Formúlu 1-keppni verður haldin á Las Vegas Strip Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 10:00 Mynd af Lewis Hamilton varpað upp á stóran skjá í Las Vegas í tilefni af kynningarfundi fyirr nýju formúlu keppnina í borginni. AP/John Locher Bandaríska borgin Las Vegas er að breytast í mikla íþróttaborg og enn berast fréttir af nýjum íþróttum í spilavítaborginni í eyðimörkinni. Fyrst kom íshokkíliðið Las Vegas Golden Knights, þá WNBA-liðið Las Vegas Aces og loks NFL-liðið Las Vegas Raiders. Þá er mikið talað um að borgin fái líka NBA-lið í næstu framtíð. Nýjustu fréttirnar úr íþróttalífi borgarinnar snúast hins vegar um formúlu 1-kappaksturinn. Það verður nefnilega haldin formúlu 1 keppni á hinni frægu Las Vegas Strip í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Keppnin mun fara fram um kvöld og undir hinum þekktu ljósum næturlífsins í Las Vegas. Keppnin fer fram á laugardagskvöldi en ekki á sunnudegi eins og vaninn er. Brautin verður 6,2 kílómetrar og munu bílarnir fara fram hjá þekktum kennileitum borgarinnar eins og Caesars Palace, Bellagio-gosbrunninum og Mandalay Bay. Las Vegas mun því bætast í hópinn með Austin og Miami sem eru líka bandarískar keppnisborgir í Formúlu 1. Það hefur verið keppt í Austin í mörg ár en Miami hýsir keppni í fyrsta sinn í ár. Áhugi Bandaríkjamanna á formúlu eitt hefur aukist gríðarlega og þakka menn Netflix þáttunum „Drive to Survive“ mikið fyrir það. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Formúla Bandaríkin Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrst kom íshokkíliðið Las Vegas Golden Knights, þá WNBA-liðið Las Vegas Aces og loks NFL-liðið Las Vegas Raiders. Þá er mikið talað um að borgin fái líka NBA-lið í næstu framtíð. Nýjustu fréttirnar úr íþróttalífi borgarinnar snúast hins vegar um formúlu 1-kappaksturinn. Það verður nefnilega haldin formúlu 1 keppni á hinni frægu Las Vegas Strip í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Keppnin mun fara fram um kvöld og undir hinum þekktu ljósum næturlífsins í Las Vegas. Keppnin fer fram á laugardagskvöldi en ekki á sunnudegi eins og vaninn er. Brautin verður 6,2 kílómetrar og munu bílarnir fara fram hjá þekktum kennileitum borgarinnar eins og Caesars Palace, Bellagio-gosbrunninum og Mandalay Bay. Las Vegas mun því bætast í hópinn með Austin og Miami sem eru líka bandarískar keppnisborgir í Formúlu 1. Það hefur verið keppt í Austin í mörg ár en Miami hýsir keppni í fyrsta sinn í ár. Áhugi Bandaríkjamanna á formúlu eitt hefur aukist gríðarlega og þakka menn Netflix þáttunum „Drive to Survive“ mikið fyrir það. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1)
Formúla Bandaríkin Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira