Líkir Benzema við gott rauðvín: „Verður bara betri með aldrinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 09:32 Karim Benzema er allt í öllu hjá Real. EPA-EFE/NEIL HALL Hinn 34 ára gamli Karim Benzema skoraði öll þrjú mörk Real Madríd er liðið lagði Chelsea 3-1 á Brúnni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði einnig þrennu gegn París Saint-Germain í 16-liða úrslitum og má með sanni segja að hann verði betri eftir því sem hann verður eldri. Benzema skoraði tvö stórglæsileg skallamörk sem komu Real 2-0 yfir í Lundúnum. Hann fullkomnaði svo þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Karim Benzema scores back-to-back hat tricks in the Champions League pic.twitter.com/6dbxizTqH4— B/R Football (@brfootball) April 6, 2022 Franski framherjinn hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í vetur. Hann er kominn með 11 mörk í Meistaradeildinni og 37 mörk alls í öllum keppnum. Þá hefur hann gefið 13 stoðsendingar. Hreint út sagt mögnuð tölfræði hjá leikmanni sem var mikið gagnrýndur á sínum tíma er Cristiano Ronaldo sá um að skora mörk Real-liðsins. „Hann er að nálgast lok ferilsins en hann er enn að skora mörk. Hann hefur skotið liði sínu á toppinn, þeir eru á fleygiferð og hann er lestarstjórinn. Þegar Ronaldo var hjá Real var Benzema nógu auðmjúkur til að leyfa Cristiano að einoka fyrirsagnirnar því hann vissi að það væri best fyrir liðið,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, en hann var meðal sérfræðinga yfir leik Chelsea og Real. „Nú er hann hins vegar kominn út úr skugganum. Benzema er 34 ára gamall og er besta 9an í heiminum í dag,“ bætti hinn yfirlýsingaglaði Ferdinand við. Joe Cole, fyrrverandi miðjumaður West Ham United og Chelsea meðal annars, tók í sama streng. „Hann verður bara betri eftir því sem hann verður eldri. Eins og staðan er núna gæti hann unnið Ballon d‘Or á næsta ári. Það er ótrúlegt hvernig hann stýrir allt og öllu á þessum kafla ferilsins. Benzema er kórstjórinn og allt fer í gegnum hann, hann er magnaður fótboltamaður.“ What a player! @Benzema pic.twitter.com/iiDp1sCJGR— Luka Modri (@lukamodric10) April 6, 2022 Real Madríd mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Benzema skoraði tvö stórglæsileg skallamörk sem komu Real 2-0 yfir í Lundúnum. Hann fullkomnaði svo þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Karim Benzema scores back-to-back hat tricks in the Champions League pic.twitter.com/6dbxizTqH4— B/R Football (@brfootball) April 6, 2022 Franski framherjinn hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í vetur. Hann er kominn með 11 mörk í Meistaradeildinni og 37 mörk alls í öllum keppnum. Þá hefur hann gefið 13 stoðsendingar. Hreint út sagt mögnuð tölfræði hjá leikmanni sem var mikið gagnrýndur á sínum tíma er Cristiano Ronaldo sá um að skora mörk Real-liðsins. „Hann er að nálgast lok ferilsins en hann er enn að skora mörk. Hann hefur skotið liði sínu á toppinn, þeir eru á fleygiferð og hann er lestarstjórinn. Þegar Ronaldo var hjá Real var Benzema nógu auðmjúkur til að leyfa Cristiano að einoka fyrirsagnirnar því hann vissi að það væri best fyrir liðið,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, en hann var meðal sérfræðinga yfir leik Chelsea og Real. „Nú er hann hins vegar kominn út úr skugganum. Benzema er 34 ára gamall og er besta 9an í heiminum í dag,“ bætti hinn yfirlýsingaglaði Ferdinand við. Joe Cole, fyrrverandi miðjumaður West Ham United og Chelsea meðal annars, tók í sama streng. „Hann verður bara betri eftir því sem hann verður eldri. Eins og staðan er núna gæti hann unnið Ballon d‘Or á næsta ári. Það er ótrúlegt hvernig hann stýrir allt og öllu á þessum kafla ferilsins. Benzema er kórstjórinn og allt fer í gegnum hann, hann er magnaður fótboltamaður.“ What a player! @Benzema pic.twitter.com/iiDp1sCJGR— Luka Modri (@lukamodric10) April 6, 2022 Real Madríd mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn