Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2022 22:55 Frá Maríupol. Borgin er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa, sem hafa setið um borgina svo vikum skiptir. AP Photo/Evgeniy Maloletka Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. Ivanna Klympush, þingmaður og formaður þingnefndar um inngöngu Úkraínu í ESB, segir að óþekkt efni sem sprautað hefði verið yfir hersveitir Úkraínu í borginni væri „líklega efnavopn.“ Greint hefur verið frá því að hermenn hafi í kjölfarið fundið fyrir öndunarerfiðleikum og skertri hreyfigetu. 1/2 #RU 1,5hr ago used unknown substance in #Mariupol. Victims experience respiratory failure,vestib.-atactic syndrome.Most likely chem.weapons!This is red line beyond which 🌎 must destroy economy of despotism.We demand full embargo on all fuels from #RU &heavy weapons 2UA now!— Ivanna Klympush (@IKlympush) April 11, 2022 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir unnið að því að sannreyna fregnir af árásinni. „Við vinnum nú að því með samstarfsaðilum okkar að fá smáatriðin á hreint. Hvers konar notkun [efnavopna] væri kaldrifjuð stigmögnun átakanna og við munum draga Pútín og ríkisstjórn hans til ábyrgðar,“ hefur Guardian eftir ráðherranum. Biden hefur heitið viðbrögðum Í síðasta mánuði sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Atlantshafsbandalagið kæmi til með að „bregðast við“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu. Það hafa þeir áður gert í Sýrlandi, og þá sakað andstæðinga sína um að gera það sem þeir sjálfir gera. Biden, sem lét ummælin falla á leiðtogafundi í Brussel, útskýrði þó ekki nánar í hverju viðbrögð Atlantshafsbandalagsins myndu felast. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Ivanna Klympush, þingmaður og formaður þingnefndar um inngöngu Úkraínu í ESB, segir að óþekkt efni sem sprautað hefði verið yfir hersveitir Úkraínu í borginni væri „líklega efnavopn.“ Greint hefur verið frá því að hermenn hafi í kjölfarið fundið fyrir öndunarerfiðleikum og skertri hreyfigetu. 1/2 #RU 1,5hr ago used unknown substance in #Mariupol. Victims experience respiratory failure,vestib.-atactic syndrome.Most likely chem.weapons!This is red line beyond which 🌎 must destroy economy of despotism.We demand full embargo on all fuels from #RU &heavy weapons 2UA now!— Ivanna Klympush (@IKlympush) April 11, 2022 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir unnið að því að sannreyna fregnir af árásinni. „Við vinnum nú að því með samstarfsaðilum okkar að fá smáatriðin á hreint. Hvers konar notkun [efnavopna] væri kaldrifjuð stigmögnun átakanna og við munum draga Pútín og ríkisstjórn hans til ábyrgðar,“ hefur Guardian eftir ráðherranum. Biden hefur heitið viðbrögðum Í síðasta mánuði sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Atlantshafsbandalagið kæmi til með að „bregðast við“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu. Það hafa þeir áður gert í Sýrlandi, og þá sakað andstæðinga sína um að gera það sem þeir sjálfir gera. Biden, sem lét ummælin falla á leiðtogafundi í Brussel, útskýrði þó ekki nánar í hverju viðbrögð Atlantshafsbandalagsins myndu felast.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Vaktin: Rússar drepið yfir 10 þúsund almenna borgara í Maríupol Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30