Helgarseðillinn: María Gomez gefur uppskrift að dýrindis páskamáltíð Heimkaup 13. apríl 2022 09:15 Sælkerinn María Gomez deilir frábærum uppskriftum að páskaréttum. Allt hráefnið er hægt að nálgast með einum smelli á Heimkaup.is María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is þar sem hún gefur gómsætar uppskriftir. María er mætt með dýrindis hátíðarétti fyrir páskana á Heimkaup. Uppskriftirnar verða aðgengilgar fram á annan í páskum. Hér eru fjórar þeirra sem við gátum ekki stillt okkur um að birta. Fylltar kalkúnabringur Fyllt kalkúnabringa sem gælir við bragðlaukana. Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn. Hráefni Um 1 kg kalkúnabringa 1000-1200 gr bringa dugar fyrir c.a 6 manns Fylling: 20 gr ósaltað smjör 125 gr sveppir 2 marin hvítlauksrif 150 gr beikon 25-30 gr ristaðar furuhnetur 70 gr brauðteninga (ekki þurrt brauð heldur þessa góðu sem gjarnan eru settir í salat). 45 gr þurrkaðar aprikósur (lífrænt ræktaðar enn betri) 100 gr Philadelfia light ost með hvítlauk 1/2-1 dl rjómi 2 msk fersk steinselja smátt skorin 1 tsk þurrkað timian 1/2 tsk fínt borðsalt pipar Aðferð Fylling: Byrjið á að rista furuhnetur á pönnu og setjið til hliðar Næst er smjörið brætt á pönnu og þunnt skornir sveppir steiktir vel upp úr smjörinu þar til þeir eru orðnir brúnir Bætið mörðum hvítlauksrifum út á pönnuna og passið að þau brenni ekki því þau verða beisk við það Leyfið hvítlauknum að mýkjast í sveppunum Skerið eða klippið beikonið út á pönnuna og leyfið að fá á sig hvítan lit Skerið apríkósurnar smátt og bætið á pönnuna ásamt restinni af innihaldsefnunum, þar til þetta verður að góðum mjúkum graut Setjið svo allt saman í matvinnsluvél og vinnið létt þar til fyllingin er orðin að þykkum kekkjóttum graut (passið að vinna alls ekki of mikið, á að vera vel kekkjótt með bitum) Aðferð við að fylla bringuna: Gerið svokallaðan fiðrildaskurð á bringuna með því að skera hana í tvennt fyrir miðju en láta hana samt hanga saman á öðrum endanum Setjið filmuplast undir og ofan á bringuna og berjið hana með kökukefli eða kjöthamri svo hún verði þunn Hitið nú ofninn á 180 C°undir og yfir hita (alls ekki blástur því það þurrkar kjötið) Smyrjið fyllingunni á bringuna og rúllið henni svo upp og bindið saman með snæri Þegar búið er að fylla bringuna er 50 gr ósalaltað smjör brætt og smurt vel yfir hana Saltið létt og piprið og toppið svo með því að krydda yfir með Bezt á Kalkúninn kryddinu Raðið gulrótum í botninn á eldföstu móti til að mynda smá bil undir bringunni og hellið vatni eða hvítvíni í botninn á eldfasta mótinu. Leggið Bringuna ofan á gulræturnar Eldið svo við 180 C°hita í 1,5 klst - 2 klst eftir stærð bringunnar, 1100 gr er c.a 1,5 klst stærri bringa er lengur Döðlukaka með ís og heitri karamellusósu Dúnmjúk döðlukaka í eftirrétt. Smelltu hér til að nálgast hráefnið í kökuna. Döðlukaka 250 gr döðlur 3 dl sjóðandi heitt vatn (soðið) 100 gr mjúkt smjör 130 gr púðursykur 2 egg 150 gr hveiti 150 gr dökkir súkkulaðidropar 1/2 tsk salt 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar Heit karamellusósa 120 gr smjör 100 gr púðursykur 1 dl rjómi 1/2 tsk vanilludropar 1/2 tsk salt Aðferð Döðlukaka Hitið ofninn á 180 °C blástur Sjóðið 3 dl af vatni og hellið því sjóðandi heitu yfir döðlurnar ásamt súkkulaði og vanilludropum og leggið til hliðar Hrærið í hrærivél saman mjúku smjöri og sykrinum þar til létt og ljóst og skafið með köntum Bætið þá út í einu eggi í einu þar til er orðið loftkennt og ljóst Maukið nú döðlurnar með vatninu og súkkulaðinu í, í blandara/matvinnsluvél eða stappið vel saman með gaffli (vatnið á að vera með) og bætið út í deigið ásamt hveiti, salti og matarsóda Hrærið nú allt vel saman en ekki of mikið, bara þar til deigið er rétt blandað saman. Smyrjið 26 cm kökumót og hellið deiginu í það og bakið í 30 mínútur Gerið karamellusósuna á meðan Heit karamellusósa Setjið smjör í pott og bræðið við vægan hita Bætið þá sykrinum og restinni af hráefnunum út í pottinn og látið byrja að sjóða Hærið af og til í sósunni og látið sjóða í eins og 5-10 mínútur Berið kökuna fram volga með vanilluís og heitri karamellusósunni Lambalæri með ofnbökuðu grænmeti Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn Ofnbakað grænmeti 1 stór bökunarkartafla 1 stór sæt kartafla 1 stór gulrót 1 rauðlaukur 1 græn paprika Ólífuolía Rósmarín Salt Pipar Aðferð: Skerið allt grænmetið smátt niður og setjið á bökunarplötu með smjörpappa Hellið olíu vel yfir allt grænmetið og saltið, piprið og kryddið með þurrkuðu rósmarín Nuddið nú öllu vel saman og bakið við 190°C blástur í eins og 1 klst Lambalærið 1 stk lambalæri (c.a 1,5-2 kg) Salt og pipar Bezt Á Lambið kryddið 2 tsk þurrkað rósmarín Aðferð Byrjið á að salta og pipra lambið vel allan hringinn bæði undir og yfir Setjið svo Bezt Á Lambið kryddið létt yfir Að lokum strái ég þurrkuðu rósmarín yfir allt í litlu magni Bakið í ofni við 200°C blástur í 1,5 klst jafnvel ögn lengur eftir því hversu rautt þið viljið hafa kjötið Oreo rúlluterta Geggjuð Oreo rúlluterta með rjómaosta vanillukremi og súkkulaðihjúp sem þarf ekki að baka. Smelltu hér til að nálgast hráefnið í kökuna Hráefni Kökubotninn 350 gr oreo kex 200 gr Philadelphia light Kremið 100 gr mjúkt smjör 260 gr flórsykur 50 gr Philadelphia Light 1 tsk vanilludropar Hjúpur 200 gr hreint Milka súkkulaði bráðið Aðferð Kökubotninn Setjið allt kexið í blandara og malið í fínt duft Færið næst yfir í hrærivélarskál og bætið 200 gr af rjómaostinum út í Hærið vel saman þar til er orðið að klístruðu deigi og allt vel blandað saman Setjið deigið á disk með filmuplasti yfir og kælið í eins og 30 mín, má vera lengur, og gerið kremið til á meðan Kremið Byrjið á að þeyta mjúkt smjörið í smá stund Bætið næst flórsykri, vanillu og rjómaosti út í og aukið hraðann Þeytið þar til kremið er orðið vel ljóst og loftkennt gæti tekið alveg 5-7 mínútur og látið standa á borði þar til það er sett á kökuna Samsetning Takið deigið úr kælir og setjið það ofan á smjörpappa Leggjið aðra örk af smjörpappír yfir og fletjið það út á milli pappanna með kökukefli í eins og 1 cm þykkan ferning Takið efri pappann af og smyrjið næst kreminu yfir ferninginn og skiljið eftir án krems eins og cm frá köntunum Rúllið svo kökunni upp með því að nota pappírinn sem er undir, þið togið í endann næst ykkur og rúllið upp með því að halda alltaf í endann meðan þið rúllið Setjið næst upprúllaða kökuna með kreminu á inn í fyrstir og á meðan er gott að bræða súkkulaðið Bræðið 200 gr Milka súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því svo yfir kökuna og smyrjið vel yfir hliðarnar líka Leyfið súkkulaðinu ögn að storkna á kökunni upp á borði eða við opinn glugga Þegar súkkulaðið hefur storknað aðeins, þá er gott að setja kökuna í frystir í lágmark 30-60 mínútur áður en hún er borin fram Geymið kökuna ávallt í frystir og berið fram frosna, þannig er hún laaaangbest Matur Páskar Uppskriftir Matseðill vikunnar Helgarmatseðillinn Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
María er mætt með dýrindis hátíðarétti fyrir páskana á Heimkaup. Uppskriftirnar verða aðgengilgar fram á annan í páskum. Hér eru fjórar þeirra sem við gátum ekki stillt okkur um að birta. Fylltar kalkúnabringur Fyllt kalkúnabringa sem gælir við bragðlaukana. Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn. Hráefni Um 1 kg kalkúnabringa 1000-1200 gr bringa dugar fyrir c.a 6 manns Fylling: 20 gr ósaltað smjör 125 gr sveppir 2 marin hvítlauksrif 150 gr beikon 25-30 gr ristaðar furuhnetur 70 gr brauðteninga (ekki þurrt brauð heldur þessa góðu sem gjarnan eru settir í salat). 45 gr þurrkaðar aprikósur (lífrænt ræktaðar enn betri) 100 gr Philadelfia light ost með hvítlauk 1/2-1 dl rjómi 2 msk fersk steinselja smátt skorin 1 tsk þurrkað timian 1/2 tsk fínt borðsalt pipar Aðferð Fylling: Byrjið á að rista furuhnetur á pönnu og setjið til hliðar Næst er smjörið brætt á pönnu og þunnt skornir sveppir steiktir vel upp úr smjörinu þar til þeir eru orðnir brúnir Bætið mörðum hvítlauksrifum út á pönnuna og passið að þau brenni ekki því þau verða beisk við það Leyfið hvítlauknum að mýkjast í sveppunum Skerið eða klippið beikonið út á pönnuna og leyfið að fá á sig hvítan lit Skerið apríkósurnar smátt og bætið á pönnuna ásamt restinni af innihaldsefnunum, þar til þetta verður að góðum mjúkum graut Setjið svo allt saman í matvinnsluvél og vinnið létt þar til fyllingin er orðin að þykkum kekkjóttum graut (passið að vinna alls ekki of mikið, á að vera vel kekkjótt með bitum) Aðferð við að fylla bringuna: Gerið svokallaðan fiðrildaskurð á bringuna með því að skera hana í tvennt fyrir miðju en láta hana samt hanga saman á öðrum endanum Setjið filmuplast undir og ofan á bringuna og berjið hana með kökukefli eða kjöthamri svo hún verði þunn Hitið nú ofninn á 180 C°undir og yfir hita (alls ekki blástur því það þurrkar kjötið) Smyrjið fyllingunni á bringuna og rúllið henni svo upp og bindið saman með snæri Þegar búið er að fylla bringuna er 50 gr ósalaltað smjör brætt og smurt vel yfir hana Saltið létt og piprið og toppið svo með því að krydda yfir með Bezt á Kalkúninn kryddinu Raðið gulrótum í botninn á eldföstu móti til að mynda smá bil undir bringunni og hellið vatni eða hvítvíni í botninn á eldfasta mótinu. Leggið Bringuna ofan á gulræturnar Eldið svo við 180 C°hita í 1,5 klst - 2 klst eftir stærð bringunnar, 1100 gr er c.a 1,5 klst stærri bringa er lengur Döðlukaka með ís og heitri karamellusósu Dúnmjúk döðlukaka í eftirrétt. Smelltu hér til að nálgast hráefnið í kökuna. Döðlukaka 250 gr döðlur 3 dl sjóðandi heitt vatn (soðið) 100 gr mjúkt smjör 130 gr púðursykur 2 egg 150 gr hveiti 150 gr dökkir súkkulaðidropar 1/2 tsk salt 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar Heit karamellusósa 120 gr smjör 100 gr púðursykur 1 dl rjómi 1/2 tsk vanilludropar 1/2 tsk salt Aðferð Döðlukaka Hitið ofninn á 180 °C blástur Sjóðið 3 dl af vatni og hellið því sjóðandi heitu yfir döðlurnar ásamt súkkulaði og vanilludropum og leggið til hliðar Hrærið í hrærivél saman mjúku smjöri og sykrinum þar til létt og ljóst og skafið með köntum Bætið þá út í einu eggi í einu þar til er orðið loftkennt og ljóst Maukið nú döðlurnar með vatninu og súkkulaðinu í, í blandara/matvinnsluvél eða stappið vel saman með gaffli (vatnið á að vera með) og bætið út í deigið ásamt hveiti, salti og matarsóda Hrærið nú allt vel saman en ekki of mikið, bara þar til deigið er rétt blandað saman. Smyrjið 26 cm kökumót og hellið deiginu í það og bakið í 30 mínútur Gerið karamellusósuna á meðan Heit karamellusósa Setjið smjör í pott og bræðið við vægan hita Bætið þá sykrinum og restinni af hráefnunum út í pottinn og látið byrja að sjóða Hærið af og til í sósunni og látið sjóða í eins og 5-10 mínútur Berið kökuna fram volga með vanilluís og heitri karamellusósunni Lambalæri með ofnbökuðu grænmeti Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn Ofnbakað grænmeti 1 stór bökunarkartafla 1 stór sæt kartafla 1 stór gulrót 1 rauðlaukur 1 græn paprika Ólífuolía Rósmarín Salt Pipar Aðferð: Skerið allt grænmetið smátt niður og setjið á bökunarplötu með smjörpappa Hellið olíu vel yfir allt grænmetið og saltið, piprið og kryddið með þurrkuðu rósmarín Nuddið nú öllu vel saman og bakið við 190°C blástur í eins og 1 klst Lambalærið 1 stk lambalæri (c.a 1,5-2 kg) Salt og pipar Bezt Á Lambið kryddið 2 tsk þurrkað rósmarín Aðferð Byrjið á að salta og pipra lambið vel allan hringinn bæði undir og yfir Setjið svo Bezt Á Lambið kryddið létt yfir Að lokum strái ég þurrkuðu rósmarín yfir allt í litlu magni Bakið í ofni við 200°C blástur í 1,5 klst jafnvel ögn lengur eftir því hversu rautt þið viljið hafa kjötið Oreo rúlluterta Geggjuð Oreo rúlluterta með rjómaosta vanillukremi og súkkulaðihjúp sem þarf ekki að baka. Smelltu hér til að nálgast hráefnið í kökuna Hráefni Kökubotninn 350 gr oreo kex 200 gr Philadelphia light Kremið 100 gr mjúkt smjör 260 gr flórsykur 50 gr Philadelphia Light 1 tsk vanilludropar Hjúpur 200 gr hreint Milka súkkulaði bráðið Aðferð Kökubotninn Setjið allt kexið í blandara og malið í fínt duft Færið næst yfir í hrærivélarskál og bætið 200 gr af rjómaostinum út í Hærið vel saman þar til er orðið að klístruðu deigi og allt vel blandað saman Setjið deigið á disk með filmuplasti yfir og kælið í eins og 30 mín, má vera lengur, og gerið kremið til á meðan Kremið Byrjið á að þeyta mjúkt smjörið í smá stund Bætið næst flórsykri, vanillu og rjómaosti út í og aukið hraðann Þeytið þar til kremið er orðið vel ljóst og loftkennt gæti tekið alveg 5-7 mínútur og látið standa á borði þar til það er sett á kökuna Samsetning Takið deigið úr kælir og setjið það ofan á smjörpappa Leggjið aðra örk af smjörpappír yfir og fletjið það út á milli pappanna með kökukefli í eins og 1 cm þykkan ferning Takið efri pappann af og smyrjið næst kreminu yfir ferninginn og skiljið eftir án krems eins og cm frá köntunum Rúllið svo kökunni upp með því að nota pappírinn sem er undir, þið togið í endann næst ykkur og rúllið upp með því að halda alltaf í endann meðan þið rúllið Setjið næst upprúllaða kökuna með kreminu á inn í fyrstir og á meðan er gott að bræða súkkulaðið Bræðið 200 gr Milka súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því svo yfir kökuna og smyrjið vel yfir hliðarnar líka Leyfið súkkulaðinu ögn að storkna á kökunni upp á borði eða við opinn glugga Þegar súkkulaðið hefur storknað aðeins, þá er gott að setja kökuna í frystir í lágmark 30-60 mínútur áður en hún er borin fram Geymið kökuna ávallt í frystir og berið fram frosna, þannig er hún laaaangbest
Matur Páskar Uppskriftir Matseðill vikunnar Helgarmatseðillinn Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira