Ursula segir hryllingin í Bucha skekja allt mannkynið Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2022 19:43 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins virðir fyrir sér hryllinginn í Bucha í Úkraínu í dag. AP/Efrem Lukatsky Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns hefðu fallið og um eitt hundrað særst en nú er ljóst að minnsta kosti fimmtíu féllu og yfir þrjú hundruð særðust. Zelesnkyy forseti Úkraínu ávarpaði finnska þingið í dag og sagði þessa árás ekkert einsdæmi. „Það var svona sem Rússar "vörðu" Donbas-svæðið. Það var svona sem Rússar "vernduðu" rússneskumælandi fólk. Það er svona sem við höfum lifað í 44 daga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Fjöldi fólks heldur enn til í kjöllurum og byrgjum í borgum víða um norðurhluta Úkraínu þótt rússneskir hermenn hafi verið hraktir á brott. Ýmist af hreinum ótta eða vegna þess að fólkið á ekki í nein hús að venda eftir að heimili þeirra voru sprengd í loft upp eins og í borginni Chernihiv. Sorgin í Bucha er gríðarleg nú þegar aðstandendur geta vogað sér að vitja fjöldagrafa í borginni.AP/Efrem Lukatsky Yuliia Bomber, 34 ára lögfræðingur er þeirra á meðal. „Núna eru hérna um 60 manns, aðallega fólk sem hefur misst heimili sín og fólk sem á hús sem nú eru óíbúðarhæf. Um tíma voru hér allt að 600 manns. Fólkið svaf þá hérna úti um allt,“ segir Yuliia. Zelenskyy ítrekaði enn og aftur að Vesturlönd yrðu að skilja alvarleika stríðsins og hætta að hika við að útvega Úkraínumönnum þungavopn. „Þið vitið öll hvað rússneski herinn gerði í borginni okkar, Bucha. En þeir gera það sama og í Bucha á hverjum degi. Frá Kramatorsk til Mariupol, frá Kharkiv til Kherson,“ segir Zelenskyy. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Josep Borrell utanríkisstjóri sambandsins heimsóttu Bucha í dag þar sem illa farin lík rúmlega fjögur hundruð kvenna, barna og karla lágu út um allt eftir að Rússar voru nýlega hraktir þaðan. Fólkið hafði verið skotið á færi á götum úti eða myrt heima hjá sér, kramið af skriðdrekum, pyndað, nauðgað og brennt. „Hið óhugsanlega hefur gerst hér. Við höfum séð grimmdarlega framgöngu hers Pútíns. Við höfum séð ófyrirleitnina og harðneskjuna sem hann hefur sýnt í hernámi borgarinnar. Það sem við sáum hér í Bucha skekur allt mannkynið og allur heimurinn syrgir með íbúum Bucha,“ sagði von der Leyen. Fyrsta formlega skrefið til aðildar Úkraínu að ESB stigið í dag Volodymyr Zelenskyy tekur við spurningalista frá Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kænugarði í dag. Það er fyrsta skrefið í aðildarviðræðum Úkraínu að sambandinu.AP/Adam Schreck Ráðamenn í Úkraínu hafa undanfarna daga nánast grátbeðið Vesturlönd að auka hernaðaraðstoð sína enda búast þeir við risaárás Rússa í austurhéruðunum á allra næstu dögum. „Við styðjum Úkraínu á allan þann hátt sem við mögulega getum. Fyrst og fremst þurfa þessir hugrökku úkraínsku hermenn vopn til að verja landið sitt," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Bucha í dag. Æðstu embættismenn Evrópusambandsins héldu síðan til Kænugarðs og áttu fund með Zelenskyy forseta og ráðuneyti hans í forsetahöllinni síðdegis. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Í fyrstu var talið að þrjátíu manns hefðu fallið og um eitt hundrað særst en nú er ljóst að minnsta kosti fimmtíu féllu og yfir þrjú hundruð særðust. Zelesnkyy forseti Úkraínu ávarpaði finnska þingið í dag og sagði þessa árás ekkert einsdæmi. „Það var svona sem Rússar "vörðu" Donbas-svæðið. Það var svona sem Rússar "vernduðu" rússneskumælandi fólk. Það er svona sem við höfum lifað í 44 daga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Fjöldi fólks heldur enn til í kjöllurum og byrgjum í borgum víða um norðurhluta Úkraínu þótt rússneskir hermenn hafi verið hraktir á brott. Ýmist af hreinum ótta eða vegna þess að fólkið á ekki í nein hús að venda eftir að heimili þeirra voru sprengd í loft upp eins og í borginni Chernihiv. Sorgin í Bucha er gríðarleg nú þegar aðstandendur geta vogað sér að vitja fjöldagrafa í borginni.AP/Efrem Lukatsky Yuliia Bomber, 34 ára lögfræðingur er þeirra á meðal. „Núna eru hérna um 60 manns, aðallega fólk sem hefur misst heimili sín og fólk sem á hús sem nú eru óíbúðarhæf. Um tíma voru hér allt að 600 manns. Fólkið svaf þá hérna úti um allt,“ segir Yuliia. Zelenskyy ítrekaði enn og aftur að Vesturlönd yrðu að skilja alvarleika stríðsins og hætta að hika við að útvega Úkraínumönnum þungavopn. „Þið vitið öll hvað rússneski herinn gerði í borginni okkar, Bucha. En þeir gera það sama og í Bucha á hverjum degi. Frá Kramatorsk til Mariupol, frá Kharkiv til Kherson,“ segir Zelenskyy. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Josep Borrell utanríkisstjóri sambandsins heimsóttu Bucha í dag þar sem illa farin lík rúmlega fjögur hundruð kvenna, barna og karla lágu út um allt eftir að Rússar voru nýlega hraktir þaðan. Fólkið hafði verið skotið á færi á götum úti eða myrt heima hjá sér, kramið af skriðdrekum, pyndað, nauðgað og brennt. „Hið óhugsanlega hefur gerst hér. Við höfum séð grimmdarlega framgöngu hers Pútíns. Við höfum séð ófyrirleitnina og harðneskjuna sem hann hefur sýnt í hernámi borgarinnar. Það sem við sáum hér í Bucha skekur allt mannkynið og allur heimurinn syrgir með íbúum Bucha,“ sagði von der Leyen. Fyrsta formlega skrefið til aðildar Úkraínu að ESB stigið í dag Volodymyr Zelenskyy tekur við spurningalista frá Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kænugarði í dag. Það er fyrsta skrefið í aðildarviðræðum Úkraínu að sambandinu.AP/Adam Schreck Ráðamenn í Úkraínu hafa undanfarna daga nánast grátbeðið Vesturlönd að auka hernaðaraðstoð sína enda búast þeir við risaárás Rússa í austurhéruðunum á allra næstu dögum. „Við styðjum Úkraínu á allan þann hátt sem við mögulega getum. Fyrst og fremst þurfa þessir hugrökku úkraínsku hermenn vopn til að verja landið sitt," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Bucha í dag. Æðstu embættismenn Evrópusambandsins héldu síðan til Kænugarðs og áttu fund með Zelenskyy forseta og ráðuneyti hans í forsetahöllinni síðdegis.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira