Ótækt að innheimtufyrirtæki græði á skuldavanda borgarbúa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2022 13:09 Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur til að Reykjavíkurborg hætti að nota innheimtufyrirtæki og taki upp manneskjulegri nálgun. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir harðlega að Reykjavíkurborg noti innheimtufyrirtæki til að innheimta reikninga og gjöld. Það sé ómanneskjuleg aðferð sem auki á vanda fólks í fátækt. Í gær fékk Sanna svar við fyrirspurn sinni í borgarráði en hún spurðu hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtuferli frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022. Svarið kom henni í opna skjöldu en 58.800 reikningar borgarbúa voru sendir í innheimtuferli á þessu tímabili. Sanna hafði áður gert svipaða fyrirspurn og þegar allt er tekið saman þá hafa 107.384 reikningar farið í innheimtuferli frá 1. janúar 2018 til 2. febrúar 2022. Af þeim fóru 7.667 í löginnheimtu. „Þetta er svo rosalegt af því að þegar þú átt ekki fyrir reikningum, þegar þú ert fátækur og getur ekki greitt þá er þetta peningur sem bætist ofan á reikninginn. Það er svo harkalegt að borgin sé að nota innheimtufyrirtæki til að reyna að fá fátæka borgarbúa til að greiða fyrir reikninga og við erum að tala um gjöld í skólum eins og fyrir mataráskrift barna, leikskólagjöld, gjöld á skóla-og frístundasviði.“ Fyrirtæki í eigu borgarinnar eins og Orkuveitan og Félagsbústaðir nota líka innheimtufyrirtæki. „Sumarið 2020 var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum út af vanskilum. Þannig að þetta er þessi grunnþjónusta sem við erum að tala um. Það er mjög mikilvægt að borgin sé með manneskjulegar aðferðir þegar hún er að innheimta reikninga þannig að þetta sé ekki svona harkalegt og innheimtufyrirtæki séu ekki að hagnast á skuldavanda borgarbúa.“ Það sé ekki forsvaranlegt að Reykjavíkurborg útvisti verkefninu til innheimtufyrirtækja. Það sé aðeins til að auka á vanda fólks sem skuldi. „Einu sinni var Reykjavíkurborg með þetta innanhús og ég er með tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja og færi það inn á sitt svið og verði með lausnir sem hentar borgarbúum í viðkvæmri fjárhagslegri og félagslegri stöðu af því að það hjálpar engum að vera með þessar harkalegu aðferðir. Þetta verður að snjóbolta sem bara rúllar og rúllar og rúllar.“ Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Í gær fékk Sanna svar við fyrirspurn sinni í borgarráði en hún spurðu hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtuferli frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022. Svarið kom henni í opna skjöldu en 58.800 reikningar borgarbúa voru sendir í innheimtuferli á þessu tímabili. Sanna hafði áður gert svipaða fyrirspurn og þegar allt er tekið saman þá hafa 107.384 reikningar farið í innheimtuferli frá 1. janúar 2018 til 2. febrúar 2022. Af þeim fóru 7.667 í löginnheimtu. „Þetta er svo rosalegt af því að þegar þú átt ekki fyrir reikningum, þegar þú ert fátækur og getur ekki greitt þá er þetta peningur sem bætist ofan á reikninginn. Það er svo harkalegt að borgin sé að nota innheimtufyrirtæki til að reyna að fá fátæka borgarbúa til að greiða fyrir reikninga og við erum að tala um gjöld í skólum eins og fyrir mataráskrift barna, leikskólagjöld, gjöld á skóla-og frístundasviði.“ Fyrirtæki í eigu borgarinnar eins og Orkuveitan og Félagsbústaðir nota líka innheimtufyrirtæki. „Sumarið 2020 var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum út af vanskilum. Þannig að þetta er þessi grunnþjónusta sem við erum að tala um. Það er mjög mikilvægt að borgin sé með manneskjulegar aðferðir þegar hún er að innheimta reikninga þannig að þetta sé ekki svona harkalegt og innheimtufyrirtæki séu ekki að hagnast á skuldavanda borgarbúa.“ Það sé ekki forsvaranlegt að Reykjavíkurborg útvisti verkefninu til innheimtufyrirtækja. Það sé aðeins til að auka á vanda fólks sem skuldi. „Einu sinni var Reykjavíkurborg með þetta innanhús og ég er með tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja og færi það inn á sitt svið og verði með lausnir sem hentar borgarbúum í viðkvæmri fjárhagslegri og félagslegri stöðu af því að það hjálpar engum að vera með þessar harkalegu aðferðir. Þetta verður að snjóbolta sem bara rúllar og rúllar og rúllar.“
Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira