Í fréttum Stöðvar 2 hittum við bændur í Hrútafirði og spurðum hvað vantaði helst til að bæta samfélagið.
,,Mig langar í hitaveitu,” var svarið sem við fengum frá þeim Sigrúnu Eggertsdóttur og Heiðari Þór Gunnarssyni, bændum á Bæ 1.
Þau horfa þar til Borðeyrar en fyrir áratug var hitaveita lögð í öll hús þar frá borholu við bæinn Laugarholt, sem er um einn kílómetra norðan þorpsins.

Ásdís Guðmundsdóttir, húsfreyja á Laugarholti, segir jarðhitann mikil hlunnindi. Þegar við spyrjum hvort næsta skref sé ekki að byggja sundlaug svarar Ásdís að það sé allavega í bîgerð að fá sèr heitan pott.
Sveitarfélagið Húnaþing vestra stóð fyrir nokkrum árum fyrir lagningu hitaveitu frá Laugarbakka í Miðfirði um nærsveitir. Hrútfirðingar segjast vissir um að þetta sé líka hægt hjá þeim.
Handan fjarðar blasir Reykjaskóli við, og fleiri örnefni gefa vísbendingu um jarðhita, eins og þau Heiðar og Sigrún greina nánar frá í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: