Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 15:16 Sigríður Dögg Auðunsdóttur formaður Blaðamannafélags Íslands og Sigríður Hagalín Björnsdóttir formaður Félags fréttamanna. Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. Í yfirlýsingu frá BÍ er vitnað í bréf sem Félag fréttamanna sendi stjórn Blaðamannafélagsins. Í því bréfi segir að hart hafi verið sótt að blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Sú aðför hafi beinst að grunnstoðum blaðamennsku, tjáningarfrelsi og vernd heimildarmanna. „Ljóst er að sameinað félag allra blaða- og fréttamanna yrði öflugri málsvari blaðamennskunnar en félögin hvort í sínu lagi, í baráttunni fyrir vernd þessara grunngilda. Einnig má telja að sameinað félag geti verið sterkari málsvari félagsmanna í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum,“ segir í bréfinu. Þetta tekur stjórn BÍ undir og segir í yfirlýsingunni að vonast sé til að samningar um sameiningu takist. „Félagar í Félagi fréttamanna eru um 60 og eiga allir rétt á að ganga í BÍ líkt og þeir tæplega 30 fréttamenn og tökumenn á RÚV sem þegar eru félagar í BÍ. Þar sem félagar FF eiga óskoraðan rétt á að ganga í BÍ, og stjórnin fagnar hugmyndum um sameinuð félög og fjölgun félagsmanna í BÍ, munu viðræðurnar við FF því fyrst og fremst snúa að því hvernig sameiningu félaganna verður háttað, ef af henni verður.“ Viðræðurnar óformlegu snúa að því hvort FF kjósi að hafa sérstakan samningsrétt, vegna þess að félagið sé þegar með kjarasamning sem sé frábrugðin kjarasamningum BÍ. Þá kemur til greina að FF verði undirdeild í BÍ, eins og Félag blaðaljósmyndara. Sömuleiðis er verið að skoða hvort FF komi með einhverja sjóði inn í sameinað félag og hvenær nýir félagsmenn öðlist full réttindi. Stefnt er að því að viðræðum verði lokið fyrir aðalfund BÍ sem haldinn verður 28. apríl og niðurstöður kynntar fyrir þann tíma. Fjölmiðlar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í yfirlýsingu frá BÍ er vitnað í bréf sem Félag fréttamanna sendi stjórn Blaðamannafélagsins. Í því bréfi segir að hart hafi verið sótt að blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Sú aðför hafi beinst að grunnstoðum blaðamennsku, tjáningarfrelsi og vernd heimildarmanna. „Ljóst er að sameinað félag allra blaða- og fréttamanna yrði öflugri málsvari blaðamennskunnar en félögin hvort í sínu lagi, í baráttunni fyrir vernd þessara grunngilda. Einnig má telja að sameinað félag geti verið sterkari málsvari félagsmanna í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum,“ segir í bréfinu. Þetta tekur stjórn BÍ undir og segir í yfirlýsingunni að vonast sé til að samningar um sameiningu takist. „Félagar í Félagi fréttamanna eru um 60 og eiga allir rétt á að ganga í BÍ líkt og þeir tæplega 30 fréttamenn og tökumenn á RÚV sem þegar eru félagar í BÍ. Þar sem félagar FF eiga óskoraðan rétt á að ganga í BÍ, og stjórnin fagnar hugmyndum um sameinuð félög og fjölgun félagsmanna í BÍ, munu viðræðurnar við FF því fyrst og fremst snúa að því hvernig sameiningu félaganna verður háttað, ef af henni verður.“ Viðræðurnar óformlegu snúa að því hvort FF kjósi að hafa sérstakan samningsrétt, vegna þess að félagið sé þegar með kjarasamning sem sé frábrugðin kjarasamningum BÍ. Þá kemur til greina að FF verði undirdeild í BÍ, eins og Félag blaðaljósmyndara. Sömuleiðis er verið að skoða hvort FF komi með einhverja sjóði inn í sameinað félag og hvenær nýir félagsmenn öðlist full réttindi. Stefnt er að því að viðræðum verði lokið fyrir aðalfund BÍ sem haldinn verður 28. apríl og niðurstöður kynntar fyrir þann tíma.
Fjölmiðlar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira