„Þakklátur að fara héðan með sigur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 27. mars 2022 21:47 Helgi Már Magnússon Vísir/Bára KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki sáttur við margt í leik liðsins í dag en mjög feginn stigunum enda liðið í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni. „Ég er bara þakklátur að fara héðan með sigur. Ég ætla ekki að taka neitt af Þórsurunum en frammistaðan okkar var ekki til fyrirmyndar.” Kom Þórsliðið Helga á óvart eða var KR liðið bara slakt í kvöld? „Við höfum alveg fylgst með þessu Þórsliði ágætlega og vitum alveg hvað þeir geta en við erum með 24 tapaða bolta, allt annað ef þú skoðar tölfræðiblaðið var bara okkur í hag; vorum að skjóta vel, vorum að frákasta vel en léleg vörn stóran hluta leiks og ótrúlegir tapaðir boltar.” Eins og Helgi kom inn á var KR með 24 tapaða bolta í dag sem er gríðarlega mikið. Var það bara óagaður sóknarleikur sem orkaði þessum fjölda? „Mér fannst stór hluti þeirra ekkert vera vörnin sem var að þrýsta okkur í einhverja tapaða bolta en það kom alveg inn á milli vissulega en stór hluti þeirra var bara kjánaleg ákvörðunartaka en við bara unnum og flott en við verðum að gera miklu betur í næsta leik. KR fékk nýlega til liðs við sig Finnskan leikmann, Carl Lindbom, sem var í hóp í dag en kom ekkert við sögu. Helgi segir hann vera lítillega meiddan. „Hann fékk högg á hendina og var frá í þessum leik en hann verður með í næsta.” Þegar þetta er skrifað er Valur að sigra Breiðablik og ef svo fer dugir KR að sigra Val í lokaleik sínum burtséð frá því hvernig leikur Blika fer til þess að komast í úrslitakeppni. Helgi segir að auðvitað sé best fyrir liðið að hafa örlögin í þeirra eigin höndum. „Það er heill hálfleikur eftir þannig ég ætla ekkert að vera fagna því eitthvað en jú auðvitað viljum við hafa þetta í okkar höndum og vonandi verður þetta þannig.” KR mætir Val í lokaumferðinni þar sem í ljós kemur hvort að liðið verði með í úrslitakeppninni. Leikir þessara liða hafa verið rosalegir og ber þar hæst eftirminnileg sería liðanna í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við þurfum að gefa allt í þetta en frammistaðan þarf að vera töluvert betri heldur en hérna í kvöld.” Isaiah Manderson spilaði sinn þriðja leik fyrir KR í kvöld og endaði með 19 stig og 10 fráköst. Helgi vonanst til þess að hann komist enn betur inn í leik KR-liðsins fyrir úrslitakeppnina ef liðið fer þangað. „Hann getur komið sér miklu betur inn í þetta og við að fara spila með hann líka en það er fullt af hlutum sem við þurfum að finna út úr, þetta er náttúrulega bara þriðji leikurinn hans og menn eru að venjast honum en það var ekkert við hann að sakast, hann spilaði bara ágætlega hérna í kvöld.” KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki sáttur við margt í leik liðsins í dag en mjög feginn stigunum enda liðið í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni. „Ég er bara þakklátur að fara héðan með sigur. Ég ætla ekki að taka neitt af Þórsurunum en frammistaðan okkar var ekki til fyrirmyndar.” Kom Þórsliðið Helga á óvart eða var KR liðið bara slakt í kvöld? „Við höfum alveg fylgst með þessu Þórsliði ágætlega og vitum alveg hvað þeir geta en við erum með 24 tapaða bolta, allt annað ef þú skoðar tölfræðiblaðið var bara okkur í hag; vorum að skjóta vel, vorum að frákasta vel en léleg vörn stóran hluta leiks og ótrúlegir tapaðir boltar.” Eins og Helgi kom inn á var KR með 24 tapaða bolta í dag sem er gríðarlega mikið. Var það bara óagaður sóknarleikur sem orkaði þessum fjölda? „Mér fannst stór hluti þeirra ekkert vera vörnin sem var að þrýsta okkur í einhverja tapaða bolta en það kom alveg inn á milli vissulega en stór hluti þeirra var bara kjánaleg ákvörðunartaka en við bara unnum og flott en við verðum að gera miklu betur í næsta leik. KR fékk nýlega til liðs við sig Finnskan leikmann, Carl Lindbom, sem var í hóp í dag en kom ekkert við sögu. Helgi segir hann vera lítillega meiddan. „Hann fékk högg á hendina og var frá í þessum leik en hann verður með í næsta.” Þegar þetta er skrifað er Valur að sigra Breiðablik og ef svo fer dugir KR að sigra Val í lokaleik sínum burtséð frá því hvernig leikur Blika fer til þess að komast í úrslitakeppni. Helgi segir að auðvitað sé best fyrir liðið að hafa örlögin í þeirra eigin höndum. „Það er heill hálfleikur eftir þannig ég ætla ekkert að vera fagna því eitthvað en jú auðvitað viljum við hafa þetta í okkar höndum og vonandi verður þetta þannig.” KR mætir Val í lokaumferðinni þar sem í ljós kemur hvort að liðið verði með í úrslitakeppninni. Leikir þessara liða hafa verið rosalegir og ber þar hæst eftirminnileg sería liðanna í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við þurfum að gefa allt í þetta en frammistaðan þarf að vera töluvert betri heldur en hérna í kvöld.” Isaiah Manderson spilaði sinn þriðja leik fyrir KR í kvöld og endaði með 19 stig og 10 fráköst. Helgi vonanst til þess að hann komist enn betur inn í leik KR-liðsins fyrir úrslitakeppnina ef liðið fer þangað. „Hann getur komið sér miklu betur inn í þetta og við að fara spila með hann líka en það er fullt af hlutum sem við þurfum að finna út úr, þetta er náttúrulega bara þriðji leikurinn hans og menn eru að venjast honum en það var ekkert við hann að sakast, hann spilaði bara ágætlega hérna í kvöld.”
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43