af tveimur heimsmeistarakeppnum í röð, 1990 og 1994. Árið 1998 snéri lið Aimé Jacquets og Zinedine Zidane aftur á HM og vann heimsmeistaratitilinn. Við verðum bara að vinna en því miður höfum við ekki mikinn tíma,“ skrifaði Calcio Mercato.
Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira