Jonathan Glenn: Klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2022 13:00 Jonathan Glenn stýrir ÍBV í Bestu-deild kvenna í sumar. Stöð 2 Jonathan Glenn stýrir ÍBV í Bestu-deild kvenna á komandi tímabili, en þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Jonathan Glenn kom til landsins árið 2014 og lék þá með ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk í Pepsi-deildinni sem þá hét. Síðan þá hefur hann einnig leikið með Breiðablik og Fylki, en hann snéri svo aftur til Vestmannaeyja og kláraði ferilinn með ÍBV. Glenn lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020 en stýrir nú liði ÍBV í Bestu-deild kvenna. „Ég held að þetta sé góð áskorun og ég held að við séum nokkuð tilbúin í hana,“ sagði Glenn í samtali við Stöð 2. „Við erum búin að eiga fínt undirbúningstímabil og þetta er klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega.“ Glenn segir að merkmið liðsins í sumar sé aðallega að byggja ofan á starfið sem unnið var seinasta sumar. „Okkar aðalmarkmið verður að byggja ofan á seinasta sumar. Það er nokkuð um ný andlit í liðinu og einnig í kringum liðið. Þannig að ég held að á undirbúningstímabilinu hafi aðalmarkmiðið bara verið að finna leikstíl sem hentar þessum leikmannahópi.“ „Þannig að ef við horfum á tímabilið sem framundar er þá þurfum við bara að byggja ofan á seinasta tímabil og halda áfram að bæta okkur.“ ÍBV hefur sótt sér nýja leikmenn fyrir komandi tímabil, en þar ber hæst að nefna Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem snéri aftur heim til Eyja og kemur með mikla reynslu inn í liðið. „Að hafa svona leikmann sem er héðan frá eyjunni og ólst upp hér og hefur spilað fullt af leikjum með aðalliðinu muni bara bæta liðið og hjálpa yngri leikönnunum. “ Þá er Glenn giftur Eyjakonunni Þórhildi Ólafsdóttur sem hefur leikið 96 leiki í eftu deild og bikarkeppni hér á landi. Þórhildur hefur þó ekki spilað síðan 2018, en eiginmanninum tókst að koma henni á völlinn á nýjan leik. „Hún hefur komið skemmtilega á óvart. Hún var að hjálpa okur í vetur en núna hefur hún verið að leggja hart að sér og staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Það er engin pressa á henni en við erum hæfilega bjartsýn og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Glenn léttur að lokum. Viðtalið vi Jonathan Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jonathan Glenn innslag Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Jonathan Glenn kom til landsins árið 2014 og lék þá með ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk í Pepsi-deildinni sem þá hét. Síðan þá hefur hann einnig leikið með Breiðablik og Fylki, en hann snéri svo aftur til Vestmannaeyja og kláraði ferilinn með ÍBV. Glenn lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020 en stýrir nú liði ÍBV í Bestu-deild kvenna. „Ég held að þetta sé góð áskorun og ég held að við séum nokkuð tilbúin í hana,“ sagði Glenn í samtali við Stöð 2. „Við erum búin að eiga fínt undirbúningstímabil og þetta er klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega.“ Glenn segir að merkmið liðsins í sumar sé aðallega að byggja ofan á starfið sem unnið var seinasta sumar. „Okkar aðalmarkmið verður að byggja ofan á seinasta sumar. Það er nokkuð um ný andlit í liðinu og einnig í kringum liðið. Þannig að ég held að á undirbúningstímabilinu hafi aðalmarkmiðið bara verið að finna leikstíl sem hentar þessum leikmannahópi.“ „Þannig að ef við horfum á tímabilið sem framundar er þá þurfum við bara að byggja ofan á seinasta tímabil og halda áfram að bæta okkur.“ ÍBV hefur sótt sér nýja leikmenn fyrir komandi tímabil, en þar ber hæst að nefna Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem snéri aftur heim til Eyja og kemur með mikla reynslu inn í liðið. „Að hafa svona leikmann sem er héðan frá eyjunni og ólst upp hér og hefur spilað fullt af leikjum með aðalliðinu muni bara bæta liðið og hjálpa yngri leikönnunum. “ Þá er Glenn giftur Eyjakonunni Þórhildi Ólafsdóttur sem hefur leikið 96 leiki í eftu deild og bikarkeppni hér á landi. Þórhildur hefur þó ekki spilað síðan 2018, en eiginmanninum tókst að koma henni á völlinn á nýjan leik. „Hún hefur komið skemmtilega á óvart. Hún var að hjálpa okur í vetur en núna hefur hún verið að leggja hart að sér og staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Það er engin pressa á henni en við erum hæfilega bjartsýn og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Glenn léttur að lokum. Viðtalið vi Jonathan Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jonathan Glenn innslag
Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira