Lífið

Joe Exotic sækir um skilnað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Joe Exotic afplánar nú 21 árs fangelsisdóm í Fort Worth í Texas.
Joe Exotic afplánar nú 21 árs fangelsisdóm í Fort Worth í Texas. Netflix

Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta.

Hjónin hafa ekki talast á í um eitt ár eftir að Passage sagðist vilja losna úr sambandinu og lifa lífinu. Hann hótaði að sækja um skilnað þá en stóð ekki við orð sín.

Þeir giftu sig í desember árið 2017, einungis tveimur mánuðum eftir að Travis Maldonado, fyrrum eiginmaður Exotic, lést af slysförum. Þeir höfðu verið giftir í tæp fjögur ár en Maldonado var einungis 19 ára þegar þeir gengu í hjónaband.

Exotic, sem heitir réttu nafni Joseph Maldonado-Passage, situr enn í fangelsi eftir að hafa hlotið 21 árs dóm fyrir að hafa ráðið leigumorðingja til að drepa aðgerðasinnann Carole Baskin. Maðurinn sem Exotic réði til að koma Carole fyrir kattarnef sveik hann og stakk af með greiðsluna.

Fyrr á árinu stytti alríkisdómari dóm hans um eitt ár en Exotic vill losna úr fangelsi þar sem hann er með krabbamein og segist ekki vilja deyja á bak við lás og slá.

Þættirnir Tiger King: Murder, Mayhem and Madness fjalla um líf Exotic á tígrisdýrabúgarðinum sem var í hans eigu áður en hann var dæmdur í fangelsi. Þættirnir slógu í gegn og hefur verið gerð önnur þáttaröð um hann á meðan hann situr enn inni. Báðar þáttaraðirnar má finna á Netflix.


Tengdar fréttir

Joe Exotic sækir um skilnað

Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta.

Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King

Yfir­völd í Okla­homa í Banda­ríkjunum gerðu í dag rassíu á dýra­garði tígri­s­kóngsins Jeff Lowe sem Net­flix-heimilda­þættirnir vin­sælu Tiger King fjölluðu um. Sam­kvæmt til­kynningu yfir­valda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×