Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2022 15:28 Reynir Traustason ritstjóri hefur nú lagt fram kæru á hendur Róberti Wessman, sem Reynir sakar um yfirhylmingu; að hann hafi vitað hver braust inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. vísir/vilhelm Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. „Já, ég er búinn að leggja fram kæru á hendur Róbert Wessmann. Hún snýst um yfirhylmingu og það að hann hafi hvatt til innbrota á skrifstofur Mannlífs,“ segir Reynir. Stríð Reynis og Róberts er orðið langt og flókið. Reynir hefur gefið það út að hann hyggist gefa út bók um Róbert og umsvif hans. Bókina fjármagnar Halldór Kristmannsson sem var lengi náinn samstarfsmaður Róberts en söðlaði svo um og gaf það út að hann væri uppljóstrari og vildi afhjúpa það sem hann telur vafasama viðskiptahætti Róberts. Allt það mál tók á sig reifarakennda mynd þegar brotist var inn í bíl Reynis þegar hann var með gönguhóp á Úlfarsfelli. Þaðan var meðal annars stolið lyklum sem notaðir voru til að komast inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Þar var tölvum stolið og unnin spellvirki á vefnum. Það mál var til rannsóknar hjá lögreglu en Reynir hafði ætíð grunaðan tiltekin mann sem svo steig fram í viðtali við Reyni sjálfan og sagði sig sekan: Kristjón Kormákur en hann er fyrrverandi samstarfsmaður Reynis. Telur einsýnt að Róbert tengist málinu Í viðtalinu, sem hlýtur að teljast einstakt á heimsvísu, hafnaði Kristjón því að hann hafi verið á vegum Róberts en hins vegar hafi hann viljað koma sér í mjúkinn hjá honum með von um fyrirgreiðslu og fjármögnun en vefmiðill hans 24 punktur is var þá kominn í greiðsluþrot. Reynir segir hins vegar það liggja fyrir að Róbert tengist málinu. Til að mynda liggi fyrir að tvær 500 þúsund króna greiðslur hafi runnið til Kristjóns Kormáks eftir að fyrir lá að hann hafði tölvu Reynis undir höndum. Róbert hefur fyrir sína parta hafnað því að hafa nokkuð með innbrotið að gera. Reynir Traustason. Fréttamiðlar fjölluðu ítarlega um innbrotið á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs.Vísir/Vilhelm „Það er búið að taka skýrslu. Ég lagði fram gögn í málinu sem er meðal annars framburður Kristjóns Kormáks sem lýsir því að Róbert var kunnugt um hvað hann hafði gert. Án þess að upplýsa það. Og 18. febrúar lýsti Kristjón Kormákur því yfir að hann ætlaði að játa en fékk ekkert svar frá Róberti,“ segir Reynir sem velkist ekki í vafa um að aðkoma Róberts sé fyrirliggjandi. Sakaði Reyni um að hafa sviðsett innbrotið Reynir telur það svo lýsa verulegri ósvífni af hálfu Róberts Wessman að hafa á sama tíma kært Reyni til fjölmiðlanefndar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. „Þar sem látið er að því liggja að ég hafi sviðsett innbrotið. Vitandi hver er gerandinn í málinu hélt þann þessu samt fram! Hann tók virkan þátt í að fela slóðina með því að leggja út fyrir nýjum farsímum fyrir Kristjón. Samkvæmt framburði Kristjóns spyr Róbert hann hvort einhver hætta sé á að þetta komist fram. Kristjón sagði honum þá að það væri hægt að rekja farsíma. Þá voru lagðar inn hjá honum tvisvar sinnum fimm hundruð þúsund krónur fyrir nýjum símum. Ólafur Kristinsson lögmaður Róberts hefur verið tvísaga í málinu,“ segir Reynir. Lögreglumál Dómsmál Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Segir Mannlíf hafa brotið fjölmiðlalög Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu. 27. janúar 2022 18:20 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
„Já, ég er búinn að leggja fram kæru á hendur Róbert Wessmann. Hún snýst um yfirhylmingu og það að hann hafi hvatt til innbrota á skrifstofur Mannlífs,“ segir Reynir. Stríð Reynis og Róberts er orðið langt og flókið. Reynir hefur gefið það út að hann hyggist gefa út bók um Róbert og umsvif hans. Bókina fjármagnar Halldór Kristmannsson sem var lengi náinn samstarfsmaður Róberts en söðlaði svo um og gaf það út að hann væri uppljóstrari og vildi afhjúpa það sem hann telur vafasama viðskiptahætti Róberts. Allt það mál tók á sig reifarakennda mynd þegar brotist var inn í bíl Reynis þegar hann var með gönguhóp á Úlfarsfelli. Þaðan var meðal annars stolið lyklum sem notaðir voru til að komast inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Þar var tölvum stolið og unnin spellvirki á vefnum. Það mál var til rannsóknar hjá lögreglu en Reynir hafði ætíð grunaðan tiltekin mann sem svo steig fram í viðtali við Reyni sjálfan og sagði sig sekan: Kristjón Kormákur en hann er fyrrverandi samstarfsmaður Reynis. Telur einsýnt að Róbert tengist málinu Í viðtalinu, sem hlýtur að teljast einstakt á heimsvísu, hafnaði Kristjón því að hann hafi verið á vegum Róberts en hins vegar hafi hann viljað koma sér í mjúkinn hjá honum með von um fyrirgreiðslu og fjármögnun en vefmiðill hans 24 punktur is var þá kominn í greiðsluþrot. Reynir segir hins vegar það liggja fyrir að Róbert tengist málinu. Til að mynda liggi fyrir að tvær 500 þúsund króna greiðslur hafi runnið til Kristjóns Kormáks eftir að fyrir lá að hann hafði tölvu Reynis undir höndum. Róbert hefur fyrir sína parta hafnað því að hafa nokkuð með innbrotið að gera. Reynir Traustason. Fréttamiðlar fjölluðu ítarlega um innbrotið á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs.Vísir/Vilhelm „Það er búið að taka skýrslu. Ég lagði fram gögn í málinu sem er meðal annars framburður Kristjóns Kormáks sem lýsir því að Róbert var kunnugt um hvað hann hafði gert. Án þess að upplýsa það. Og 18. febrúar lýsti Kristjón Kormákur því yfir að hann ætlaði að játa en fékk ekkert svar frá Róberti,“ segir Reynir sem velkist ekki í vafa um að aðkoma Róberts sé fyrirliggjandi. Sakaði Reyni um að hafa sviðsett innbrotið Reynir telur það svo lýsa verulegri ósvífni af hálfu Róberts Wessman að hafa á sama tíma kært Reyni til fjölmiðlanefndar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. „Þar sem látið er að því liggja að ég hafi sviðsett innbrotið. Vitandi hver er gerandinn í málinu hélt þann þessu samt fram! Hann tók virkan þátt í að fela slóðina með því að leggja út fyrir nýjum farsímum fyrir Kristjón. Samkvæmt framburði Kristjóns spyr Róbert hann hvort einhver hætta sé á að þetta komist fram. Kristjón sagði honum þá að það væri hægt að rekja farsíma. Þá voru lagðar inn hjá honum tvisvar sinnum fimm hundruð þúsund krónur fyrir nýjum símum. Ólafur Kristinsson lögmaður Róberts hefur verið tvísaga í málinu,“ segir Reynir.
Lögreglumál Dómsmál Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Segir Mannlíf hafa brotið fjölmiðlalög Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu. 27. janúar 2022 18:20 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11
Segir Mannlíf hafa brotið fjölmiðlalög Félag Róberts Wessman fullyrðir að Halldór Kristmannsson hafi greitt fjölmiðlinum Mannlífi háar fjárhæðir í þeim tilgangi að halda úti „níðskrifum“ um Róbert. Hann hefur tilkynnt meint brot til Fjölmiðlanefndar, Skattrannsóknarstjóra og Neytendastofu. 27. janúar 2022 18:20
Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45