Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 08:30 Stuðningsfólk Man Utd vonar að Ralf hafi rétt fyrir sér. EPA-EFE/TIM KEETON Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. Liverpool og Man United mætast í kvöld í því sem var hér áður einn mest spennandi leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Hér áður fyrr var það Man Utd sem var að berjast um enska meistaratitilinn en á undanförnum árum hefur taflið heldur betur snúist við. Liverpool hefur verið í toppbaráttunni á undanförnum árum á meðan stuðningsfólk Man Utd lætur sig dreyma um Meistaradeildarsæti. Rangnick hefur hins vegar lofað stuðningsfólk Manchester-liðsins að félagið muni ekki fara í gegnum sama þurrkatímabil og erkifjendur þeirra í Liverpool. „Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að við förum 30 ár án meistaratitils því það er augljóst hverju við þurfum að breyta. Við þurfum að endurbyggja félagið fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick við blaðamenn fyrir leik kvöldsins. „Ef þú veist hvað þú vilt þá tekur þetta aðeins tvo til þrjá félagaskiptaglugga. Ef þú veist ekki hvað þú vilt er þetta eins og að finna nál í heystakk.“ „Ef þú veist hvernig fótbolta þú vilt spila og hvernig leikmenn eða týpur þú vilt í hverja stöðu þá snýst þetta um að finna réttu leikmennina og sannfæra þá um að koma,“ bætti Rangnick við. Hann mun eflaust aðstoða Erik ten Hag, væntanlega þjálfara liðsins, við að finna þá leikmenn sem henta hvað best en Rangnick mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Man United eftir að Ten Hag tekur við þjálfun þess. Það má segja að Liverpool sé að njóta góðs af hæfileikum Rangnick til að finna góða leikmenn en hann fékk alls sex núverandi leikmenn liðsins til félaga í Þýskalandi á sínum tíma. Roberto Firmino kom til Hoffenheim þegar Rangnick var þar. Joël Matip kom til Schalke 04, Sadio Mané, Naby Keïta, Ibrahima Konate og Takumi Minamino voru svo allir keyptir til Red Bull-liðanna þegar Rangnick var yfirmaður þar. „Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki geimvísindi. Liverpool endaði í 8. sæti tímabilið áður en Jürgen Klopp tók við liðinu. Það tók hann tvo félagaskiptaglugga. Réttir leikmenn voru keyptir og réttir leikmenn voru seldir. Þess vegna eru þeir þar sem þeir eru,“ sagði Rangnick að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira
Liverpool og Man United mætast í kvöld í því sem var hér áður einn mest spennandi leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Hér áður fyrr var það Man Utd sem var að berjast um enska meistaratitilinn en á undanförnum árum hefur taflið heldur betur snúist við. Liverpool hefur verið í toppbaráttunni á undanförnum árum á meðan stuðningsfólk Man Utd lætur sig dreyma um Meistaradeildarsæti. Rangnick hefur hins vegar lofað stuðningsfólk Manchester-liðsins að félagið muni ekki fara í gegnum sama þurrkatímabil og erkifjendur þeirra í Liverpool. „Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að við förum 30 ár án meistaratitils því það er augljóst hverju við þurfum að breyta. Við þurfum að endurbyggja félagið fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick við blaðamenn fyrir leik kvöldsins. „Ef þú veist hvað þú vilt þá tekur þetta aðeins tvo til þrjá félagaskiptaglugga. Ef þú veist ekki hvað þú vilt er þetta eins og að finna nál í heystakk.“ „Ef þú veist hvernig fótbolta þú vilt spila og hvernig leikmenn eða týpur þú vilt í hverja stöðu þá snýst þetta um að finna réttu leikmennina og sannfæra þá um að koma,“ bætti Rangnick við. Hann mun eflaust aðstoða Erik ten Hag, væntanlega þjálfara liðsins, við að finna þá leikmenn sem henta hvað best en Rangnick mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Man United eftir að Ten Hag tekur við þjálfun þess. Það má segja að Liverpool sé að njóta góðs af hæfileikum Rangnick til að finna góða leikmenn en hann fékk alls sex núverandi leikmenn liðsins til félaga í Þýskalandi á sínum tíma. Roberto Firmino kom til Hoffenheim þegar Rangnick var þar. Joël Matip kom til Schalke 04, Sadio Mané, Naby Keïta, Ibrahima Konate og Takumi Minamino voru svo allir keyptir til Red Bull-liðanna þegar Rangnick var yfirmaður þar. „Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki geimvísindi. Liverpool endaði í 8. sæti tímabilið áður en Jürgen Klopp tók við liðinu. Það tók hann tvo félagaskiptaglugga. Réttir leikmenn voru keyptir og réttir leikmenn voru seldir. Þess vegna eru þeir þar sem þeir eru,“ sagði Rangnick að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira