Segir Úkraínumenn tilbúna fyrir átökin: „Við munum berjast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 21:59 Úkraínskar hersveitir reyna nú að halda aftur af Rússum í austurhluta landsins, þar á meðal Kharkív. AP/Felipe Dana Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að baráttan um Donbas sé hafin en aukinn þungi hefur færst í sókn Rússa í austurhluta landsins í dag. Forsetinn sagði að Úkraínumenn munu halda áfram að berjast og það væri aðeins tímaspursmál hvenær þeir ná sínum svæðum aftur. „Nú getum við sagt að rússneskir hermenn hafi hafið baráttuna um Donbas sem þeir hafa lengi verið að undirbúa sig fyrir. Stór hluti rússneska hersins beinir nú athygli sinni að þessari sókn,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu í kvöld. „Óháð því hversu margir rússneskir hermenn verða sendir þangað, þá munum við berjast. Við munum verja okkur. Við munum gera þetta á hverjum degi. Við munum ekki gefa eftir neitt sem er úkraínskt og við þurfum ekki eitthvað sem við eigum ekki,“ sagði hann enn fremur. Now President Zelensky, in a new public address, says Russia has begun the battle for the Donbas and concentrated a large part of its army there for an all-out offensive in eastern Ukraine. pic.twitter.com/Itp6VX1ROJ— Christopher Miller (@ChristopherJM) April 18, 2022 Þá sagði hann rússneska herforingja þurfa að fara varlega, í ljósi þess gríðarlega mannfalls sem rússneski herinn hefur orðið fyrir, annars verði enginn eftir til að berjast fyrir þá. Selenskí þakkaði úkraínskum hermönnum og sagði þá enn standa keika. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær við náum að frelsa öll svæði okkar ríkis,“ sagði Selenskí. Reyna að komast í gegnum varnir Úkraínumanna Oleksiy Danilov, yfirmaður þjóðaröryggis- og varnamálaráðs Úkraínu, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að rússneskar hersveitir reyni nú að komast í gegnum varnir Úkraínumanna á þremur svæðum, það eru Luhansk, Donetsk og Kharkív. „Sem betur fer hefur herinn okkar náð að þrauka og aðeins í tveimur borgum hafa [rússneskir hermenn] komist áfram,“ sagði Danilov. „En átökin halda áfram, við munum ekki gefa upp landsvæði okkar og tilraunin til að hefja næsta virka fasa hófst í morgun.“ russia s genocidal army is concentrating its forces in eastern Ukraine. Rocket attacks, bombings, and artillery shelling are widespread.Mariupol is being destroyed by multiton air bombs.Our warriors are beating and will continue to beat the enemy. #ArmUkraineNow— Defence of Ukraine (@DefenceU) April 18, 2022 Andriy Yermak, yfirmaður skrifstofu Úkraínuforseta, sagði sömuleiðis fyrr í dag að „annar fasi stríðsins“ væri hafinn í Donbas en að hann hafði trú á úkraínskum hermönnum. Sameinuðu þjóðirnar segja vopnahlé í Úkraínu ekki vera á sjóndeildarhringnum að svo stöddu en að það gæti gerst innan næstu vikna. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðardeildar Sameinuðu þjóðanna, sagði það fara eftir því hvernig viðræður ganga á næstunni. Engar öruggar borgir í Úkraínu Alls hafa átta almennir borgarar látist í árásum Rússa það sem af er degi í Donbas. Fjórir létust í árás í Donetsk héraði auk þess sem fjórir létust í borginni Keminna í Luhansk héraði þegar borgin féll í hendur Rússa í nótt. Árásir hafa einnig verið tilkynntar víðar í dag en í vesturhluta landsins létust sjö í Lviv í nótt og í norðurhluta landsins létust tveir í Kharkív. Lviv er aðeins um sextíu kílómetra frá landamærum Úkraínu og Póllandi hefur þótt nokkuð örugg þar sem lítið hefur verið um átök svo vestarlega í landinu en undanfarið hafa átökin verið hvað hörðust í austurhluta landsins. Flóttafólk hefur leitað skjóls í borginni og margir farið þar í gegn á leið sinni til Póllands. Með loftárásunum í nótt sendu Rússar skýr skilaboð um að hvernig í landinu sé öruggt að vera. „Í dag eru engar öruggar borgir í Úkraínu. Í dag eru allir í sömu stöðu,“ sagði Andriy Sadovy, borgarstjóri Lviv, um málið í dag. Pútín segir stefnu Vesturveldanna hafa misheppnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti heiðraði í dag hersveit sem var í bænum Bútsja þar sem hundrað almennir borgarar létu lífið. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sagt að stríðsglæpir hafi verið framdir þar. Þá sagði forsetinn í dag efnahagsþvinganir Vesturveldanna ekki hafa skilað tilætluðum árangri. „Við getum nú sagt með fullri vissu að þessi stefna gagnvart Rússlandi hefur misheppnast. Hin efnahagslega leiftursókn virkaði ekki. Aukinheldur komust sjálfir upphafsmennirnir ekki upp með refsiaðgerðirnar,“ sagði Pútín. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. 18. apríl 2022 07:40 Umsóknarferli Úkraínu um aðild að ESB farið af stað Sérfræðingur í innanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í kvöld á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. 17. apríl 2022 22:08 Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
„Nú getum við sagt að rússneskir hermenn hafi hafið baráttuna um Donbas sem þeir hafa lengi verið að undirbúa sig fyrir. Stór hluti rússneska hersins beinir nú athygli sinni að þessari sókn,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu í kvöld. „Óháð því hversu margir rússneskir hermenn verða sendir þangað, þá munum við berjast. Við munum verja okkur. Við munum gera þetta á hverjum degi. Við munum ekki gefa eftir neitt sem er úkraínskt og við þurfum ekki eitthvað sem við eigum ekki,“ sagði hann enn fremur. Now President Zelensky, in a new public address, says Russia has begun the battle for the Donbas and concentrated a large part of its army there for an all-out offensive in eastern Ukraine. pic.twitter.com/Itp6VX1ROJ— Christopher Miller (@ChristopherJM) April 18, 2022 Þá sagði hann rússneska herforingja þurfa að fara varlega, í ljósi þess gríðarlega mannfalls sem rússneski herinn hefur orðið fyrir, annars verði enginn eftir til að berjast fyrir þá. Selenskí þakkaði úkraínskum hermönnum og sagði þá enn standa keika. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær við náum að frelsa öll svæði okkar ríkis,“ sagði Selenskí. Reyna að komast í gegnum varnir Úkraínumanna Oleksiy Danilov, yfirmaður þjóðaröryggis- og varnamálaráðs Úkraínu, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að rússneskar hersveitir reyni nú að komast í gegnum varnir Úkraínumanna á þremur svæðum, það eru Luhansk, Donetsk og Kharkív. „Sem betur fer hefur herinn okkar náð að þrauka og aðeins í tveimur borgum hafa [rússneskir hermenn] komist áfram,“ sagði Danilov. „En átökin halda áfram, við munum ekki gefa upp landsvæði okkar og tilraunin til að hefja næsta virka fasa hófst í morgun.“ russia s genocidal army is concentrating its forces in eastern Ukraine. Rocket attacks, bombings, and artillery shelling are widespread.Mariupol is being destroyed by multiton air bombs.Our warriors are beating and will continue to beat the enemy. #ArmUkraineNow— Defence of Ukraine (@DefenceU) April 18, 2022 Andriy Yermak, yfirmaður skrifstofu Úkraínuforseta, sagði sömuleiðis fyrr í dag að „annar fasi stríðsins“ væri hafinn í Donbas en að hann hafði trú á úkraínskum hermönnum. Sameinuðu þjóðirnar segja vopnahlé í Úkraínu ekki vera á sjóndeildarhringnum að svo stöddu en að það gæti gerst innan næstu vikna. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðardeildar Sameinuðu þjóðanna, sagði það fara eftir því hvernig viðræður ganga á næstunni. Engar öruggar borgir í Úkraínu Alls hafa átta almennir borgarar látist í árásum Rússa það sem af er degi í Donbas. Fjórir létust í árás í Donetsk héraði auk þess sem fjórir létust í borginni Keminna í Luhansk héraði þegar borgin féll í hendur Rússa í nótt. Árásir hafa einnig verið tilkynntar víðar í dag en í vesturhluta landsins létust sjö í Lviv í nótt og í norðurhluta landsins létust tveir í Kharkív. Lviv er aðeins um sextíu kílómetra frá landamærum Úkraínu og Póllandi hefur þótt nokkuð örugg þar sem lítið hefur verið um átök svo vestarlega í landinu en undanfarið hafa átökin verið hvað hörðust í austurhluta landsins. Flóttafólk hefur leitað skjóls í borginni og margir farið þar í gegn á leið sinni til Póllands. Með loftárásunum í nótt sendu Rússar skýr skilaboð um að hvernig í landinu sé öruggt að vera. „Í dag eru engar öruggar borgir í Úkraínu. Í dag eru allir í sömu stöðu,“ sagði Andriy Sadovy, borgarstjóri Lviv, um málið í dag. Pútín segir stefnu Vesturveldanna hafa misheppnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti heiðraði í dag hersveit sem var í bænum Bútsja þar sem hundrað almennir borgarar létu lífið. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sagt að stríðsglæpir hafi verið framdir þar. Þá sagði forsetinn í dag efnahagsþvinganir Vesturveldanna ekki hafa skilað tilætluðum árangri. „Við getum nú sagt með fullri vissu að þessi stefna gagnvart Rússlandi hefur misheppnast. Hin efnahagslega leiftursókn virkaði ekki. Aukinheldur komust sjálfir upphafsmennirnir ekki upp með refsiaðgerðirnar,“ sagði Pútín.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. 18. apríl 2022 07:40 Umsóknarferli Úkraínu um aðild að ESB farið af stað Sérfræðingur í innanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í kvöld á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. 17. apríl 2022 22:08 Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. 18. apríl 2022 07:40
Umsóknarferli Úkraínu um aðild að ESB farið af stað Sérfræðingur í innanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í kvöld á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. 17. apríl 2022 22:08
Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01