Hefja rannsókn eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. apríl 2022 08:49 Skjáskot af upptöku úr búkmyndavél lögreglumannsins sem skaut Lyoya. Skjáskot Lögreglan í Michigan-ríki í Bandaríkjunum rannsakar nú mál hvíts lögreglumanns sem skaut hinn 26 ára Patrick Lyoya, sem var svartur, til bana. Myndbönd sýna átök milli Lyoya og ónefnds lögreglumanns vegna rafbyssu, sem enduðu með því að lögreglumaðurinn skaut Lyoya. Mótmælendur krefjast þess að lögreglumaðurinn verði nafngreindur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að atvikið hefði átt sér stað 4. apríl síðastliðinn. Lyoya hefði verið stöðvaður í umferðinni af lögreglumanni í Grand Rapids í Michigan, komið út úr bíl sínum en verið beðinn um að setjast aftur inn. Hann hafi ekki sinnt því en rætt við lögreglumanninn. Eftir stutt samtal sést Lyoya taka á rás frá lögreglumanninum, sem eltir hann uppi og grípur í hann. Því næst takast þeir á um rafbyssu lögreglumannsins, hvers búkmyndavél varð óvirk í miðjum átökum. Hins vegar sýnir farsímamyndband farþega í bíl Lyoya hvernig lögreglumaðurinn nær Lyoya niður á jörðina, þannig að hann liggur á maganum. „Slepptu rafbyssunni,“ heyrist lögreglumaðurinn kalla áður en hann tegir sig í skammbyssu sína og miðar aftan á höfuð Lyoya. Myndbönd sýna ekki þegar lögreglumaðurinn tekur í gikkinn og hleypir af, heldur hefur myndbandið verið klippt áður en það var gefið út af lögreglu, en í lok þess sést Lyoya liggja hreyfingarlaus á jörðinni. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan, en rétt er að vara við efni þess. Lögreglumaðurinn í málinu er nú kominn í ótímabundið leyfi, en nafn hans verður ekki gert opinbert nema hann verði ákærður í málinu. Lögmaður fjölskyldu Lyoya hefur krafist þess að lögreglumaðurinn verði rekinn. „Patrick beitti lögreglumanninn engu ofbeldi, jafnvel þótt lögreglumaðurinn hafi beitt hann ofbeldi í nokkur skipti,“ hefur BBC eftir lögmanninum. Skilaboð mótmælenda sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í Grand Rapids í gær voru skýr: „Nafngreinið löggur sem drepa.“Bill Pugliano/Getty Mótmælendur vilja nafn Málið hefur vakið nokkra reiði í Michigan. Í gær söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan lögreglustöðina í Grand Rapids, og krafist þess að nafn lögreglumannsins verði gert opinbert. Reglulega berast fréttir af því frá Bandaríkjunum að lögregla skjóti svart, óvopnað fólk sem hún hefur afskipti af. Í maí 2020 reis til að mynda ógnarstór alda mótmæla eftir að Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, drap George Floyd, sem var svartur, með því að þrýsta hné sínu að hálsi Floyd í meira en níu mínútur. Chauvin var síðar sakfelldur fyrir morðið á Floyd. Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að atvikið hefði átt sér stað 4. apríl síðastliðinn. Lyoya hefði verið stöðvaður í umferðinni af lögreglumanni í Grand Rapids í Michigan, komið út úr bíl sínum en verið beðinn um að setjast aftur inn. Hann hafi ekki sinnt því en rætt við lögreglumanninn. Eftir stutt samtal sést Lyoya taka á rás frá lögreglumanninum, sem eltir hann uppi og grípur í hann. Því næst takast þeir á um rafbyssu lögreglumannsins, hvers búkmyndavél varð óvirk í miðjum átökum. Hins vegar sýnir farsímamyndband farþega í bíl Lyoya hvernig lögreglumaðurinn nær Lyoya niður á jörðina, þannig að hann liggur á maganum. „Slepptu rafbyssunni,“ heyrist lögreglumaðurinn kalla áður en hann tegir sig í skammbyssu sína og miðar aftan á höfuð Lyoya. Myndbönd sýna ekki þegar lögreglumaðurinn tekur í gikkinn og hleypir af, heldur hefur myndbandið verið klippt áður en það var gefið út af lögreglu, en í lok þess sést Lyoya liggja hreyfingarlaus á jörðinni. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan, en rétt er að vara við efni þess. Lögreglumaðurinn í málinu er nú kominn í ótímabundið leyfi, en nafn hans verður ekki gert opinbert nema hann verði ákærður í málinu. Lögmaður fjölskyldu Lyoya hefur krafist þess að lögreglumaðurinn verði rekinn. „Patrick beitti lögreglumanninn engu ofbeldi, jafnvel þótt lögreglumaðurinn hafi beitt hann ofbeldi í nokkur skipti,“ hefur BBC eftir lögmanninum. Skilaboð mótmælenda sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í Grand Rapids í gær voru skýr: „Nafngreinið löggur sem drepa.“Bill Pugliano/Getty Mótmælendur vilja nafn Málið hefur vakið nokkra reiði í Michigan. Í gær söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan lögreglustöðina í Grand Rapids, og krafist þess að nafn lögreglumannsins verði gert opinbert. Reglulega berast fréttir af því frá Bandaríkjunum að lögregla skjóti svart, óvopnað fólk sem hún hefur afskipti af. Í maí 2020 reis til að mynda ógnarstór alda mótmæla eftir að Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, drap George Floyd, sem var svartur, með því að þrýsta hné sínu að hálsi Floyd í meira en níu mínútur. Chauvin var síðar sakfelldur fyrir morðið á Floyd.
Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira