Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 15:35 Mikið álag hefur verið á móttökukerfinu á Íslandi og hefur viðbragðsáætlun vegna álags á landamærum verið færð á óvissustig. Vísir/Vilhelm Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. Síðastliðna viku hefur 161 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt hér um vernd, eða að meðaltali 23 á dag. Ef sjö daga meðaltalið er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 644 einstaklingar með tengsl við Úkraínu muni sækja hér um vernd næstu fjórar vikur. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Á fimmtudag var nýting skammtímaúrræða fyrir einstaklinga sem sækja um vernd 85% hér á landi og nýting langtímaúrræða 93%. Stendur til að semja við gisti- og hóteleigendur Frá því að innrásin hófst fram til föstudags höfðu 3.764.028 einstaklingar flúið stríðsátökin í Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu, samkvæmt upplýsingum landamærasviðs. Flestir hafa komið til Póllands eða 2.262.874 einstaklingar. Fram kemur í stöðuskýrslunni að félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við gisti- og hóteleigendur sem vonir séu bundnar við að tryggi fullnægjandi skammtímaúrræði fyrir einstaklinga sem sæki um vernd. Heildarfjöldi einstaklinga sem nú er í þjónustu með tengsl við Úkraínu er sagðir vera 395. Opna móttökumiðstöð í Domus Medica Til stendur að flytja móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd úr Hafnarfirði í Domus Medica í þessari viku. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun þar vera með starfsemi og mun heilsufarsskoðun fara fram strax við komu á móttökustöðina. Síðasta miðvikudag var greint frá því að álag á móttökukerfið á Íslandi vegna komu einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd væri komið að þolmörkum. Viðbragðsáætlun vegna yfirálags á landamærum hefur verið virkjuð og er nú á óvissustigi. Til skoðunar er að færa viðbragðsáætlunina á hættustig sem er næst efsta stig viðbúnaðarkerfisins. Alls hafa 820 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá 1. janúar til 24. mars. Fjölmennasta þjóðernið eru einstaklingar með tengsl við Úkraínu eða 485 einstaklingar. Þar á eftir eru 204 einstaklingar með tengsl við Venesúela. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Úkraína Tengdar fréttir Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Síðastliðna viku hefur 161 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt hér um vernd, eða að meðaltali 23 á dag. Ef sjö daga meðaltalið er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 644 einstaklingar með tengsl við Úkraínu muni sækja hér um vernd næstu fjórar vikur. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Á fimmtudag var nýting skammtímaúrræða fyrir einstaklinga sem sækja um vernd 85% hér á landi og nýting langtímaúrræða 93%. Stendur til að semja við gisti- og hóteleigendur Frá því að innrásin hófst fram til föstudags höfðu 3.764.028 einstaklingar flúið stríðsátökin í Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu, samkvæmt upplýsingum landamærasviðs. Flestir hafa komið til Póllands eða 2.262.874 einstaklingar. Fram kemur í stöðuskýrslunni að félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við gisti- og hóteleigendur sem vonir séu bundnar við að tryggi fullnægjandi skammtímaúrræði fyrir einstaklinga sem sæki um vernd. Heildarfjöldi einstaklinga sem nú er í þjónustu með tengsl við Úkraínu er sagðir vera 395. Opna móttökumiðstöð í Domus Medica Til stendur að flytja móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd úr Hafnarfirði í Domus Medica í þessari viku. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun þar vera með starfsemi og mun heilsufarsskoðun fara fram strax við komu á móttökustöðina. Síðasta miðvikudag var greint frá því að álag á móttökukerfið á Íslandi vegna komu einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd væri komið að þolmörkum. Viðbragðsáætlun vegna yfirálags á landamærum hefur verið virkjuð og er nú á óvissustigi. Til skoðunar er að færa viðbragðsáætlunina á hættustig sem er næst efsta stig viðbúnaðarkerfisins. Alls hafa 820 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá 1. janúar til 24. mars. Fjölmennasta þjóðernið eru einstaklingar með tengsl við Úkraínu eða 485 einstaklingar. Þar á eftir eru 204 einstaklingar með tengsl við Venesúela.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Úkraína Tengdar fréttir Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22