Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. apríl 2022 12:01 Hér til vinstri sést Sindri ásamt úkraínskri konu sinni á flótta frá landinu en hægra megin er mynd sem hefur farið víða í erlendum fjölmiðlum af gröf bæjarstjórans í Motishin. aðsend/ap/Efrem Lukatsky Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum í um þrjú ar. Þau bjuggu í úthverfi Kænugarðs en voru að byggja sér hús í litlum bæ, Motishin, skammt frá höfuðborginni. Gekk fram hjá húsinu okkar daglega Það er einn þeirra bæja sem Rússar hafa horfið frá og greindu fjölmiðlar frá því í gær að borgarstjórinn, Olga, hefði fundist þar látin ásamt fjölskyldu sinni. „Þessi Olga heitin hún var að hjálpa okkur mikið með alla pappírsvinnu, og ganga frá öllu og gekk fram hjá húsinu okkar daglega kvölds og morgna þegar hún fór í og úr vinnu. Þannig að við heilsuðum henni alla daga sem við hittum hana þarna,“ segir Sindri. Hann kemur varla orðum að því hversu sárar fréttir síðustu daga hafa verið en þau hjónin fóru gjarnan til bæjarins Bucha og versluðu þar. Þar hefur fjöldi almennra borgara fundist látinn eftir hernám Rússa. „Þetta er í raun og veru ólýsanlegt. Maður trúir því bara ekki að mannvonskan sé svona,“ segir Sindri. Þau hjónin flúðu Kænugarð á fyrstu dögum stríðsins og komu til Íslands eftir um mánaðarlangt ferðalag. Við ræddum við Sindra á fyrstu dögum stríðsins þegar þau voru að koma sér frá Úkraínu: Sindri segir mikla mildi að þau hafi ekki verið flutt inn í hús sitt í Motishin því þá hefðu þau ólíklega flúið land. Bærinn er pínulítill og var ekki hertekinn strax. Þau hefðu talið bæinn öruggan stað. Telur að þau hefðu sjálf verið á meðal fórnarlamba „Og lukkan okkar, segi ég, við ætluðum að vera flutt þarna í desember í þorpið. Svo varð svona hökt á framkvæmdum þannig við vorum ekki flutt,“ segir Sindri sem telur líklegt að þau fjölskyldan væru ekki á lífi í dag ef þau hefðu flutt inn í húsið á réttum tíma. Gröf Olgu, eiginmanns hennar og sonar. Með þeim liggur annar bæjarbúi. ap/efrem lukatsky Myndir af gröf bæjarstjórans hafa birst á erlendum miðlum en fimm lík hafa fundist í bænum. „Það er náttúrulega fleira fólk en bæjarstjórinn sem þeir tóku og fóru með út í skóg og eins víst að við hefðum verið í þeim hópi því að útlendingar eru ekki vinsælir hjá þeim ef við hefðum verið þarna,“ segir Sindri. Þau hjónin búa nú á æskuslóðum hans í Mýrdal og bíða af sér hörmungarnar en eru staðráðinn í að fara aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur og taka þátt í að byggja bæinn Motishin upp á ný. „Þegar stríðinu lýkur verður nú einhver bið á að það verði búið að hreinsa. Ég get ekki farið með fjölskyldu í þetta eins og þetta lítur út í dag. Við stefnum á að fara til baka og taka þátt í uppbyggingu á þorpinu og reyna að koma öllu svona í horf.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum í um þrjú ar. Þau bjuggu í úthverfi Kænugarðs en voru að byggja sér hús í litlum bæ, Motishin, skammt frá höfuðborginni. Gekk fram hjá húsinu okkar daglega Það er einn þeirra bæja sem Rússar hafa horfið frá og greindu fjölmiðlar frá því í gær að borgarstjórinn, Olga, hefði fundist þar látin ásamt fjölskyldu sinni. „Þessi Olga heitin hún var að hjálpa okkur mikið með alla pappírsvinnu, og ganga frá öllu og gekk fram hjá húsinu okkar daglega kvölds og morgna þegar hún fór í og úr vinnu. Þannig að við heilsuðum henni alla daga sem við hittum hana þarna,“ segir Sindri. Hann kemur varla orðum að því hversu sárar fréttir síðustu daga hafa verið en þau hjónin fóru gjarnan til bæjarins Bucha og versluðu þar. Þar hefur fjöldi almennra borgara fundist látinn eftir hernám Rússa. „Þetta er í raun og veru ólýsanlegt. Maður trúir því bara ekki að mannvonskan sé svona,“ segir Sindri. Þau hjónin flúðu Kænugarð á fyrstu dögum stríðsins og komu til Íslands eftir um mánaðarlangt ferðalag. Við ræddum við Sindra á fyrstu dögum stríðsins þegar þau voru að koma sér frá Úkraínu: Sindri segir mikla mildi að þau hafi ekki verið flutt inn í hús sitt í Motishin því þá hefðu þau ólíklega flúið land. Bærinn er pínulítill og var ekki hertekinn strax. Þau hefðu talið bæinn öruggan stað. Telur að þau hefðu sjálf verið á meðal fórnarlamba „Og lukkan okkar, segi ég, við ætluðum að vera flutt þarna í desember í þorpið. Svo varð svona hökt á framkvæmdum þannig við vorum ekki flutt,“ segir Sindri sem telur líklegt að þau fjölskyldan væru ekki á lífi í dag ef þau hefðu flutt inn í húsið á réttum tíma. Gröf Olgu, eiginmanns hennar og sonar. Með þeim liggur annar bæjarbúi. ap/efrem lukatsky Myndir af gröf bæjarstjórans hafa birst á erlendum miðlum en fimm lík hafa fundist í bænum. „Það er náttúrulega fleira fólk en bæjarstjórinn sem þeir tóku og fóru með út í skóg og eins víst að við hefðum verið í þeim hópi því að útlendingar eru ekki vinsælir hjá þeim ef við hefðum verið þarna,“ segir Sindri. Þau hjónin búa nú á æskuslóðum hans í Mýrdal og bíða af sér hörmungarnar en eru staðráðinn í að fara aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur og taka þátt í að byggja bæinn Motishin upp á ný. „Þegar stríðinu lýkur verður nú einhver bið á að það verði búið að hreinsa. Ég get ekki farið með fjölskyldu í þetta eins og þetta lítur út í dag. Við stefnum á að fara til baka og taka þátt í uppbyggingu á þorpinu og reyna að koma öllu svona í horf.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira