Erlent

Vaktin: Allt að 75 prósent herafla Rússlands sagður taka þátt í innrásinni

Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Lík rússnesks hermanns í skógi norðvestur af Kænugarði.
Lík rússnesks hermanns í skógi norðvestur af Kænugarði. AP/Felipe Dana

Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Atlantshafsbandalagið hafa ýtt Rússlandi út í horn með þenslustefnu sinni. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda væru á við stríðsyfirlýsingu gegn Rússum.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu vendingar:

  • Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja allt að 75 prósent herafla Rússlands koma nú að innrásinni í Úkraínu. 
  • Úkraínumenn hafa sent Rússum tillögur að friðarsakomulagi. Frekari upplýsingar um það má finna hér. Þær voru lagðar fram á fundi í Istanbúl í dag.
  • Rússar segjast ætla að draga úr umsvifum sínum í norðurhluta Úkraínu, við Kænugarð og Tsjernihiv.
  • Það ætla þeir að gera til að einbeita sér að Donabas-héraði.
  • Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varað bandamenn við því að óttinn geri þá samseka og segir Úkraínumenn ekki eiga að deyja vegna þess að önnur ríki hafi ekki hugrekki til að senda þeim vopn.
  • Selenskí ræddi í gær við leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Ítalíu og Kanada.
  • Að minnsta kosti 144 börn hafa látist í átökunum í Úkraínu og 220 særst.
  • Þá hafa fleiri en 60 kirkjur og trúarlegar byggingar verið eyðilagðar og 733 menntastofnanir.
  • Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hyggjast senda þúsund málaliða svokallaðs Wagners-hóp inn í Úkraínu. 

Hér má finna vakt gærdagsins.

Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira
×