Vaktin: „Gefist upp eða deyið“ Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 16. apríl 2022 14:30 Móðir og dóttir bíða eftir strætisvagni sem flytur þær frá borginni Sloviansk í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vísir/AP Rússar hafa gefið Úkraínumönnum afarkosti um að leggja niður vopn í Maríupól frá klukkan þrjú í nótt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa gefið hermönnum Úkraínu í Maríupól afarkosti um að leggja niður vopn frá klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur enn á ný varað við því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum gegn Úkraínu. Fjölmargir Rússa hafa tilneyddir þurft að snúa aftur til Rússlands vegna fjárhagsvandræða eftir að hafa flúið landið í upphafi stríðsins. Rússar hafa bannað helstu ráðamönnum Breta að koma til landsins vegna fjandsamlegra aðgerða Breta gagnvart Rússum. Sameinuðu þjóðirnar óttast að lokun hafna Úkraínu við Svartahaf muni leiða til hungursneyðar um heiminn allan, fólksflutninga og aukins óstöðugleika. Innrásin í Úkraínu hefur verið kölluð sértæk hernaðaraðgerð en þar gæti mögulega orðið breyting á. Sérfræðingar sem vakta sjónvarpsstöðvar Rússlands telja mögulegt að verið sé að leggja grunninn að því að lýsa yfir formlega yfir stríði við Úkraínu. Fregnir hafa borist af mannfalli í austurhluta Úkraínu af völdum loftárása næturinnar. Talið er að minnst tveir hafi látist. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að á milli 2.500 til 3.000 úkraínskir hermenn hafi látist í átökunum og um tíu þúsund hafi slasast. Yfirvöld í Úkraínu búa sig undir hefndaraðgerðir af hálfu Rússa fyrir að hafa sökkt flaggskipi Rússneska hersins, Moskvu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa gefið hermönnum Úkraínu í Maríupól afarkosti um að leggja niður vopn frá klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur enn á ný varað við því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum gegn Úkraínu. Fjölmargir Rússa hafa tilneyddir þurft að snúa aftur til Rússlands vegna fjárhagsvandræða eftir að hafa flúið landið í upphafi stríðsins. Rússar hafa bannað helstu ráðamönnum Breta að koma til landsins vegna fjandsamlegra aðgerða Breta gagnvart Rússum. Sameinuðu þjóðirnar óttast að lokun hafna Úkraínu við Svartahaf muni leiða til hungursneyðar um heiminn allan, fólksflutninga og aukins óstöðugleika. Innrásin í Úkraínu hefur verið kölluð sértæk hernaðaraðgerð en þar gæti mögulega orðið breyting á. Sérfræðingar sem vakta sjónvarpsstöðvar Rússlands telja mögulegt að verið sé að leggja grunninn að því að lýsa yfir formlega yfir stríði við Úkraínu. Fregnir hafa borist af mannfalli í austurhluta Úkraínu af völdum loftárása næturinnar. Talið er að minnst tveir hafi látist. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að á milli 2.500 til 3.000 úkraínskir hermenn hafi látist í átökunum og um tíu þúsund hafi slasast. Yfirvöld í Úkraínu búa sig undir hefndaraðgerðir af hálfu Rússa fyrir að hafa sökkt flaggskipi Rússneska hersins, Moskvu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira