Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 2. apríl 2022 21:15 Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. Þeir Arnar Þór Jónsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp í gær sem snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. „Við bara teljum það að þessi tími sé liðinn. Að þetta sé ógagnsætt kerfi. Þannig við viljum heiðra listamenn en við teljum að þessi takmörkuðu heiðurslaun séu ekki rétta aðferðin til þess,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríkið launar listamönnum vinnu sína. Almenn listamannalaun, sem fjöldi listamanna sækir um árlega. Og síðan heiðurslaunin en þau geta allt að 25 listamenn fengið úthlutuð og eru tryggð allt til dauðadags. Þeir eru nú 23 sem eru á heiðurslaunum. Þessir 23 listamenn fá heiðurslaun.Stöð 2 Vilhjálmur segir mikilvægt að halda áfram að heiðra listamenn en að greiða þeim föst laun út ævina sé ekki rétt leið. Arfavitlaus hugmynd Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hefur þetta að segja um hugmynd Sjálfstæðismanna: „Hún er náttúrulega afleit. Þetta er engin lausn. Þetta slær mig svona eins og menn hafi stokkið svona inn í rými til að gera sig gildandi og breiða.“ Hann segir margt fínt í gagnrýni þingmannanna á kerfið sjálft. „Þetta er allt bara svona umræða sem er góð og gagnleg en að einhvern veginn slá bara pennastriki yfir þetta í dag vegna þess að það má gera betur - Það er bara afleit hugmynd og arfavitlaus,“ segir hann. Hann vill frekar efla veg og virðingu heiðurslaunakerfisins. „Þannig að fólk bæri virðingu fyrir þessu og þetta yrði sýnilegt. Einmitt kannski vandræðagangurinn allur í kring um þetta gerir þetta þess vegna kannski svona viðkvæmt fyrir popúlískum árásum,“ segir Erling Vilhjálmur segist ekki vera andstæðingur listamanna og óttast ekki að vera úthrópaður sem slíkur vegna frumvarpsins. „Listamenn eru sjálfstæðir í sinni list og túlka margt í sinni list og ég er sjálfstæður í minni pólitík,“ segir hann. Listamannalaun Alþingi Menning Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þeir Arnar Þór Jónsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp í gær sem snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. „Við bara teljum það að þessi tími sé liðinn. Að þetta sé ógagnsætt kerfi. Þannig við viljum heiðra listamenn en við teljum að þessi takmörkuðu heiðurslaun séu ekki rétta aðferðin til þess,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríkið launar listamönnum vinnu sína. Almenn listamannalaun, sem fjöldi listamanna sækir um árlega. Og síðan heiðurslaunin en þau geta allt að 25 listamenn fengið úthlutuð og eru tryggð allt til dauðadags. Þeir eru nú 23 sem eru á heiðurslaunum. Þessir 23 listamenn fá heiðurslaun.Stöð 2 Vilhjálmur segir mikilvægt að halda áfram að heiðra listamenn en að greiða þeim föst laun út ævina sé ekki rétt leið. Arfavitlaus hugmynd Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hefur þetta að segja um hugmynd Sjálfstæðismanna: „Hún er náttúrulega afleit. Þetta er engin lausn. Þetta slær mig svona eins og menn hafi stokkið svona inn í rými til að gera sig gildandi og breiða.“ Hann segir margt fínt í gagnrýni þingmannanna á kerfið sjálft. „Þetta er allt bara svona umræða sem er góð og gagnleg en að einhvern veginn slá bara pennastriki yfir þetta í dag vegna þess að það má gera betur - Það er bara afleit hugmynd og arfavitlaus,“ segir hann. Hann vill frekar efla veg og virðingu heiðurslaunakerfisins. „Þannig að fólk bæri virðingu fyrir þessu og þetta yrði sýnilegt. Einmitt kannski vandræðagangurinn allur í kring um þetta gerir þetta þess vegna kannski svona viðkvæmt fyrir popúlískum árásum,“ segir Erling Vilhjálmur segist ekki vera andstæðingur listamanna og óttast ekki að vera úthrópaður sem slíkur vegna frumvarpsins. „Listamenn eru sjálfstæðir í sinni list og túlka margt í sinni list og ég er sjálfstæður í minni pólitík,“ segir hann.
Listamannalaun Alþingi Menning Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira