Framboðið sem um ræðir er E-listinn, Reykjavík besta borgin. Oddviti listans er Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur, sem í umræddu innslagi sést skila inn meðmælendalista til kjörstjórnar á síðustu stundu.
Innslagið má sjá hér að ofan, en það var tekið fyrir í Íslandi í dag. Einnig var fjallað um Twitter-færslu Friðjóns Friðjónsssonar, þar sem bent er á náinn skyldleika fjölda fólks á listanum við oddvitann.
Að öðru leyti virðast netheimar mjög ánægðir með innslag Ríkisútvarpsins, í tísti þar sem fréttinni er deilt segir: „Þessi frétt. Þetta er eins og besta raunveruleikasjónvarp í bland við Klovn og Curb.“
Í frétt Kjarnans um viðbrögð framboðsins við innslaginu er haft eftir fulltrúa framboðsins: „Það er mat framboðsins að umfjöllun RUV sé til þess fallin að brengla lýðræðislegt ferli strax í upphafi kosningabaráttunnar.“
Þessi frétt. Þetta er eins og besta raunveruleikasjónvarp í bland við Klovn og Curb pic.twitter.com/KjEYHG7Lnu
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) April 8, 2022