Vaktin: Sprengingar heyrðust í Kænugarði Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. apríl 2022 16:20 Starfsmaður kirkjugarðs stendur við grafir óbreyttra borgara sem voru myrtir í Bucha, nærri Kænugarði. AP/Rodrigo Abd Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Stríðandi fylkingar Rússa og Úkraínumanna hafa náð samkomulagi um að opna níu mannúðarleiðir út úr mismunandi borgum í Úkraínu sem Rússar sitja um. Þar á meðal er leið út úr Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa. Rússar hafa viðurkennt að Moskva, eitt flaggskipa rússneska flotans, sé sokkið. Bandaríkin hafa lofað að senda fleiri hergögn til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með sendingunni muni Úkraínumenn öðlast „nýja eiginleika“ í baráttunni við innrásarher Rússa. Rússar segja fjölda úkraínskra hermanna í Mariupol hafa gefist upp í gær. Úkraínskir herforingjar segja borgina þó ekki hafa fallið. Rússar hafa sakað úkraínska herinn um að fara á þyrlum yfir norðurlandamæri Úkraínu og ráðast á þorpið Klimovo í Brjanskfylki með sprengjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér gefur að líta kort sem sýnir helstu borgir Úkraínu sem hafa komið við sögu í innrásinni.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Stríðandi fylkingar Rússa og Úkraínumanna hafa náð samkomulagi um að opna níu mannúðarleiðir út úr mismunandi borgum í Úkraínu sem Rússar sitja um. Þar á meðal er leið út úr Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa. Rússar hafa viðurkennt að Moskva, eitt flaggskipa rússneska flotans, sé sokkið. Bandaríkin hafa lofað að senda fleiri hergögn til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með sendingunni muni Úkraínumenn öðlast „nýja eiginleika“ í baráttunni við innrásarher Rússa. Rússar segja fjölda úkraínskra hermanna í Mariupol hafa gefist upp í gær. Úkraínskir herforingjar segja borgina þó ekki hafa fallið. Rússar hafa sakað úkraínska herinn um að fara á þyrlum yfir norðurlandamæri Úkraínu og ráðast á þorpið Klimovo í Brjanskfylki með sprengjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér gefur að líta kort sem sýnir helstu borgir Úkraínu sem hafa komið við sögu í innrásinni.vísir
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira