Vaktin: Tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir, Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 6. apríl 2022 20:55 Úkraínskur hermaður á æfingu með Javelin-eldflaug í fyrra. Getty/Anatolii Stepanov Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Úkraínumenn munu brátt eiga tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka í landinu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kvöld er hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar Javelin-eldflaugar fyrir um hundrað milljónir dala. Her Rússlands er talinn undirbúa umfangsmikla sókn gegn hersveitum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa þegar reyna að sækja djúpt inn í landið úr austri en úkraínski herinn haldi aftur af þeim, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna máttlaust og sakar Rússa um að reyna að nota Sameinuðu þjóðirnar til að réttlæta voðaverk sín. „Öryggisráðið er til en það er ekkert öryggi í heiminum. Fyrir neinn,“ sagði Selenskí í nótt. Bandaríkin, G7-ríkin og Evrópusambandið hafa tilkynnt hertar refsiaðgerðir gegn Rússuma. Evrópusambandið ræðir nú að banna kolainnflutning frá Rússlandi og Bandaríkin beita fjölskyldumeðlimi hátt settra Rússa efnahagsþvingunum. Bæjarstjórinn í Bucha segir Rússa hafa myrt að minnsta kosti 320 íbúa bæjarins. Sameinuðu þjóðirnar munu greiða atkvæði um það á morgun hvort vísa eigi Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna málsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í dag og á morgun um næstu skref í Úkraínu, það er að segja hvernig ríkin geta stutt Úkraínumenn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir viðbúið að stríðið dragist á langinn. Ungverska utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Úkraínu á teppið vegna „móðgandi“ ummæla hans um afstöðu Ungverjalands til átakanna í Úkraínu. Viktor Orban, sem nýlega var endurkjörinn forsætisráðherra Ungverjalands, kallaði Vólódímír Selenskí „andstæðing“ í sigurræðu sinni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Úkraínumenn munu brátt eiga tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka í landinu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kvöld er hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar Javelin-eldflaugar fyrir um hundrað milljónir dala. Her Rússlands er talinn undirbúa umfangsmikla sókn gegn hersveitum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa þegar reyna að sækja djúpt inn í landið úr austri en úkraínski herinn haldi aftur af þeim, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna máttlaust og sakar Rússa um að reyna að nota Sameinuðu þjóðirnar til að réttlæta voðaverk sín. „Öryggisráðið er til en það er ekkert öryggi í heiminum. Fyrir neinn,“ sagði Selenskí í nótt. Bandaríkin, G7-ríkin og Evrópusambandið hafa tilkynnt hertar refsiaðgerðir gegn Rússuma. Evrópusambandið ræðir nú að banna kolainnflutning frá Rússlandi og Bandaríkin beita fjölskyldumeðlimi hátt settra Rússa efnahagsþvingunum. Bæjarstjórinn í Bucha segir Rússa hafa myrt að minnsta kosti 320 íbúa bæjarins. Sameinuðu þjóðirnar munu greiða atkvæði um það á morgun hvort vísa eigi Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna málsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í dag og á morgun um næstu skref í Úkraínu, það er að segja hvernig ríkin geta stutt Úkraínumenn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir viðbúið að stríðið dragist á langinn. Ungverska utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Úkraínu á teppið vegna „móðgandi“ ummæla hans um afstöðu Ungverjalands til átakanna í Úkraínu. Viktor Orban, sem nýlega var endurkjörinn forsætisráðherra Ungverjalands, kallaði Vólódímír Selenskí „andstæðing“ í sigurræðu sinni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira