„Hvaða skilaboð eru þetta til mín og strákanna sem lenda í miklu áfalli?“ Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2022 16:15 Arnar Daði Arnarsson skrifaði í gær undir samning um að þjálfa Gróttu áfram næstu þrjú árin eftir góðan árangur með liðið. Vísir/Elín Björg Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta, fór um víðan völl í nýjum þætti af Þungavigtinni og ræddi meðal annars um dómaramálin á Íslandi. Arnar Daði var úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna ummæla sinna um dómarana Ólaf Víði Ólafsson og Vilhelm Gauta Bergsveinsson eftir tap Gróttu gegn ÍBV í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar. Almennt séð virðist Arnar Daði hundóánægður með störf HSÍ í dómaramálum, og hefur skotið á sambandið á Twitter, en hann var spurður í Þungavigtinni að því hvað mætti betur fara: „Það vantar meiri undirbúningsvinnu. Það vantar að hjálpa þessum strákum sem eru að koma inn. Það vantar fleiri dómara. Það vantar að fá fleiri leikmenn,“ sagði Arnar Daði en hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Arnar Daði um dómaramál „Tökum Ólaf Víði og Vilhelm sem dæmi. Þeir eru á sínu fyrsta ári. Þeir eru bara búnir að vera „lala“, frekar lélegir ef eitthvað er. Þeir dæma leikinn hjá mér í Eyjum. Lenda í stóru atviki þar sem allt fer í reyk og ákveðinn aðili vill meina hitt og þetta. Í umferðinni eftir það fá þeir Haukar-FH. Hvaða skilaboð eru þetta til mín og strákanna sem lenda í miklu áfalli, til íþróttarinnar, annarra dómara og þeirra sjálfra? Það skiptir ekki máli hvað þeir gera – næsti leikur sem þeir fá er Haukar-FH,“ sagði Arnar Daði. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á tal.is/vigtin líkt og alla þætti af Þungavigtinni sem einnig má finna í appi Bylgjunnar. Olís-deild karla Þungavigtin Handbolti Grótta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Arnar Daði var úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna ummæla sinna um dómarana Ólaf Víði Ólafsson og Vilhelm Gauta Bergsveinsson eftir tap Gróttu gegn ÍBV í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar. Almennt séð virðist Arnar Daði hundóánægður með störf HSÍ í dómaramálum, og hefur skotið á sambandið á Twitter, en hann var spurður í Þungavigtinni að því hvað mætti betur fara: „Það vantar meiri undirbúningsvinnu. Það vantar að hjálpa þessum strákum sem eru að koma inn. Það vantar fleiri dómara. Það vantar að fá fleiri leikmenn,“ sagði Arnar Daði en hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Arnar Daði um dómaramál „Tökum Ólaf Víði og Vilhelm sem dæmi. Þeir eru á sínu fyrsta ári. Þeir eru bara búnir að vera „lala“, frekar lélegir ef eitthvað er. Þeir dæma leikinn hjá mér í Eyjum. Lenda í stóru atviki þar sem allt fer í reyk og ákveðinn aðili vill meina hitt og þetta. Í umferðinni eftir það fá þeir Haukar-FH. Hvaða skilaboð eru þetta til mín og strákanna sem lenda í miklu áfalli, til íþróttarinnar, annarra dómara og þeirra sjálfra? Það skiptir ekki máli hvað þeir gera – næsti leikur sem þeir fá er Haukar-FH,“ sagði Arnar Daði. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á tal.is/vigtin líkt og alla þætti af Þungavigtinni sem einnig má finna í appi Bylgjunnar.
Olís-deild karla Þungavigtin Handbolti Grótta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira