„Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 10:01 Guðný kynntist manninum á Tinder í ágúst. Þau höfðu verið að hittast í um tvo mánuði þegar hún hélt upp á fertugsafmælið sitt, þar sem hún segir hann hafa brotið á sér. Vísir/Helgi Ómarsson Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. „Við kynntumst á Tinder í byrjun ágúst og eigum þar mjög eðlileg samskipti. Hann var ótrúlega sjarmerandi, fyndinn og skemmtilegur. Fljótlega eftir að við byrjum að tala saman á Tinder hittumst við og það er eins og allt smelli. Hann var ótrúlega skotinn í mér, ég ótrúlega skotin í honum og allt bara geggjað,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir. Guðný og maðurinn, sem gegnt hefur stjórnunarstöðu hjá fleiri en einu þekktu fyrirtæki, voru að hittast í um tvo mánuði. Allt gekk vel en Guðný segir að hann hafi sýnt persónuleikaeinkenni sem hafi sent einhver rauð flögg. Maðurinn hafi til dæmis leitað að henni á netinu, fundið þar gamlan kærasta og blogg sem hún hafði haldið úti fyrir fimmtán árum. „Þetta var mjög skrítið því að ýmsu leyti var hann mjög stuðningsríkur og venjulegur en tók svo rispur á milli þar sem hann var að gaslýsa og tók fýlustjórnun. Þá hætti hann kannski að svara skilaboðum og tók pásur í nokkra daga en ég var alltaf frekar róleg yfir því þannig lagað af því við vorum bara að hittast,“ segir Guðný. Spurði hvort hún hefði áhuga á að prófa fíkniefni Hún segir sambandið hafa gengið ágætlega, ef samband mætti kalla. Þau hafi rætt ýmislegt og um mánuði inn í kynnin hafi maðurinn viðrað það við hana hvort hún hefði nokkuð áhuga á að prófa fíkniefni. Hann hafi sjálfur farið að prófa sig áfram með slík efni eftir að hafa greinst með krabbamein og ákveðið að lífið væri of stutt til að prófa sig ekki áfram. „Ég hafði aldrei tekið fíkniefni áður. Ég var að verða fertug og svaraði bara: Ég er til í að skoða það einhvern tíma. Ég er alveg opin fyrir því en veit ekkert hvað þetta er, hef ekkert kynnt mér þetta og veit ekkert um þetta. Þannig að við áttum samtal um þetta og ég sagðist vera opin,“ segir Guðný. Þann 2. október hélt Guðný upp á fertugsafmælið sitt, sem manninum var boðið í. Hún bauð upp á áfengi í boðinu, var að skemmta sér með vinunum, dansa og spjalla. „Einhvern tíma seint um kvöldið, þegar allir eru að tjútta, þá sýnir hann mér poka með dufti og segir mér að hann hafi komið með þetta ef ég vildi prófa. Ég svara bara ókei,“ Ég veit ekkert, ég treysti honum bara því hann hafði reynslu og sagði að þetta skapaði svo mikla nánd og gerði kynlífið svo ótrúlega spennandi,“ segir Guðný. „Ég gat ekki andað, mér leið ógeðslega illa“ Þegar líða hafi tekið á kvöldið og allir komnir vel í glas segir Guðný að maðurinn hafi sýnt henni lítinn plastpoka, sem var fullur af hvítu dufti. Hann hafi sagt henni að hann væri tilbúin með efnin. Nokkru síðar, þegar síðustu gestir voru að yfirgefa teitið hafi maðurinn verið búinn að útbúa MDMA skammt fyrir þau til að taka. Hún hafi sjálf ekki verið með í undirbúningnum og því ekki séð hvað hafi farið í skammtinn. Maðurinn hafi þá sagt henni að efnin tækju um tuttugu mínútur að virka. Guðný segir þolinmæði sína á þrotum. Hún sé orðin þreytt á því að bíða eftir að kerfið grípi hana.Vísir/Helgi Ómarsson „Þannig að ég fer bara að ganga frá einhverju dóti, fer svo inn á bað og kem fram og þetta skellur á mig. Sjónin breytist, ég man að ég horfi á hann þar sem hann stóð inni í eldhúsi og hann bara stóð og horfði á mig. Ég stóð upp við fataskáp sem er inni á gangi hjá mér og ég halla allt í einu aftur að honum og hníg niður. Ég fékk rosalegan hjartslátt og segi að þetta sé of mikið, ég vilji þetta ekki og þetta sé ógeðslegt. Ég geti þetta ekki,“ segir Guðný. „Ég gat ekki andað, mér leið ógeðslega illa. Hann kom til mín, settist á hækjur sér og segir: Slakaðu bara á og leyfðu þessu að koma. Og svo fer hann með mig inn í herbergi, var búinn að taka rúmteppið af rúminu mínu og allt. Ég var meðvitundarlaus svona 90 prósent af tímanum eftir það.“ Bara nokkur augnablik sem lifi í minninu Hún segist muna aðeins brot af því sem á eftir kom. Eitt sem hún muni hafi verið alsælutilfinningin sem hún fann, þar sem hún var hlæjandi og sagðist elska manninn. Hlutir sem hún hafði aldrei sagt áður. Eitt af því fáu sem hún muni er að maðurinn hafi vakið hana um nóttina og gefið henni meiri fíkniefni, verkjatöflur og svefntöflu. Maðurinn hafi þá verið búinn að útbúa fyrir hana skammt, sem hún sagðist ekki vilja taka, en hann hafi stungið efnunum upp í hana og þau leyst samstundis upp í munninum. Eftir það hafi hann staðið yfir henni með vatnsglas, verkjalyf og svefntöflu og tryggt að hún tæki það allt. Þrátt fyrir það magn af lyfjum sem hún fékk séu þær fáu minningar sem hún hefur af nóttinni skýrar og á þessu augnabliki segist hún hafa hræðast að þetta yrði hennar síðasta. „Ég man eftir að hafa tekið það, ég man eftir því að hann stóð yfir mér og lét mig taka þetta. Svo dett ég aftur fyrir mig á dýnuna með fæturna fram af rúminu. Ég veit ekki einu sinni hvernig ég komst aftur almennilega upp í rúmið.“ Fékk áfall þegar hún sá áverkana Hún hafi loks rankað við sér um tíu morguninn eftir og þá áttað sig á því að tónlistin úr afmælisteitinu hafi verið í gangi alla nóttina. Henni hafi liðið virkilega illa, snúið sér að manninum og spurt hann hvort hann hafi ekki verið hræddur þegar hún missti meðvitund, sem maðurinn hafi svarað neitandi. „Ég stend upp og fer fram, slekk á tónlistinni og fer inn á bað. Þá sé ég andlitið á mér. Ég er marin á enninu, varirnar eru bólgnar og ég fæ sjokk. Svo fer ég að skoða líkamann minn og sé að ég er marin á öxlunum og hnjánum og víða annars staðar. Það var rosalegt áfall að sjá sjálfa mig svona.“ „Ég fer aftur inn til hans og spyr af hverju ég er öll út í marblettum. Hann svarar því að ég hafi dottið tvisvar eða þrisvar úr rúminu. Ég á mjög lágt rúm þannig að ég skildi ekki hvernig ég varð svona rosalega marin af því að detta,“ segir Guðný. Hún segist þarna um morguninn enn hafa verið í vímu. Maðurinn hafi þá sagt við hana að þau hafi stundað kynlíf um nóttina. Guðný var bólgin og marin á báðum hnjám eftir nóttina.Aðsend „Svo sagði hann: „En ég fékk það ekki einu sinni.“ Og við stundum kynlíf þarna um morguninn. Svo fer hann í sturtu, fær sér morgunmat og gengur í allt heima hjá mér og segist svo þurfa að drífa sig. Ég var alltaf að sofna og vakna og um eitt leytið segist hann þurfa að fara og hann tali við mig seinna og skilur mig eftir í rúminu með alla þessa áverka og enn þá að jafna mig eftir lyfin.“ Sagði hana hafa dottið fram úr rúminu Guðný segist hafa sofnað aftur, enda enn undir áhrifum lyfjanna, og vaknað aftur rúmlega fjögur. Þá hafi vinkonur hennar sent henni fullt af skilaboðum, með áhyggjur af því hvar hún væri því hún hefði engum skilaboðum svarað og skynjað að eitthvað væri að. Þegar hún hafi vaknað hafi fyrsta minningin verið af alsælunni sem hún hafi fundið undir áhrifum eiturlyfjanna. „Ég sé að hann er farinn og sendi honum skilaboð þar sem ég segi „vá hvað var gaman að taka MDMA með þér, langar að gera þetta aftur“. En nokkrum mínútum seinna koma aftur minningar úr brotinu og ég eyði skilaboðunum, hringi í hann og spyr hvað hann var eiginlega að gefa mér. Ég segi honum að ég sé handónýt, mér líði ógeðslega illa og sé öll út í áverkum. Hvað er eiginlega að gerast hérna?“ Marblettir á olnbogum Guðnýjar eftir atvikið.Aðsend Maðurinn hafi svarað henni því að hún hafi dottið fram úr rúminu. Hún hafi í kjölfarið hringt í vinkonu sína og sagt henni hvernig sér liði, hún væri öll marin og blá. Henni liði mjög illa. „Ég sagði henni að þetta væri eitthvað skrítið. Þannig að ég spyr hana hvort ég megi senda henni myndir af marblettum sem ég er með og ég sendi henni myndir og hún segir: Heyrðu við erum að fara beint upp á bráðamóttöku.“ Fundu MDMA, kókaín og amfetamín í þvaginu Vinkona Guðnýjar fylgdi henni upp á bráðamóttöku þar sem við tók fimm klukkustunda bið. Guðný segir að við komuna hafi þær tilkynnt að hún væri komin vegna kynferðisbrots en eitthvað hafi skolast til og ástæðan flokkuð sem líkamsárás. „Þannig að eftir að hafa verið þarna í fimm klukkutíma að bíða vegna mistaka í kerfinu þá tekur skoðunin og upphafsskýrslan sjálf þrjá klukkutíma, þar sem verið er að skrá alla áverka og taka sýni og öll próf. Ég var enn þá með ofsjónir og ofboðslega lyfjuð og gríðarlega þreytt eftir þetta magn af efnum sem ég fékk. Þau buðu mér að tala við réttargæslumann og lögreglu strax en klukkan var að verða eitt um nóttina og ég sagði þeim að ég hefði ekki orku í meira,“ segir Guðný. „Ég vissi ekki hversu gríðarleg áhrif það hefði svo á framgang málsins í réttarkerfinu í kjölfarið.“ Í þvagsýni Guðnýjar, sem tekið var á neyðarmóttökunni, greindist MDMA, amfetamín og kókaín. Blanda sem Guðný var ekki meðvituð um að maðurinn væri að gefa henni. Fram kemur í sjúkraskýrslu af móttöku hennar á neyðarmóttökunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að hún hafi verið áverka um allan líkamann: Í andliti, á öxlum, síðum, höndum, mjaðmakömbum, hnjám, fótum og á kynfærum. Þar að auki voru varir hennar rifnar, Guðný er með spangir, sem höfðu rifið upp varirnar sem voru svo bólgnar að hún segir hjúkrunarfræðingana hafa haldið að hún væri nýbúin að fá varafyllingu. Hér má sjá roða/marbletti sem Guðný var með á mjaðmarbeini eftir atvikið.Aðsend Lá á bjöllunni í anddyrinu Eftir heimsóknina á neyðarmóttökuna fylgdi vinkona Guðnýjar henni heim og gisti hjá henni um nóttina. Morguninn eftir, á mánudagsmorgun, hringdi Guðný sig inn veika í vinnunni og systur hennar komu til hennar eftir að vinkonan fór til vinnu. Maðurinn, sem hafði stanslaust hringt í Guðnýju á meðan hún var á neyðarmóttökunni án svars, hringdi þá í samstarfskonu Guðnýjar á mánudagsmorguninn, sem sagði honum að hún væri ekki í vinnu vegna veikinda. Hann hafi haldið áfram að hringja í hana á mánudagsmorguninn, án svara, og svo farið að hann mætti heim til hennar. „Ég svara honum ekki og hann var í góðar tíu mínútur að minnsta kosti í anddyrinu heima hjá mér hangandi á bjöllunni og ég sat bara inni í íbúð stíf. Svo hættir hann og ég hugsa bara: Ókei, þetta er búið.“ Kallaði til lögreglu til að fjarlægja manninn Svo fór þó ekki. Maðurinn, sem hafði oft gist heima hjá Guðnýju á meðan þau voru að hittast, hafði aðgang að bílakjallaranum heima hjá henni. Guðný hafði látið hann hafa fjarstýringu að kjallaranum, sem hann notaði til að komast inn í bygginguna. Hún segir að á þessum tíma hafi oft verið opið úr bílakjallaranum inn á stigaganginn, þó því hafi nú verið breytt, en þennan dag hafi hann gengið inn í húsið um bílakjallarann. Maðurinn hringdi endurtekið í Guðnýju mánudaginn eftir atvikið, bæði í síma og í gegn um samfélagsmiðla, áður en hún hringdi á lögregluna sem fjarlægði manninn, sem stóð fyrir utan hurðina heima hjá henni. Skjáskotið er af símtalaskrá Guðnýjar frá 4. október síðastliðnum.Aðsend „Þannig að hann kom inn á stigaganginn og liggur á hurðinni minni og kallar á mig. Ég læsti mig inni í herbergi og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglan kom fjarlægði hún hann og tók af honum fjarstýringuna. Hann varð alveg brjálaður yfir því að ég hafi hringt á lögregluna,“ segir Guðný. Næstu dagar segir Guðný að hafi verið í móðu. Hún hafi setið heima hjá sér og starað út í loftið í fjóra daga að ná sér niður af efnunum. „Systir mín lýsti því þannig að ég væri alveg farin. Ég gat auðvitað mjög lítið borðað, var aum í líkamanum og það var erfitt fyrir mig að liggja og hvílast.“ Viðurkenndi að hafa gert mistök Viku eftir atvikið talaði Guðný við manninn í síma. „Í því segir hann við mig að þetta hafi verið mistök. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að gefa mér aftur, hann viðurkennir það alveg og gefur mér nafnið á svefnlyfinu sem hann gaf mér,“ segir Guðný. Hún segir hann hins vegar hafa reynt að snúa samtalinu þannig að sökin væri hennar. Guðný var marin og blá á öxlunum.Aðsend „Hann segir við mig: Þú veist ekki hversu miklar áhyggjur ég hafði af þér, þú hefðir getað verið dauð. Það er svo skrítið hvernig hann tengir það saman að ég tali ekki við hann í tólf klukkutíma og ég sé dauð. Hann er að reyna að snúa þessu þannig að þetta hafi ekki farið eins og hann hélt þetta ætti að fara. Hann taki fulla ábyrgð, þetta hafi verið mistök af hans hálfu, hann skammist sín en líka að hann hafi verið orðinn ofboðslega hrifinn af mér, orðið hræddur um mig, hafi ekki getað sofið og ekki getað gert þetta og hitt,“ segir Guðný. „Ég hugsaði bara: Þú skilur manneskju eftir, uppdópaða með fullt af áverkum og þér dettur ekki einu sinni í hug að fara með mig upp á spítala. Þá spyr maður sig hver er raunverulega ástæðan fyrir því.“ „Svo segir hann að lögreglan hafi komið fram við hann eins og einhvern glæpamann, það hafi aldrei verið talað við hann svona áður og var að kenna mér um hvernig lögreglan talaði við hann. Eitthvað sem ég hef enga stjórn á. Allt til að láta mér líða illa yfir því hvernig honum leið.“ „Svona gerist bara, svona kemur fyrir fólk“ Síðdegis á mánudeginum, daginn eftir heimsóknina á neyðarmóttökuna, hafi réttargæslumaður verið látinn vita af málinu, á þriðjudeginum verið pantaður tími fyrir hana til að gefa skýrslu og á miðvikudeginum hafi hún mætt til skýrslutöku til að kæra brotið. „Þannig að það lítur út eins og ég hafi verið að hugsa mig um eða eitthvað en í raun og veru var þetta eins hratt og við gátum gert þetta miðað við aðstæður,“ segir Guðný. „Miðvikudagurinn var fyrsti dagurinn sem ég grét en svo hugsaði ég bara: Lífið er bara svona. Svona gerist bara, svona kemur fyrir fólk og ég þarf bara að díla við þetta. Svo fór ég í doða og í tvær vikur var ég ekki að meðtaka hvað kom fyrir mig, hafði engan skilning á hversu alvarlegt þetta var og hversu mikið áfall þetta var. Svo kom óttinn og biðin eftir því að hann yrði kallaður í skýrslutöku,“ segir Guðný. Rannsóknin strandaði á skýrslutöku Í skýrslutökunni hafi Guðnýju verið tjáð að það tæki einn eða tvo mánuði að boða manninn til skýrslutöku. Mannekla og heimsfaraldur hægðu á úrvinnslunni og málið hennar væri ekki í forgangi, þar sem það var flokkað sem gamalt mál. Ástæða þess var að hún hafi ekki kært brotið fyrr en þremur dögum eftir að það gerðist. Öll gögn hafi verið komin frá neyðarmóttöku til lögreglu 8. október, sex dögum eftir atvikið en ekkert heyrst frá lögreglu um málið svo vikum skipti. Guðný hröklaðist úr starfi af ótta við að hitta manninn í vinnunni eða hann birtist þar óboðinn.Vísir/Helgi Ómarsson „Ég hringi í byrjun febrúar og fæ að tala við konuna sem er að rannsaka málið mitt og hún segir bara við mig að af því að ég gaf ekki skýrslu strax á neyðarmóttökunni þá fer þetta neðst í bunkann og verði unnið þegar tími gefst. Það var mikið áfall og mér þótti þetta ótrúlega skrítið allt saman,“ segir Guðný. Hún segir að í lok febrúar hafi hún bókað tíma hjá lögreglufulltrúanum í Bjarkarhlíð sem hafi greint henni frá því að rannsóknin væri komin mjög langt. Tæknideild væri búin að fara yfir öll gögn og það eina sem eftir væri, væri að boða manninn í skýrslutöku. Þingmanni misbauð kerfið Guðný segist hafa upplifað sig máttlausa gagnvart kerfinu á þessum tímapunkti og greip á það ráð að hafa samband við Gísla Rafn Ólafsson þingmann Pírata vegna málsins. „Ég sagði honum söguna mína því ég veit að hann hefur sjálfur reynslu af réttarkerfinu og hann spurði hvort hann mætti tala um þetta á Alþingi. Honum misbauð kerfið eins og mér. Það fer í loftið og mér líður eins og ég hafi tvær mínútur af rödd, fannst allt í einu eins og ég gæti sagt eitthvað og náð til fleiri en bara til systra minna og vinkvenna.“ Hún segir að henni hafi verið bent á að kvarta formlega yfir því hve rannsókn máls hennar gengi hægt og svo fór að hún fékk fund með yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglu. „Ég lýsi því að fyrir mér er þetta stórhættulegur maður. Ef hann getur brotið svona á mér og látið eins og ekkert sé og heldur bara áfram með lífið, það er ekkert eðlilegt við það. Lífið mitt eins og ég þekki það er búið. Ég er kona sem átti heima lengi út í London og ferðaðist um allan heim ein og gerði það sem mig langaði að gera. Núna get ég ekki einu sinni labbað Laugaveginn án þess að finnast ég óörugg eða eiga á hættu á að hitta hann. Ég vil ekki lifa í þessum ótta lengur og hann þarf að taka ábyrgð á því sem hann hefur gert,“ segir Guðný. „Þolinmæði mín er búin. Mér finnst óásættanlegt að ég fái svör um að „þú hafir átt að“ þegar ábyrgðin er ekki á mér. Ef ég er ekki í standi til að gefa þessa einu skýrslu, sem ég hef rétt á að gefa í öllu málinu, þá er mjög ósanngjarnt að segja „já ókei, varstu svona dópuð, þá skoðum við þetta bara seinna“. En það var ekki einu sinni út af mér, það var partur af brotinu.“ „Ef ég set málið þitt í forgang þarf einhver annar að bíða“ Yfirmaður kynferðisbrotadeildar hafi tjáð henni að farið yrði í að boða manninn til skýrslutöku bráðlega. Hún hafi hins vegar svarað því að það væri ekki nógu gott. „Bráðum þýðir ekkert fyrir mér. Nú er ég búin að bíða í fimm og hálfan mánuð. Það er ofboðslega langur tími til að bíða eftir að málið manns fari áfram í kerfinu og hann lofar að boða hann til skýrslutöku innan tveggja vikna,“ segir Guðný. „Hann segir að hann muni setja málið mitt í forgang, sem ég er mjög sátt með, en með því fylgdi setningin: Ef ég set málið þitt í forgang þarf einhver annar að bíða. Og ég svara bara að ég sé búin að bíða. Það þýðir ekkert að setja samviskubit á mig. Það vilja allir berjast fyrir sínu. Það er ömurlegt að þessi deild nái ekki utan um öll þessi brot sem eru að gerast. Það er hörmulegt og það er líka hörmulegt að standa í þessum sporum, að sitja á fundi og segja: Hey, nú verður eitthvað að gerast. Í alla staði er þetta erfið upplifun af kerfinu,“ segir Guðný. Fundurinn með yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglu fór fram á föstudegi og Guðný segir að strax mánudaginn eftir hafi maðurinn verið boðaður í skýrslutöku. Guðný segist hafa viljað segja sína sögu vegna þess að fólk í kringum hana haldi að þetta sé ekki fyrsta sinn sem maðurinn hafi brotið af sér með þessum hætti. „Þá fór ég að hugsa hvernig ég gæti komið þeim skilaboðum frá mér að þessi maður er hættulegur,“ segir Guðný. „Hann hafði val þarna og hann kaus að gera þetta“ Hún segist enn hugsa um það hvers vegna maðurinn fór með hana inn í herbergi, þegar hún var svo illa stödd vegna fíkniefnanna. „Af hverju fór hann ekki með mig inn í stofu, opnaði glugga, gaf mér vatnsglas og hjálpaði mér í gegn um þetta? Hann tók ákvörðun á þessum tímapunkti, með mig í þessu ástandi, að gera það sem hann gerði. Það er bara þannig. Hann hafði val þarna og hann kaus að gera þetta.“ Guðný segir atvikið hafa haft gríðarleg áhrif á sig á sitt líf. Hún hafi áður verið virk í félagslífinu, farið reglulega út að borða með vinkonum sínum, í brönsa og út að skemmta sér. Hún hafi verið virk í að deita og kynnast nýju fólki. „Mér fannst gaman að fara út og njóta lífsins en eftir þetta hætti það allt saman af því að ég hugsaði alltaf að hann gæti komið hvenær sem er og ég var ekki tilbúin að takast á við það. Mér finnst ég hvergi örugg og finnst ég ekki geta treyst fólki. Ég bý sjálf í miðbænum vitandi það að hann er ofboðslega mikið þar á öllum mögulegum stöðum. Mér fannst ég vera fangi á heimilinu mínu,“ segir Guðný. Sat í bílnum fyrir framan vinnustaðinn og grét Í kjölfar atviksins var Guðný frá vinnu í tvær vikur en mætti aftur í tvo daga. Guðný vann þá sem verslunarstjóri tveggja verslana, í Kringlunni og Smáralind. Hún segir að maðurinn hafi starfað við hliðina á Smáralind og farið í líkamsrækt í Kringlunni og hún hafi kviðið því að mæta honum eða að hann mætti á vinnustaðinn hennar. Guðný beið í fimm og hálfan mánuð eftir að meintur ofbeldismaður hennar yrði boðaður til skýrslutöku.Vísir/Helgi Ómarsson „Ég man að einn daginn sat ég bara í bílnum fyrir utan Kringluna og grét. Ég fór í kjölfarið í veikindaleyfi og fór í fulla vinnu við að vinna úr þessu áfalli með áfallateyminu á neyðarmóttökunni,“ segir Guðný. Hún hefur nú skipt um vinnu vegna álagsins sem fylgdi því að maðurinn væri í vinnu og líkamsrækt í kring um vinnustað hennar. Vonar að málið fari fyrir dómstóla Hún segist þó heppin með vini og vandamenn, sem haldi vel utan um hana. „Kjarninn er sá að hann tók ákvörðun og hann braut á mér. Hvað sem gerðist fyrir það skiptir ekki máli. Þarna hefði hann getað gert eitthvað annað en hann kaus þetta.“ Hún segist vona að málið fari fyrir dómstóla og næg sönnunargögn liggi fyrir til að sakfella manninn. „Ég er bara að bíða eftir að málið verði sent til ákæruvaldsins til meðferðar. Ég vona að það fari alla leið.“ Blaðamaður ræddi við manninn sem um ræðir vegna málsins en hann vildi ekki láta hafa neitt eftir sér að svo stöddu. MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
„Við kynntumst á Tinder í byrjun ágúst og eigum þar mjög eðlileg samskipti. Hann var ótrúlega sjarmerandi, fyndinn og skemmtilegur. Fljótlega eftir að við byrjum að tala saman á Tinder hittumst við og það er eins og allt smelli. Hann var ótrúlega skotinn í mér, ég ótrúlega skotin í honum og allt bara geggjað,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir. Guðný og maðurinn, sem gegnt hefur stjórnunarstöðu hjá fleiri en einu þekktu fyrirtæki, voru að hittast í um tvo mánuði. Allt gekk vel en Guðný segir að hann hafi sýnt persónuleikaeinkenni sem hafi sent einhver rauð flögg. Maðurinn hafi til dæmis leitað að henni á netinu, fundið þar gamlan kærasta og blogg sem hún hafði haldið úti fyrir fimmtán árum. „Þetta var mjög skrítið því að ýmsu leyti var hann mjög stuðningsríkur og venjulegur en tók svo rispur á milli þar sem hann var að gaslýsa og tók fýlustjórnun. Þá hætti hann kannski að svara skilaboðum og tók pásur í nokkra daga en ég var alltaf frekar róleg yfir því þannig lagað af því við vorum bara að hittast,“ segir Guðný. Spurði hvort hún hefði áhuga á að prófa fíkniefni Hún segir sambandið hafa gengið ágætlega, ef samband mætti kalla. Þau hafi rætt ýmislegt og um mánuði inn í kynnin hafi maðurinn viðrað það við hana hvort hún hefði nokkuð áhuga á að prófa fíkniefni. Hann hafi sjálfur farið að prófa sig áfram með slík efni eftir að hafa greinst með krabbamein og ákveðið að lífið væri of stutt til að prófa sig ekki áfram. „Ég hafði aldrei tekið fíkniefni áður. Ég var að verða fertug og svaraði bara: Ég er til í að skoða það einhvern tíma. Ég er alveg opin fyrir því en veit ekkert hvað þetta er, hef ekkert kynnt mér þetta og veit ekkert um þetta. Þannig að við áttum samtal um þetta og ég sagðist vera opin,“ segir Guðný. Þann 2. október hélt Guðný upp á fertugsafmælið sitt, sem manninum var boðið í. Hún bauð upp á áfengi í boðinu, var að skemmta sér með vinunum, dansa og spjalla. „Einhvern tíma seint um kvöldið, þegar allir eru að tjútta, þá sýnir hann mér poka með dufti og segir mér að hann hafi komið með þetta ef ég vildi prófa. Ég svara bara ókei,“ Ég veit ekkert, ég treysti honum bara því hann hafði reynslu og sagði að þetta skapaði svo mikla nánd og gerði kynlífið svo ótrúlega spennandi,“ segir Guðný. „Ég gat ekki andað, mér leið ógeðslega illa“ Þegar líða hafi tekið á kvöldið og allir komnir vel í glas segir Guðný að maðurinn hafi sýnt henni lítinn plastpoka, sem var fullur af hvítu dufti. Hann hafi sagt henni að hann væri tilbúin með efnin. Nokkru síðar, þegar síðustu gestir voru að yfirgefa teitið hafi maðurinn verið búinn að útbúa MDMA skammt fyrir þau til að taka. Hún hafi sjálf ekki verið með í undirbúningnum og því ekki séð hvað hafi farið í skammtinn. Maðurinn hafi þá sagt henni að efnin tækju um tuttugu mínútur að virka. Guðný segir þolinmæði sína á þrotum. Hún sé orðin þreytt á því að bíða eftir að kerfið grípi hana.Vísir/Helgi Ómarsson „Þannig að ég fer bara að ganga frá einhverju dóti, fer svo inn á bað og kem fram og þetta skellur á mig. Sjónin breytist, ég man að ég horfi á hann þar sem hann stóð inni í eldhúsi og hann bara stóð og horfði á mig. Ég stóð upp við fataskáp sem er inni á gangi hjá mér og ég halla allt í einu aftur að honum og hníg niður. Ég fékk rosalegan hjartslátt og segi að þetta sé of mikið, ég vilji þetta ekki og þetta sé ógeðslegt. Ég geti þetta ekki,“ segir Guðný. „Ég gat ekki andað, mér leið ógeðslega illa. Hann kom til mín, settist á hækjur sér og segir: Slakaðu bara á og leyfðu þessu að koma. Og svo fer hann með mig inn í herbergi, var búinn að taka rúmteppið af rúminu mínu og allt. Ég var meðvitundarlaus svona 90 prósent af tímanum eftir það.“ Bara nokkur augnablik sem lifi í minninu Hún segist muna aðeins brot af því sem á eftir kom. Eitt sem hún muni hafi verið alsælutilfinningin sem hún fann, þar sem hún var hlæjandi og sagðist elska manninn. Hlutir sem hún hafði aldrei sagt áður. Eitt af því fáu sem hún muni er að maðurinn hafi vakið hana um nóttina og gefið henni meiri fíkniefni, verkjatöflur og svefntöflu. Maðurinn hafi þá verið búinn að útbúa fyrir hana skammt, sem hún sagðist ekki vilja taka, en hann hafi stungið efnunum upp í hana og þau leyst samstundis upp í munninum. Eftir það hafi hann staðið yfir henni með vatnsglas, verkjalyf og svefntöflu og tryggt að hún tæki það allt. Þrátt fyrir það magn af lyfjum sem hún fékk séu þær fáu minningar sem hún hefur af nóttinni skýrar og á þessu augnabliki segist hún hafa hræðast að þetta yrði hennar síðasta. „Ég man eftir að hafa tekið það, ég man eftir því að hann stóð yfir mér og lét mig taka þetta. Svo dett ég aftur fyrir mig á dýnuna með fæturna fram af rúminu. Ég veit ekki einu sinni hvernig ég komst aftur almennilega upp í rúmið.“ Fékk áfall þegar hún sá áverkana Hún hafi loks rankað við sér um tíu morguninn eftir og þá áttað sig á því að tónlistin úr afmælisteitinu hafi verið í gangi alla nóttina. Henni hafi liðið virkilega illa, snúið sér að manninum og spurt hann hvort hann hafi ekki verið hræddur þegar hún missti meðvitund, sem maðurinn hafi svarað neitandi. „Ég stend upp og fer fram, slekk á tónlistinni og fer inn á bað. Þá sé ég andlitið á mér. Ég er marin á enninu, varirnar eru bólgnar og ég fæ sjokk. Svo fer ég að skoða líkamann minn og sé að ég er marin á öxlunum og hnjánum og víða annars staðar. Það var rosalegt áfall að sjá sjálfa mig svona.“ „Ég fer aftur inn til hans og spyr af hverju ég er öll út í marblettum. Hann svarar því að ég hafi dottið tvisvar eða þrisvar úr rúminu. Ég á mjög lágt rúm þannig að ég skildi ekki hvernig ég varð svona rosalega marin af því að detta,“ segir Guðný. Hún segist þarna um morguninn enn hafa verið í vímu. Maðurinn hafi þá sagt við hana að þau hafi stundað kynlíf um nóttina. Guðný var bólgin og marin á báðum hnjám eftir nóttina.Aðsend „Svo sagði hann: „En ég fékk það ekki einu sinni.“ Og við stundum kynlíf þarna um morguninn. Svo fer hann í sturtu, fær sér morgunmat og gengur í allt heima hjá mér og segist svo þurfa að drífa sig. Ég var alltaf að sofna og vakna og um eitt leytið segist hann þurfa að fara og hann tali við mig seinna og skilur mig eftir í rúminu með alla þessa áverka og enn þá að jafna mig eftir lyfin.“ Sagði hana hafa dottið fram úr rúminu Guðný segist hafa sofnað aftur, enda enn undir áhrifum lyfjanna, og vaknað aftur rúmlega fjögur. Þá hafi vinkonur hennar sent henni fullt af skilaboðum, með áhyggjur af því hvar hún væri því hún hefði engum skilaboðum svarað og skynjað að eitthvað væri að. Þegar hún hafi vaknað hafi fyrsta minningin verið af alsælunni sem hún hafi fundið undir áhrifum eiturlyfjanna. „Ég sé að hann er farinn og sendi honum skilaboð þar sem ég segi „vá hvað var gaman að taka MDMA með þér, langar að gera þetta aftur“. En nokkrum mínútum seinna koma aftur minningar úr brotinu og ég eyði skilaboðunum, hringi í hann og spyr hvað hann var eiginlega að gefa mér. Ég segi honum að ég sé handónýt, mér líði ógeðslega illa og sé öll út í áverkum. Hvað er eiginlega að gerast hérna?“ Marblettir á olnbogum Guðnýjar eftir atvikið.Aðsend Maðurinn hafi svarað henni því að hún hafi dottið fram úr rúminu. Hún hafi í kjölfarið hringt í vinkonu sína og sagt henni hvernig sér liði, hún væri öll marin og blá. Henni liði mjög illa. „Ég sagði henni að þetta væri eitthvað skrítið. Þannig að ég spyr hana hvort ég megi senda henni myndir af marblettum sem ég er með og ég sendi henni myndir og hún segir: Heyrðu við erum að fara beint upp á bráðamóttöku.“ Fundu MDMA, kókaín og amfetamín í þvaginu Vinkona Guðnýjar fylgdi henni upp á bráðamóttöku þar sem við tók fimm klukkustunda bið. Guðný segir að við komuna hafi þær tilkynnt að hún væri komin vegna kynferðisbrots en eitthvað hafi skolast til og ástæðan flokkuð sem líkamsárás. „Þannig að eftir að hafa verið þarna í fimm klukkutíma að bíða vegna mistaka í kerfinu þá tekur skoðunin og upphafsskýrslan sjálf þrjá klukkutíma, þar sem verið er að skrá alla áverka og taka sýni og öll próf. Ég var enn þá með ofsjónir og ofboðslega lyfjuð og gríðarlega þreytt eftir þetta magn af efnum sem ég fékk. Þau buðu mér að tala við réttargæslumann og lögreglu strax en klukkan var að verða eitt um nóttina og ég sagði þeim að ég hefði ekki orku í meira,“ segir Guðný. „Ég vissi ekki hversu gríðarleg áhrif það hefði svo á framgang málsins í réttarkerfinu í kjölfarið.“ Í þvagsýni Guðnýjar, sem tekið var á neyðarmóttökunni, greindist MDMA, amfetamín og kókaín. Blanda sem Guðný var ekki meðvituð um að maðurinn væri að gefa henni. Fram kemur í sjúkraskýrslu af móttöku hennar á neyðarmóttökunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að hún hafi verið áverka um allan líkamann: Í andliti, á öxlum, síðum, höndum, mjaðmakömbum, hnjám, fótum og á kynfærum. Þar að auki voru varir hennar rifnar, Guðný er með spangir, sem höfðu rifið upp varirnar sem voru svo bólgnar að hún segir hjúkrunarfræðingana hafa haldið að hún væri nýbúin að fá varafyllingu. Hér má sjá roða/marbletti sem Guðný var með á mjaðmarbeini eftir atvikið.Aðsend Lá á bjöllunni í anddyrinu Eftir heimsóknina á neyðarmóttökuna fylgdi vinkona Guðnýjar henni heim og gisti hjá henni um nóttina. Morguninn eftir, á mánudagsmorgun, hringdi Guðný sig inn veika í vinnunni og systur hennar komu til hennar eftir að vinkonan fór til vinnu. Maðurinn, sem hafði stanslaust hringt í Guðnýju á meðan hún var á neyðarmóttökunni án svars, hringdi þá í samstarfskonu Guðnýjar á mánudagsmorguninn, sem sagði honum að hún væri ekki í vinnu vegna veikinda. Hann hafi haldið áfram að hringja í hana á mánudagsmorguninn, án svara, og svo farið að hann mætti heim til hennar. „Ég svara honum ekki og hann var í góðar tíu mínútur að minnsta kosti í anddyrinu heima hjá mér hangandi á bjöllunni og ég sat bara inni í íbúð stíf. Svo hættir hann og ég hugsa bara: Ókei, þetta er búið.“ Kallaði til lögreglu til að fjarlægja manninn Svo fór þó ekki. Maðurinn, sem hafði oft gist heima hjá Guðnýju á meðan þau voru að hittast, hafði aðgang að bílakjallaranum heima hjá henni. Guðný hafði látið hann hafa fjarstýringu að kjallaranum, sem hann notaði til að komast inn í bygginguna. Hún segir að á þessum tíma hafi oft verið opið úr bílakjallaranum inn á stigaganginn, þó því hafi nú verið breytt, en þennan dag hafi hann gengið inn í húsið um bílakjallarann. Maðurinn hringdi endurtekið í Guðnýju mánudaginn eftir atvikið, bæði í síma og í gegn um samfélagsmiðla, áður en hún hringdi á lögregluna sem fjarlægði manninn, sem stóð fyrir utan hurðina heima hjá henni. Skjáskotið er af símtalaskrá Guðnýjar frá 4. október síðastliðnum.Aðsend „Þannig að hann kom inn á stigaganginn og liggur á hurðinni minni og kallar á mig. Ég læsti mig inni í herbergi og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglan kom fjarlægði hún hann og tók af honum fjarstýringuna. Hann varð alveg brjálaður yfir því að ég hafi hringt á lögregluna,“ segir Guðný. Næstu dagar segir Guðný að hafi verið í móðu. Hún hafi setið heima hjá sér og starað út í loftið í fjóra daga að ná sér niður af efnunum. „Systir mín lýsti því þannig að ég væri alveg farin. Ég gat auðvitað mjög lítið borðað, var aum í líkamanum og það var erfitt fyrir mig að liggja og hvílast.“ Viðurkenndi að hafa gert mistök Viku eftir atvikið talaði Guðný við manninn í síma. „Í því segir hann við mig að þetta hafi verið mistök. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að gefa mér aftur, hann viðurkennir það alveg og gefur mér nafnið á svefnlyfinu sem hann gaf mér,“ segir Guðný. Hún segir hann hins vegar hafa reynt að snúa samtalinu þannig að sökin væri hennar. Guðný var marin og blá á öxlunum.Aðsend „Hann segir við mig: Þú veist ekki hversu miklar áhyggjur ég hafði af þér, þú hefðir getað verið dauð. Það er svo skrítið hvernig hann tengir það saman að ég tali ekki við hann í tólf klukkutíma og ég sé dauð. Hann er að reyna að snúa þessu þannig að þetta hafi ekki farið eins og hann hélt þetta ætti að fara. Hann taki fulla ábyrgð, þetta hafi verið mistök af hans hálfu, hann skammist sín en líka að hann hafi verið orðinn ofboðslega hrifinn af mér, orðið hræddur um mig, hafi ekki getað sofið og ekki getað gert þetta og hitt,“ segir Guðný. „Ég hugsaði bara: Þú skilur manneskju eftir, uppdópaða með fullt af áverkum og þér dettur ekki einu sinni í hug að fara með mig upp á spítala. Þá spyr maður sig hver er raunverulega ástæðan fyrir því.“ „Svo segir hann að lögreglan hafi komið fram við hann eins og einhvern glæpamann, það hafi aldrei verið talað við hann svona áður og var að kenna mér um hvernig lögreglan talaði við hann. Eitthvað sem ég hef enga stjórn á. Allt til að láta mér líða illa yfir því hvernig honum leið.“ „Svona gerist bara, svona kemur fyrir fólk“ Síðdegis á mánudeginum, daginn eftir heimsóknina á neyðarmóttökuna, hafi réttargæslumaður verið látinn vita af málinu, á þriðjudeginum verið pantaður tími fyrir hana til að gefa skýrslu og á miðvikudeginum hafi hún mætt til skýrslutöku til að kæra brotið. „Þannig að það lítur út eins og ég hafi verið að hugsa mig um eða eitthvað en í raun og veru var þetta eins hratt og við gátum gert þetta miðað við aðstæður,“ segir Guðný. „Miðvikudagurinn var fyrsti dagurinn sem ég grét en svo hugsaði ég bara: Lífið er bara svona. Svona gerist bara, svona kemur fyrir fólk og ég þarf bara að díla við þetta. Svo fór ég í doða og í tvær vikur var ég ekki að meðtaka hvað kom fyrir mig, hafði engan skilning á hversu alvarlegt þetta var og hversu mikið áfall þetta var. Svo kom óttinn og biðin eftir því að hann yrði kallaður í skýrslutöku,“ segir Guðný. Rannsóknin strandaði á skýrslutöku Í skýrslutökunni hafi Guðnýju verið tjáð að það tæki einn eða tvo mánuði að boða manninn til skýrslutöku. Mannekla og heimsfaraldur hægðu á úrvinnslunni og málið hennar væri ekki í forgangi, þar sem það var flokkað sem gamalt mál. Ástæða þess var að hún hafi ekki kært brotið fyrr en þremur dögum eftir að það gerðist. Öll gögn hafi verið komin frá neyðarmóttöku til lögreglu 8. október, sex dögum eftir atvikið en ekkert heyrst frá lögreglu um málið svo vikum skipti. Guðný hröklaðist úr starfi af ótta við að hitta manninn í vinnunni eða hann birtist þar óboðinn.Vísir/Helgi Ómarsson „Ég hringi í byrjun febrúar og fæ að tala við konuna sem er að rannsaka málið mitt og hún segir bara við mig að af því að ég gaf ekki skýrslu strax á neyðarmóttökunni þá fer þetta neðst í bunkann og verði unnið þegar tími gefst. Það var mikið áfall og mér þótti þetta ótrúlega skrítið allt saman,“ segir Guðný. Hún segir að í lok febrúar hafi hún bókað tíma hjá lögreglufulltrúanum í Bjarkarhlíð sem hafi greint henni frá því að rannsóknin væri komin mjög langt. Tæknideild væri búin að fara yfir öll gögn og það eina sem eftir væri, væri að boða manninn í skýrslutöku. Þingmanni misbauð kerfið Guðný segist hafa upplifað sig máttlausa gagnvart kerfinu á þessum tímapunkti og greip á það ráð að hafa samband við Gísla Rafn Ólafsson þingmann Pírata vegna málsins. „Ég sagði honum söguna mína því ég veit að hann hefur sjálfur reynslu af réttarkerfinu og hann spurði hvort hann mætti tala um þetta á Alþingi. Honum misbauð kerfið eins og mér. Það fer í loftið og mér líður eins og ég hafi tvær mínútur af rödd, fannst allt í einu eins og ég gæti sagt eitthvað og náð til fleiri en bara til systra minna og vinkvenna.“ Hún segir að henni hafi verið bent á að kvarta formlega yfir því hve rannsókn máls hennar gengi hægt og svo fór að hún fékk fund með yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglu. „Ég lýsi því að fyrir mér er þetta stórhættulegur maður. Ef hann getur brotið svona á mér og látið eins og ekkert sé og heldur bara áfram með lífið, það er ekkert eðlilegt við það. Lífið mitt eins og ég þekki það er búið. Ég er kona sem átti heima lengi út í London og ferðaðist um allan heim ein og gerði það sem mig langaði að gera. Núna get ég ekki einu sinni labbað Laugaveginn án þess að finnast ég óörugg eða eiga á hættu á að hitta hann. Ég vil ekki lifa í þessum ótta lengur og hann þarf að taka ábyrgð á því sem hann hefur gert,“ segir Guðný. „Þolinmæði mín er búin. Mér finnst óásættanlegt að ég fái svör um að „þú hafir átt að“ þegar ábyrgðin er ekki á mér. Ef ég er ekki í standi til að gefa þessa einu skýrslu, sem ég hef rétt á að gefa í öllu málinu, þá er mjög ósanngjarnt að segja „já ókei, varstu svona dópuð, þá skoðum við þetta bara seinna“. En það var ekki einu sinni út af mér, það var partur af brotinu.“ „Ef ég set málið þitt í forgang þarf einhver annar að bíða“ Yfirmaður kynferðisbrotadeildar hafi tjáð henni að farið yrði í að boða manninn til skýrslutöku bráðlega. Hún hafi hins vegar svarað því að það væri ekki nógu gott. „Bráðum þýðir ekkert fyrir mér. Nú er ég búin að bíða í fimm og hálfan mánuð. Það er ofboðslega langur tími til að bíða eftir að málið manns fari áfram í kerfinu og hann lofar að boða hann til skýrslutöku innan tveggja vikna,“ segir Guðný. „Hann segir að hann muni setja málið mitt í forgang, sem ég er mjög sátt með, en með því fylgdi setningin: Ef ég set málið þitt í forgang þarf einhver annar að bíða. Og ég svara bara að ég sé búin að bíða. Það þýðir ekkert að setja samviskubit á mig. Það vilja allir berjast fyrir sínu. Það er ömurlegt að þessi deild nái ekki utan um öll þessi brot sem eru að gerast. Það er hörmulegt og það er líka hörmulegt að standa í þessum sporum, að sitja á fundi og segja: Hey, nú verður eitthvað að gerast. Í alla staði er þetta erfið upplifun af kerfinu,“ segir Guðný. Fundurinn með yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglu fór fram á föstudegi og Guðný segir að strax mánudaginn eftir hafi maðurinn verið boðaður í skýrslutöku. Guðný segist hafa viljað segja sína sögu vegna þess að fólk í kringum hana haldi að þetta sé ekki fyrsta sinn sem maðurinn hafi brotið af sér með þessum hætti. „Þá fór ég að hugsa hvernig ég gæti komið þeim skilaboðum frá mér að þessi maður er hættulegur,“ segir Guðný. „Hann hafði val þarna og hann kaus að gera þetta“ Hún segist enn hugsa um það hvers vegna maðurinn fór með hana inn í herbergi, þegar hún var svo illa stödd vegna fíkniefnanna. „Af hverju fór hann ekki með mig inn í stofu, opnaði glugga, gaf mér vatnsglas og hjálpaði mér í gegn um þetta? Hann tók ákvörðun á þessum tímapunkti, með mig í þessu ástandi, að gera það sem hann gerði. Það er bara þannig. Hann hafði val þarna og hann kaus að gera þetta.“ Guðný segir atvikið hafa haft gríðarleg áhrif á sig á sitt líf. Hún hafi áður verið virk í félagslífinu, farið reglulega út að borða með vinkonum sínum, í brönsa og út að skemmta sér. Hún hafi verið virk í að deita og kynnast nýju fólki. „Mér fannst gaman að fara út og njóta lífsins en eftir þetta hætti það allt saman af því að ég hugsaði alltaf að hann gæti komið hvenær sem er og ég var ekki tilbúin að takast á við það. Mér finnst ég hvergi örugg og finnst ég ekki geta treyst fólki. Ég bý sjálf í miðbænum vitandi það að hann er ofboðslega mikið þar á öllum mögulegum stöðum. Mér fannst ég vera fangi á heimilinu mínu,“ segir Guðný. Sat í bílnum fyrir framan vinnustaðinn og grét Í kjölfar atviksins var Guðný frá vinnu í tvær vikur en mætti aftur í tvo daga. Guðný vann þá sem verslunarstjóri tveggja verslana, í Kringlunni og Smáralind. Hún segir að maðurinn hafi starfað við hliðina á Smáralind og farið í líkamsrækt í Kringlunni og hún hafi kviðið því að mæta honum eða að hann mætti á vinnustaðinn hennar. Guðný beið í fimm og hálfan mánuð eftir að meintur ofbeldismaður hennar yrði boðaður til skýrslutöku.Vísir/Helgi Ómarsson „Ég man að einn daginn sat ég bara í bílnum fyrir utan Kringluna og grét. Ég fór í kjölfarið í veikindaleyfi og fór í fulla vinnu við að vinna úr þessu áfalli með áfallateyminu á neyðarmóttökunni,“ segir Guðný. Hún hefur nú skipt um vinnu vegna álagsins sem fylgdi því að maðurinn væri í vinnu og líkamsrækt í kring um vinnustað hennar. Vonar að málið fari fyrir dómstóla Hún segist þó heppin með vini og vandamenn, sem haldi vel utan um hana. „Kjarninn er sá að hann tók ákvörðun og hann braut á mér. Hvað sem gerðist fyrir það skiptir ekki máli. Þarna hefði hann getað gert eitthvað annað en hann kaus þetta.“ Hún segist vona að málið fari fyrir dómstóla og næg sönnunargögn liggi fyrir til að sakfella manninn. „Ég er bara að bíða eftir að málið verði sent til ákæruvaldsins til meðferðar. Ég vona að það fari alla leið.“ Blaðamaður ræddi við manninn sem um ræðir vegna málsins en hann vildi ekki láta hafa neitt eftir sér að svo stöddu.
MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira