Vonsvikin með að ríkið vilji ekki byggja bílakjallara Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 11:47 Hjólhýsi og tjaldvagnar munu víkja fyrir nýrri heilsugæslustöð. VÍSIR/ÁSGEIR Skipulagsráð Akureyrar hafnaði ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) um að breyting yrði gerð á deiliskipulagi svæðis þar sem fyrirhugað er að reisa nýja heilsugæslu. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir bílakjallara undir nýbyggingunni en FSRE segir ekki gert ráð fyrir slíku í fjárframlögum til framkvæmdarinnar. Skipulagsráð bæjarins segir að bílakjallari sé forsenda fyrir byggingu heilsugæslu á umræddu svæði. Akureyri.net greindi fyrst frá. Til stendur að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri á næstu árum og á umrædd stöð að rísa á lóðinni við Þingvallastræti 23 sem hefur lengi verið nýtt sem tjaldstæði. Mynd sem birt var þegar breyting á deiluskipulagi fyrir svæðið var auglýst í apríl á síðasta ári. Í bréfi frá FSRE til bæjarstjórnar Akureyrar segir að óskað sé eftir breytingu á deiliskipulaginu þar sem ekki sé gert ráð fyrir bílakjallara í frumkostnaðarmati á framkvæmdinni sem undirritað var 25. mars 2021. „Eins og gefur að skilja er kostnaður við jarðvinnu og byggingu á kjallara töluverður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárframlög til verkefnisins.“ Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í síðustu viku lýsir ráðið yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni líkt og miðað hafi verið við frá því að skipulagsvinna hófst árið 2020. Vilja stækka lóðina til að fjölga bílastæðum Fram kemur í bréfi FSRE til bæjarstjórnar að fulltrúar stofnunarinnar hafi óskað eftir að koma með tillögu að breyttri útfærslu á skipulagi lóðarinnar á fundi með skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar þann 15. mars síðastliðinn. Önnur tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni til suðurs þar sem hægt væri að bæta við bílskýli, hjólaskýli og viðbótar bílastæðum. Samtals yrðu 59 bílastæði á lóðinni. Seinni tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja hluta bílastæða, meðal annars fyrir læknabíl, undir þaki og með einhverjum skjólveggjum þar sem það á við. Um væri að ræða opna bílageymslu undir hluta byggingarinnar, samtals um 57 bílastæði innan lóðar. Hvorug tillagan gerir ráð fyrir bílakjallara. FSRE óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið fyrir svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins. Skipulagsráð svaraði með því að hvetja hluteigandi eindregið til að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar til að koma í veg fyrir tafir. Ótækt sé að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost en hún er nú í óhentugu húsnæði í Hafnarstræti. Akureyri Heilbrigðismál Bílastæði Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Skipulagsráð bæjarins segir að bílakjallari sé forsenda fyrir byggingu heilsugæslu á umræddu svæði. Akureyri.net greindi fyrst frá. Til stendur að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri á næstu árum og á umrædd stöð að rísa á lóðinni við Þingvallastræti 23 sem hefur lengi verið nýtt sem tjaldstæði. Mynd sem birt var þegar breyting á deiluskipulagi fyrir svæðið var auglýst í apríl á síðasta ári. Í bréfi frá FSRE til bæjarstjórnar Akureyrar segir að óskað sé eftir breytingu á deiliskipulaginu þar sem ekki sé gert ráð fyrir bílakjallara í frumkostnaðarmati á framkvæmdinni sem undirritað var 25. mars 2021. „Eins og gefur að skilja er kostnaður við jarðvinnu og byggingu á kjallara töluverður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárframlög til verkefnisins.“ Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í síðustu viku lýsir ráðið yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni líkt og miðað hafi verið við frá því að skipulagsvinna hófst árið 2020. Vilja stækka lóðina til að fjölga bílastæðum Fram kemur í bréfi FSRE til bæjarstjórnar að fulltrúar stofnunarinnar hafi óskað eftir að koma með tillögu að breyttri útfærslu á skipulagi lóðarinnar á fundi með skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar þann 15. mars síðastliðinn. Önnur tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni til suðurs þar sem hægt væri að bæta við bílskýli, hjólaskýli og viðbótar bílastæðum. Samtals yrðu 59 bílastæði á lóðinni. Seinni tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja hluta bílastæða, meðal annars fyrir læknabíl, undir þaki og með einhverjum skjólveggjum þar sem það á við. Um væri að ræða opna bílageymslu undir hluta byggingarinnar, samtals um 57 bílastæði innan lóðar. Hvorug tillagan gerir ráð fyrir bílakjallara. FSRE óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið fyrir svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins. Skipulagsráð svaraði með því að hvetja hluteigandi eindregið til að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar til að koma í veg fyrir tafir. Ótækt sé að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost en hún er nú í óhentugu húsnæði í Hafnarstræti.
Akureyri Heilbrigðismál Bílastæði Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira