Gagno var sennilega ekki að reyna að skora úr þessari stöðu en Gianmaria Rossi, markvörður Imolese virðist eitthvað hafa misreiknað flugið á boltanum. Markið má sjá hér að neðan.
Mark Gagno er afar mikilvægt fyrir Modena þar sem stigin þrjú gera að verkum að liðið er efst í C-deildinni með fjögurra stiga forystu þegar tveir leikir eru eftir. Gagno var skiljanlega mikið fagnað af öllum liðsfélögum sínum þegar boltinn endaði í netinu.
Modena's goalkeeper scores a 91st-minute winner from his own box 🤯
— B/R Football (@brfootball) April 9, 2022
(via @ElevenSportsIT)pic.twitter.com/Nj0cqe5psf