Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2022 23:02 Úkraínumenn náðu fjölmörgum svæðum í grennd við Kænugarð aftur á sitt vald í dag. Til að mynda bæinn Bucha, þar sem Rússar hafa drepið ótal almenna borgara. AP Photo/Vadim Ghirda Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í á sjöttu viku en Úkraínumenn virðast nokkuð upplitsdjarfir. Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Úkraínuforseta, segir hersveitir nærri Kænugarði nú hafa náð yfir þrjátíu bæjum og þorpum á sitt vald á ný - og að tekist hafi að hemja ásókn Rússa úr austri. Mjög hart verði þó barist í austur- og suðurhéruðum Úkraínu á komandi dögum, einkum í hinni stríðshrjáðu Maríupól. Samkomulag náðist um sjö mannúðarhlið út úr borgum Úkraínu í dag og þá freistaði Rauði krossinn þess enn einu sinni að bjarga fólki frá Maríupól. Tilraun til þess mistókst í gær - en úkraínsk stjórnvöld segjast þó hafa komið 3000 manns út úr borginni í gær. Þá eru rússneskir hermenn sagðir hafa gert stórskotaliðsárásir í úkraínsku borginni Enerhodar, þar sem finna má stærsta kjarnorkuver í Evrópu. Bæði borgin og kjarnorkuverið hafa verið á valdi Rússa síðan 4. mars. Úkraínska kjarnorkamálastofnunin segir íbúa í borginni hafa verið samankomna á friðsamlegum mótmæla gegn stríðinu þegar Rússar réðust á þá. Þá eru nú minnst 35 sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv en björgunarfólk hélt áfram leit í rústunum í dag. Páfi kallaði Pútín pótintáta Frans páfi, sem nú er staddur í Möltu, segist nú íhuga heimsókn til Kænugarðs. Hann var gagnrýninn sem aldrei fyrr í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í ávarpi í dag - og lýsti innrásinni sem villimannslegri. „Enn á ný er einhver pótintáti, sem því miður er fastur í úreltum þjóðerniskröfum, að hvetja og efna til ófriðar þótt venjulegt fólk finni þörfina á að byggja upp framtíð sem verður annað hvort sameiginleg eða verður alls ekki,“ sagði Frans páfi í ávarpi. Innrás Rússa í Úkraínu Páfagarður Úkraína Rússland Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í á sjöttu viku en Úkraínumenn virðast nokkuð upplitsdjarfir. Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Úkraínuforseta, segir hersveitir nærri Kænugarði nú hafa náð yfir þrjátíu bæjum og þorpum á sitt vald á ný - og að tekist hafi að hemja ásókn Rússa úr austri. Mjög hart verði þó barist í austur- og suðurhéruðum Úkraínu á komandi dögum, einkum í hinni stríðshrjáðu Maríupól. Samkomulag náðist um sjö mannúðarhlið út úr borgum Úkraínu í dag og þá freistaði Rauði krossinn þess enn einu sinni að bjarga fólki frá Maríupól. Tilraun til þess mistókst í gær - en úkraínsk stjórnvöld segjast þó hafa komið 3000 manns út úr borginni í gær. Þá eru rússneskir hermenn sagðir hafa gert stórskotaliðsárásir í úkraínsku borginni Enerhodar, þar sem finna má stærsta kjarnorkuver í Evrópu. Bæði borgin og kjarnorkuverið hafa verið á valdi Rússa síðan 4. mars. Úkraínska kjarnorkamálastofnunin segir íbúa í borginni hafa verið samankomna á friðsamlegum mótmæla gegn stríðinu þegar Rússar réðust á þá. Þá eru nú minnst 35 sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv en björgunarfólk hélt áfram leit í rústunum í dag. Páfi kallaði Pútín pótintáta Frans páfi, sem nú er staddur í Möltu, segist nú íhuga heimsókn til Kænugarðs. Hann var gagnrýninn sem aldrei fyrr í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í ávarpi í dag - og lýsti innrásinni sem villimannslegri. „Enn á ný er einhver pótintáti, sem því miður er fastur í úreltum þjóðerniskröfum, að hvetja og efna til ófriðar þótt venjulegt fólk finni þörfina á að byggja upp framtíð sem verður annað hvort sameiginleg eða verður alls ekki,“ sagði Frans páfi í ávarpi.
Innrás Rússa í Úkraínu Páfagarður Úkraína Rússland Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira