Fótbolti

Segir að vítaklúðrin muni ásækja sig ævina á enda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jorginho í öngum sínum eftir tap Ítalíu fyrir Norður-Makedóníu í HM-umspilinu.
Jorginho í öngum sínum eftir tap Ítalíu fyrir Norður-Makedóníu í HM-umspilinu. getty/Claudio Villa

Evrópumeistarar Ítalíu verða ekki meðal þátttökuliða á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir 0-1 tap fyrir Norður-Makedóníu í umspili í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, tók tapið sérstaklega nærri sér.

Ítalska liðið var ósigrað í sínum riðli í undankeppni HM en fjögur jafntefli reyndust dýr. Í tveimur þessara leikja klikkaði Jorginho á vítaspyrnu. Og það svíður sérstaklega sárt eftir að HM-draumur Ítala varð að engu í gær.

„Við spiluðum góðan fótbolta og unnum EM síðasta sumar. En í síðustu leikjum höfum við gert smávægileg mistök og höfum ekki leiðrétt þau. Og það skildi á milli,“ sagði Jorginho eftir leikinn á Sikiley í gær.

„Það er sársaukafullt að hugsa um þetta og ég geri það enn. Þetta mun ásækja sig það sem eftir er ævinnar. Að fara tvisvar sinnum á vítapunktinn og geta ekki hjálpað liðinu þínu og landinu er eitthvað sem ég mun burðast með alla ævina. Fólk segir okkur að bera höfuðið hátt og halda áfram en það er erfitt.“

HM í Katar er annað heimsmeistaramótið í röð sem Ítalir komast ekki á. Þeir töpuðu fyrir Svíum í umspili um sæti á HM 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×