Vaktin: Sprengingar heyrðust í Kænugarði Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. apríl 2022 16:20 Starfsmaður kirkjugarðs stendur við grafir óbreyttra borgara sem voru myrtir í Bucha, nærri Kænugarði. AP/Rodrigo Abd Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Stríðandi fylkingar Rússa og Úkraínumanna hafa náð samkomulagi um að opna níu mannúðarleiðir út úr mismunandi borgum í Úkraínu sem Rússar sitja um. Þar á meðal er leið út úr Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa. Rússar hafa viðurkennt að Moskva, eitt flaggskipa rússneska flotans, sé sokkið. Bandaríkin hafa lofað að senda fleiri hergögn til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með sendingunni muni Úkraínumenn öðlast „nýja eiginleika“ í baráttunni við innrásarher Rússa. Rússar segja fjölda úkraínskra hermanna í Mariupol hafa gefist upp í gær. Úkraínskir herforingjar segja borgina þó ekki hafa fallið. Rússar hafa sakað úkraínska herinn um að fara á þyrlum yfir norðurlandamæri Úkraínu og ráðast á þorpið Klimovo í Brjanskfylki með sprengjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér gefur að líta kort sem sýnir helstu borgir Úkraínu sem hafa komið við sögu í innrásinni.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Stríðandi fylkingar Rússa og Úkraínumanna hafa náð samkomulagi um að opna níu mannúðarleiðir út úr mismunandi borgum í Úkraínu sem Rússar sitja um. Þar á meðal er leið út úr Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa. Rússar hafa viðurkennt að Moskva, eitt flaggskipa rússneska flotans, sé sokkið. Bandaríkin hafa lofað að senda fleiri hergögn til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með sendingunni muni Úkraínumenn öðlast „nýja eiginleika“ í baráttunni við innrásarher Rússa. Rússar segja fjölda úkraínskra hermanna í Mariupol hafa gefist upp í gær. Úkraínskir herforingjar segja borgina þó ekki hafa fallið. Rússar hafa sakað úkraínska herinn um að fara á þyrlum yfir norðurlandamæri Úkraínu og ráðast á þorpið Klimovo í Brjanskfylki með sprengjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér gefur að líta kort sem sýnir helstu borgir Úkraínu sem hafa komið við sögu í innrásinni.vísir
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira