Yfirmaður HM í Katar tók Lise á eintal eftir þrumuræðuna hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 08:30 Lise Klaveness gengur til sætis síns eftir ræðuna á ársþingi FIFA. AP/Hassan Ammar Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, vakti athygli fyrir ræðu sína á Ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins á dögunum þar sem hún gagnrýndi harðlega að heimsmeistarakeppnin færi fram í Katar. Klaveness er nýtekin við sem yfirmaður norska sambandsins og nýtti tækifærið á þinginu til að lýsa sinni sterku skoðun á því sem er í ólagi í Katar eins og hvað varðar mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Hún sagði það óásættanlegt að FIFA hafi látið Katar fá keppnina árið 2010. Klaveness notaði meðal annars líkindamálið að mannréttindi, jafnrétti, lýðræði, allt lykilatriði fyrir fótboltann, hafi ekki verið í byrjunarliðinu fyrr en mörgum árum seinna. Þessi atriði hafi aðeins fengið að koma inn á völlinn efitr mikla pressu utan frá. Lise Klaveness kom med skarp kritikk mot FIFA-toppene på torsdagens FIFA-kongress i Qatar.Se hele talen på https://t.co/oz9Fryjwa3! pic.twitter.com/dvm8SSKfmc— TV 2 Sport (@tv2sport) March 31, 2022 Klaveness sagði norskum fjölmiðlum frá því að Hassan Al Thawadi, yfirmaður HM í Katar, hafi tekið hana á eintal eftir ræðuna. „Hann kom til mín og sagði að ég hefði átt að hitta hann undir fjögur augu í Katar áður en ég steig upp í pontu eða kannski hefði ég ekki átt að fara þangað yfir höfuð. Hann var á því að svona gagnrýni ætti að koma fram í samtali milli manna en ekki í ræðu á ársþingi,“ sagði Lise Klaveness sem sagði að það hafi þó farið ágætlega með þeim. Lise Klaveness, the Norwegian who rocked Fifa: It s our job to push further https://t.co/EvRcheQgD0— The Guardian (@guardian) April 1, 2022 Klaveness hélt næstum því sex mínútna ræðu þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina að láta Katar fá HM. „Hann vildi tala við mig og var vonsvikinn. Ég sagði að markmið mitt hafi ekki verið að gagnrýna sambandið hans sem slíkt heldur ákvörðun FIFA en hann hélt því fram að þetta hafi verið mjög skaðlegt fyrir undirbúningsnefnd keppninnar,“ sagði Klaveness. After 2hrs of procedure & speeches packed w/ vacuous phrases about football s power, Norway FA pres Lise Klaveness delivers a powerful & personal call for inclusion, reparations for dead workers & defending human rights. A guy from Honduran FA then basically tells her to shut up. pic.twitter.com/I6MD0uE0o5— Matt Slater (@mjshrimper) March 31, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira
Klaveness er nýtekin við sem yfirmaður norska sambandsins og nýtti tækifærið á þinginu til að lýsa sinni sterku skoðun á því sem er í ólagi í Katar eins og hvað varðar mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Hún sagði það óásættanlegt að FIFA hafi látið Katar fá keppnina árið 2010. Klaveness notaði meðal annars líkindamálið að mannréttindi, jafnrétti, lýðræði, allt lykilatriði fyrir fótboltann, hafi ekki verið í byrjunarliðinu fyrr en mörgum árum seinna. Þessi atriði hafi aðeins fengið að koma inn á völlinn efitr mikla pressu utan frá. Lise Klaveness kom med skarp kritikk mot FIFA-toppene på torsdagens FIFA-kongress i Qatar.Se hele talen på https://t.co/oz9Fryjwa3! pic.twitter.com/dvm8SSKfmc— TV 2 Sport (@tv2sport) March 31, 2022 Klaveness sagði norskum fjölmiðlum frá því að Hassan Al Thawadi, yfirmaður HM í Katar, hafi tekið hana á eintal eftir ræðuna. „Hann kom til mín og sagði að ég hefði átt að hitta hann undir fjögur augu í Katar áður en ég steig upp í pontu eða kannski hefði ég ekki átt að fara þangað yfir höfuð. Hann var á því að svona gagnrýni ætti að koma fram í samtali milli manna en ekki í ræðu á ársþingi,“ sagði Lise Klaveness sem sagði að það hafi þó farið ágætlega með þeim. Lise Klaveness, the Norwegian who rocked Fifa: It s our job to push further https://t.co/EvRcheQgD0— The Guardian (@guardian) April 1, 2022 Klaveness hélt næstum því sex mínútna ræðu þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina að láta Katar fá HM. „Hann vildi tala við mig og var vonsvikinn. Ég sagði að markmið mitt hafi ekki verið að gagnrýna sambandið hans sem slíkt heldur ákvörðun FIFA en hann hélt því fram að þetta hafi verið mjög skaðlegt fyrir undirbúningsnefnd keppninnar,“ sagði Klaveness. After 2hrs of procedure & speeches packed w/ vacuous phrases about football s power, Norway FA pres Lise Klaveness delivers a powerful & personal call for inclusion, reparations for dead workers & defending human rights. A guy from Honduran FA then basically tells her to shut up. pic.twitter.com/I6MD0uE0o5— Matt Slater (@mjshrimper) March 31, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira