Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 30 - 30 Haukar | Bæði lið stigi ríkari eftir stórslaginn Einar Kárason skrifar 27. mars 2022 15:18 Eitt stig á lið. visir Það er oftast mikið fjör og mikið gaman þegar þessi tvö lið eigast við og leikurinn í dag var engin tilbreyting. Fyrri hálfleikur var spilaður af miklum krafti og voru samanlagt sex brottvísanir á fyrstu þrjátíu mínútunum, þar af fjórar á lið gestanna. Leikurinn var jafn í byrjun í stöðunni 0-0 og svo aftur í 1-1, 2-2 og svo framvegis. Liðin skiptust á að komast yfir og það var ekki fyrr en eftir rúmlega stundarfjórðung að meira en eitt mark skildi liðin að þegar Eyjamenn komust í tveggja marka forustu, 11-9. Haukar náðu þó, með hjálp Stefáns Huldar Stefánssonar í markinu, að jafna leikinn á ný og á lokamínútu fyrri hálfleiks var staðan 15-15. Eftir langa sókn náði ÍBV að koma boltanum í netið þegar sekúndur voru eftir og staðan því 16-15 eftir skemmtilegan fyrri hálfleik. Heimaliðið hóf síðari hálfleikinn vel og skoruði fyrstu tvö mörkin. Eftir góða byrjun ÍBV var staðan 20-17 en þá tók Haukaliðið við sér og náðu gestirnir að snúa leiknum sér í vil, 21-22, á fáeinum mínútum. Eyjamenn gerðu næstu tvö og spilaðist síðari hálfleikurinn nákvæmlega eins og sá fyrri. Hafnfirðingar komust loks yfir á ný í stöðunni 28-29, þegar rúmar tvær mínútur eftir lifðu leiks. Að sjálfsögðu jöfnuðu Eyjamenn áður en Haukar komust aftur yfir og ÍBV jafnaði enn á ný. Þá var innan við mínúta eftir af leiknum þegar gestirnir tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Sú sókn fór ekki betur en það að dæmd voru skref á Guðmund Braga Ástþórsson. ÍBV því með boltann og sjö sekúndur eftir. Heimamenn tóku leikhlé en rétt eins og rauðklæddum Haukamönnum náði ÍBV ekki að gera sér mat úr því. Niðurstaðan því jafntefli, 30-30, eftir frábæra skemmtun. Af hverju varð jafntefli? Þjálfarar beggja liða virtust sáttir með stigið. Þó bæði lið hefðu getað stolið sigrinum var jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var markahæstur allra með níu mörk. Dagur Arnarsson og Sveinn Jose Rivera voru honum næstir með fjögur mörk hvor. Í liði gestanna var Brynjólfur Snær Brynjólfsson markahæstur með sex mörk. Ólafur Ægir Ólafsson og Darri Aronsson komu báðir boltanum fimm sinnum í netið. Stefán Huldar Stefánsson í marki Hauka átti fínan dag en hann varði þrettán bolta. Hvað gekk illa? Bæði lið geta auðveldlega fundið eitthvað til að bæta eftir þennan leik. Markvarsla Eyjamanna var engan veginn nægilega góð en markverðir liðsins vörðu samanlagt sex skot. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, talaði um of marga tæknifeila og brottvísanir á sitt lið. Annað gekk vel. Hvað gerist næst? Eyjamenn etja kappi við hvítklædda Hafnfirðinga í liði FH á miðvikudaginn á meðan Haukar fá KA menn í heimsókn á föstudag. Erlingur R: Erum enn að finna gírinn Erlingur Richardsson.Vísir/Hulda Margrét ,,Erum við ekki bara ánægðir með stigið?" sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, spurður að því hvort hann hann liti úrslitin sem stig unnið eða stig tapað. ,,Ég er líka ánægður með leikinn. Mér fannst hann góður, skemmtilegur að beggja hálfu. Tvö sókndjörf lið. Dómararnir voru góðir og það var fullt af fólki í húsinu. Þetta var bara hörku skemmtun." ,,Varnarleikurinn var á köflum góður og sóknarfléttur margar skemmtilegar. Við reynum að taka það jákvæða úr þessu. Þó það sé langt liðið á tímabilið erum við samt enn að finna gírinn. Liðin eru ennþá, eftir höktandi tímabil, að finna sig". ,,Ég hefði kannski viljað fá fleiri bolta varða. Auðvitað eru nokkur atriði þar sem okkur þjálfurunum finnst kannski að Haukar fari of auðveldlega í gegn. Það er eitthvað sem þarf að laga og bæta en eins og ég segi er ég ánægður með leikinn," sagði Erlingur. Aron Kristjáns: Börðumst fyrir þessu stigi Aron Kristjánsson.VÍSIR/BÁRA ,,Hvað sagði Erlingur?" sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka glottandi, eftir að hafa fengið sömu spurningu og kollegi sinn hjá ÍBV. ,,Ég segi svona. Þetta var hörkuleikur og að mörgu leyti mjög góður handboltaleikur. Það var mikil barátta og sigurinn hefði getað endað beggja megin. Þetta endar í jafntefli en við erum auðvitað súrir þar sem við vildum vinna rétt eins og ÍBV. Með hlutlausum augum er þetta kannski réttlátt." ,,Við gerum okkur seka um nokkur mistök í lokin sem gera það að verkum að við séum ekki í þeirri stöðu að vinna leikinn. Sama má segja með ÍBV. Ég er ánægður með karakterinn í liðinu. Við erum að berjast allan leikinn. Við lendum undir í fyrri hálfleik. Það er smá mótlæti og við missum marga af velli og erum færri. Við börðumst fyrir þessu stigi." ,,Ég undirbjó mig undir mjög erfiðan leik. ÍBV er fyrst og fremst með mjög gott lið þannig að við vissum að þetta yrði erfiður útileikur. Bæði lið að sækja hart að stigunum. Hörkuleikur sem endar með jafntefli og life goes on." ,,Mér fannst við gera of mörg mistök. Í fyrri hálfleik lendum við undir, einum færri fimm sinnum eða svo, og gerum mistök. Annars var þetta bara hörkuleikur. Tvö góð lið sem reyndu bæði að brjóta upp leik hvors annars með að skipta um varnir og annað. Hörkuleikur," sagði Aron að lokum. Olís-deild karla ÍBV Haukar
Það er oftast mikið fjör og mikið gaman þegar þessi tvö lið eigast við og leikurinn í dag var engin tilbreyting. Fyrri hálfleikur var spilaður af miklum krafti og voru samanlagt sex brottvísanir á fyrstu þrjátíu mínútunum, þar af fjórar á lið gestanna. Leikurinn var jafn í byrjun í stöðunni 0-0 og svo aftur í 1-1, 2-2 og svo framvegis. Liðin skiptust á að komast yfir og það var ekki fyrr en eftir rúmlega stundarfjórðung að meira en eitt mark skildi liðin að þegar Eyjamenn komust í tveggja marka forustu, 11-9. Haukar náðu þó, með hjálp Stefáns Huldar Stefánssonar í markinu, að jafna leikinn á ný og á lokamínútu fyrri hálfleiks var staðan 15-15. Eftir langa sókn náði ÍBV að koma boltanum í netið þegar sekúndur voru eftir og staðan því 16-15 eftir skemmtilegan fyrri hálfleik. Heimaliðið hóf síðari hálfleikinn vel og skoruði fyrstu tvö mörkin. Eftir góða byrjun ÍBV var staðan 20-17 en þá tók Haukaliðið við sér og náðu gestirnir að snúa leiknum sér í vil, 21-22, á fáeinum mínútum. Eyjamenn gerðu næstu tvö og spilaðist síðari hálfleikurinn nákvæmlega eins og sá fyrri. Hafnfirðingar komust loks yfir á ný í stöðunni 28-29, þegar rúmar tvær mínútur eftir lifðu leiks. Að sjálfsögðu jöfnuðu Eyjamenn áður en Haukar komust aftur yfir og ÍBV jafnaði enn á ný. Þá var innan við mínúta eftir af leiknum þegar gestirnir tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Sú sókn fór ekki betur en það að dæmd voru skref á Guðmund Braga Ástþórsson. ÍBV því með boltann og sjö sekúndur eftir. Heimamenn tóku leikhlé en rétt eins og rauðklæddum Haukamönnum náði ÍBV ekki að gera sér mat úr því. Niðurstaðan því jafntefli, 30-30, eftir frábæra skemmtun. Af hverju varð jafntefli? Þjálfarar beggja liða virtust sáttir með stigið. Þó bæði lið hefðu getað stolið sigrinum var jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var markahæstur allra með níu mörk. Dagur Arnarsson og Sveinn Jose Rivera voru honum næstir með fjögur mörk hvor. Í liði gestanna var Brynjólfur Snær Brynjólfsson markahæstur með sex mörk. Ólafur Ægir Ólafsson og Darri Aronsson komu báðir boltanum fimm sinnum í netið. Stefán Huldar Stefánsson í marki Hauka átti fínan dag en hann varði þrettán bolta. Hvað gekk illa? Bæði lið geta auðveldlega fundið eitthvað til að bæta eftir þennan leik. Markvarsla Eyjamanna var engan veginn nægilega góð en markverðir liðsins vörðu samanlagt sex skot. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, talaði um of marga tæknifeila og brottvísanir á sitt lið. Annað gekk vel. Hvað gerist næst? Eyjamenn etja kappi við hvítklædda Hafnfirðinga í liði FH á miðvikudaginn á meðan Haukar fá KA menn í heimsókn á föstudag. Erlingur R: Erum enn að finna gírinn Erlingur Richardsson.Vísir/Hulda Margrét ,,Erum við ekki bara ánægðir með stigið?" sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, spurður að því hvort hann hann liti úrslitin sem stig unnið eða stig tapað. ,,Ég er líka ánægður með leikinn. Mér fannst hann góður, skemmtilegur að beggja hálfu. Tvö sókndjörf lið. Dómararnir voru góðir og það var fullt af fólki í húsinu. Þetta var bara hörku skemmtun." ,,Varnarleikurinn var á köflum góður og sóknarfléttur margar skemmtilegar. Við reynum að taka það jákvæða úr þessu. Þó það sé langt liðið á tímabilið erum við samt enn að finna gírinn. Liðin eru ennþá, eftir höktandi tímabil, að finna sig". ,,Ég hefði kannski viljað fá fleiri bolta varða. Auðvitað eru nokkur atriði þar sem okkur þjálfurunum finnst kannski að Haukar fari of auðveldlega í gegn. Það er eitthvað sem þarf að laga og bæta en eins og ég segi er ég ánægður með leikinn," sagði Erlingur. Aron Kristjáns: Börðumst fyrir þessu stigi Aron Kristjánsson.VÍSIR/BÁRA ,,Hvað sagði Erlingur?" sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka glottandi, eftir að hafa fengið sömu spurningu og kollegi sinn hjá ÍBV. ,,Ég segi svona. Þetta var hörkuleikur og að mörgu leyti mjög góður handboltaleikur. Það var mikil barátta og sigurinn hefði getað endað beggja megin. Þetta endar í jafntefli en við erum auðvitað súrir þar sem við vildum vinna rétt eins og ÍBV. Með hlutlausum augum er þetta kannski réttlátt." ,,Við gerum okkur seka um nokkur mistök í lokin sem gera það að verkum að við séum ekki í þeirri stöðu að vinna leikinn. Sama má segja með ÍBV. Ég er ánægður með karakterinn í liðinu. Við erum að berjast allan leikinn. Við lendum undir í fyrri hálfleik. Það er smá mótlæti og við missum marga af velli og erum færri. Við börðumst fyrir þessu stigi." ,,Ég undirbjó mig undir mjög erfiðan leik. ÍBV er fyrst og fremst með mjög gott lið þannig að við vissum að þetta yrði erfiður útileikur. Bæði lið að sækja hart að stigunum. Hörkuleikur sem endar með jafntefli og life goes on." ,,Mér fannst við gera of mörg mistök. Í fyrri hálfleik lendum við undir, einum færri fimm sinnum eða svo, og gerum mistök. Annars var þetta bara hörkuleikur. Tvö góð lið sem reyndu bæði að brjóta upp leik hvors annars með að skipta um varnir og annað. Hörkuleikur," sagði Aron að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti