Stúkan um Hemma Hreiðars: Hann er þetta Eyja-DNA Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2022 08:01 Kjartan Atli Kjartansson, Reynir Leósson og Albert Brynjar Ingason fóru yfir þau sex lið sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildarinnar í sumar. Vísir Kjartan Atli Kjartansson fékk þá Reyni Leósson og Albert Brynjar Ingason til að fara yfir liðin sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildar karla í sérstökum upphitunarþætti Stúkunnar í gær. ÍBV er spáð níunda sæti og það er ekki hægt að ræða Eyjamenn án þess að minnast á þjálfara liðsins, Hermann Hreiðarsson. Innslagið hófst á því að sérfræðingar þáttarins voru að fara yfir leikmannamarkað Eyjamanna, en svo var skipt yfir á skrautleg augnablik á þjálfaraferli Hemma. Meðal annars þegar hann skipti sjálfum sér inn á í leik með ÍBV. Strákarnir í settinu gátu hlegið að þessum myndum, en vildu þó meina að Hemmi væri búinn að róast og þroskast sem þjálfari. „Það blæs í kringum hann, en hann er orðinn rólegri í dag,“ sagði Reynir áður en Albert stökk inn í og sagði að Hemmi væri búinn að þroskast. „En við verðum líka að bera virðingu fyrir því hjá Hemma að kemur og byrjar að þjálfa ÍBV og svo Fylki og það endar ekkert sérstaklega vel og hann fer svo út. Þetta er hans draumur og hans ástríða að verða þjálfari,“ hélt Reynir áfram. „Hann er búinn að vera að harka í því að fara til Englands og vinna þar. En þetta stór týpa, þetta stór karakter, hann tekur skrefið og tekur við Þrótti Vogum. Með fullri virðingu fyrir þeim fína klúbbi þá tekur hann það og gerir það af þeirri ástríðu og atvinnumennsku sem vill standa fyrir og fer með þá upp.“ „Þannig að maður verður að bera virðingu fyrir þessum gæja sem er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í öll þessi ár og var örugglega með draum um að verða þjálfari einhvers staðar erlendis. Hann er tilbúinn að taka þetta skref til þess að halda áfram í þessu.“ Albert var sammála kollega sínum og rifjaði upp tíma sinn hjá Fylki þegar hann lék undir stjórn Hemma. „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og ætlar sér langt í þjálfun. Þó svo að tímabilið hafi farið illa hjá okkur þegar hann var að þjálfa uppi í Árbæ þá hafði hann alltaf hópinn með sér, sama hvað. Eftir tímabilið þá vildi stærstur hluti hópsins halda honum,“ sagði Albert. „Það segir mjög mikið að í svona mótlæti að hafa samt alla með sér. Það var þannig með Hemma, það er auðvelt að fylgja honum.“ Kjartan greip þá boltann á lofti og sagði að Hemmi gæti verið lykillinn að því að Eyjamenn nái langt í sumar. „Ég var að hugsa þetta í undirbúningi fyrir þáttinn. Þetta Eyja-DNA, hann á einhvern veginn heima þar. En hann er þetta Eyja-DNA. Hann er holdgervingur þess sem manni finnst ÍBV standa fyrir. Kraftur, fagmennska og svona einhver trú á sjálfan sig sem Eyjamenn verða að ná að tappa inn í ef þeir ætla að gera rósir í sumar.“ Klippa: Stúkan um Hemma Hreiðars Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Innslagið hófst á því að sérfræðingar þáttarins voru að fara yfir leikmannamarkað Eyjamanna, en svo var skipt yfir á skrautleg augnablik á þjálfaraferli Hemma. Meðal annars þegar hann skipti sjálfum sér inn á í leik með ÍBV. Strákarnir í settinu gátu hlegið að þessum myndum, en vildu þó meina að Hemmi væri búinn að róast og þroskast sem þjálfari. „Það blæs í kringum hann, en hann er orðinn rólegri í dag,“ sagði Reynir áður en Albert stökk inn í og sagði að Hemmi væri búinn að þroskast. „En við verðum líka að bera virðingu fyrir því hjá Hemma að kemur og byrjar að þjálfa ÍBV og svo Fylki og það endar ekkert sérstaklega vel og hann fer svo út. Þetta er hans draumur og hans ástríða að verða þjálfari,“ hélt Reynir áfram. „Hann er búinn að vera að harka í því að fara til Englands og vinna þar. En þetta stór týpa, þetta stór karakter, hann tekur skrefið og tekur við Þrótti Vogum. Með fullri virðingu fyrir þeim fína klúbbi þá tekur hann það og gerir það af þeirri ástríðu og atvinnumennsku sem vill standa fyrir og fer með þá upp.“ „Þannig að maður verður að bera virðingu fyrir þessum gæja sem er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í öll þessi ár og var örugglega með draum um að verða þjálfari einhvers staðar erlendis. Hann er tilbúinn að taka þetta skref til þess að halda áfram í þessu.“ Albert var sammála kollega sínum og rifjaði upp tíma sinn hjá Fylki þegar hann lék undir stjórn Hemma. „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og ætlar sér langt í þjálfun. Þó svo að tímabilið hafi farið illa hjá okkur þegar hann var að þjálfa uppi í Árbæ þá hafði hann alltaf hópinn með sér, sama hvað. Eftir tímabilið þá vildi stærstur hluti hópsins halda honum,“ sagði Albert. „Það segir mjög mikið að í svona mótlæti að hafa samt alla með sér. Það var þannig með Hemma, það er auðvelt að fylgja honum.“ Kjartan greip þá boltann á lofti og sagði að Hemmi gæti verið lykillinn að því að Eyjamenn nái langt í sumar. „Ég var að hugsa þetta í undirbúningi fyrir þáttinn. Þetta Eyja-DNA, hann á einhvern veginn heima þar. En hann er þetta Eyja-DNA. Hann er holdgervingur þess sem manni finnst ÍBV standa fyrir. Kraftur, fagmennska og svona einhver trú á sjálfan sig sem Eyjamenn verða að ná að tappa inn í ef þeir ætla að gera rósir í sumar.“ Klippa: Stúkan um Hemma Hreiðars
Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira