Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2022 16:09 Alan Talib er eigandi Cromwell Rugs ehf.. Aðsend Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. Í ákvörðun Neytendastofu segir að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsinga sem Cromwell Rugs birti ítrekað í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Félagið auglýsti þar handofin persnesk teppi og hélt því fram að um væri að ræða „krísu-útrýmingarsölu“. Í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 21. desember kom ekki fram hvert verðið á teppunum væri, einungis að það væri á enn meiri afslætti en það var áður. Stórt X var yfir upprunalega verðinu og gamla afsláttarverðinu. Þá sagði einnig að vöruhúsið væri einungis opið næstu þrjá daga. Neytendastofa gerði athugasemd við þessar fullyrðingar ásamt því að óska eftir sönnun á upprunalegu verði teppanna. Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. desember síðastliðinn. Morgunblaðið Töldu auglýsingar ekki varða reglugerðina Í 17. grein laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins er kveðið á um að fyrirtæki sem selji vörur og þjónustu til neytenda skuli merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. Cromwell Rugs túlkaði ákvæðið sem svo að það gilti ekki um auglýsingar. Í svari Cromwell til Neytendastofu er því haldið fram að fullyrðingin um þriggja daga opnun væri sönn þrátt fyrir að vöruhúsið hafi opnað að nýju. Til stóð að færa teppin til Akureyrar og opna verslun þar en ekki náðust samningar við staðarblöð um auglýsingar og því hafi verið hætt við opnunina. Þá var ákveðið opna verslunina aftur í Reykjavík. Fullyrðingin hafi því verið byggð á bestu mögulegu upplýsingum á þeim tíma. Fengu fólk til að taka skyndiákvörðun Samkvæmt niðurstöðum Neytendastofu braut Cromwell Rugs lög með því að birta ekki endanlegt verð teppanna og einnig með því að halda því ranglega fram að félagið væri um það bil að hætta verslun. Með því hafi fyrirtækið blekkt neytendur til að taka skyndiákvörðun um kaupin. Cromwell Rugs er því gert að greiða stjórnvaldssekt að einni milljón króna vegna brotsins. Þá er fyrirtækinu einnig bannað að viðhafa viðskiptahættina sem eru tilgreindir í ákvörðuninni. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Í ákvörðun Neytendastofu segir að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsinga sem Cromwell Rugs birti ítrekað í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Félagið auglýsti þar handofin persnesk teppi og hélt því fram að um væri að ræða „krísu-útrýmingarsölu“. Í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 21. desember kom ekki fram hvert verðið á teppunum væri, einungis að það væri á enn meiri afslætti en það var áður. Stórt X var yfir upprunalega verðinu og gamla afsláttarverðinu. Þá sagði einnig að vöruhúsið væri einungis opið næstu þrjá daga. Neytendastofa gerði athugasemd við þessar fullyrðingar ásamt því að óska eftir sönnun á upprunalegu verði teppanna. Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. desember síðastliðinn. Morgunblaðið Töldu auglýsingar ekki varða reglugerðina Í 17. grein laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins er kveðið á um að fyrirtæki sem selji vörur og þjónustu til neytenda skuli merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. Cromwell Rugs túlkaði ákvæðið sem svo að það gilti ekki um auglýsingar. Í svari Cromwell til Neytendastofu er því haldið fram að fullyrðingin um þriggja daga opnun væri sönn þrátt fyrir að vöruhúsið hafi opnað að nýju. Til stóð að færa teppin til Akureyrar og opna verslun þar en ekki náðust samningar við staðarblöð um auglýsingar og því hafi verið hætt við opnunina. Þá var ákveðið opna verslunina aftur í Reykjavík. Fullyrðingin hafi því verið byggð á bestu mögulegu upplýsingum á þeim tíma. Fengu fólk til að taka skyndiákvörðun Samkvæmt niðurstöðum Neytendastofu braut Cromwell Rugs lög með því að birta ekki endanlegt verð teppanna og einnig með því að halda því ranglega fram að félagið væri um það bil að hætta verslun. Með því hafi fyrirtækið blekkt neytendur til að taka skyndiákvörðun um kaupin. Cromwell Rugs er því gert að greiða stjórnvaldssekt að einni milljón króna vegna brotsins. Þá er fyrirtækinu einnig bannað að viðhafa viðskiptahættina sem eru tilgreindir í ákvörðuninni. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03
Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50