Þiggur laun fyrir að tala vel um HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2022 15:01 Nadia Nadim er einum leik frá því að spila 100 A-landsleiki fyrir Danmörku. Getty/Andrea Staccioli Danska landsliðskonan Nadia Nadim hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna starfa sinna sem sendiherra fyrir HM karla í fótbolta sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Hún fær greitt fyrir að auglýsa mótið. Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Nadim í ljósi þess við hvaða aðstæður verkafólk hefur búið við í Katar, í uppbyggingu fyrir HM, og vegna þess hvernig mannréttindi eru fótum troðin í landinu þar sem til að mynda er ólöglegt að vera samkynhneigður. Flóttamannaaðstoð Danmerkur tilkynnti til dæmis í síðustu viku að samstarfi við Nadim hefði verið slitið vegna starfa hennar fyrir HM í Katar. Nadim, sem sjálf kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan, var áður erindreki Flóttamannaaðstoðarinnar. Þá hafa dönsku leikmannasamtökin harmað ákvörðun hinnar 34 ára gömlu Nadim, sem í dag er leikmaður Racing Louisville í Bandaríkjunum og á að baki 99 A-landsleiki fyrir Danmörku. Danski miðillinn Ekstra Bladet fjallar um það í dag að Nadim fái svo sannarlega greitt fyrir störf sín í þágu HM í Katar. Það hafi sannast í nýrri Instagram-færslu hennar þar sem standi að um „kostað samstarf“ sé að ræða. View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) Ekstra Bladet hefur ítrekað reynt að fá svör frá Nadim um það af hverju hún kjósi að auglýsa HM í Katar, og hvað hún fái nákvæmlega greitt fyrir það, en ekki fengið nein svör. Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Nadim í ljósi þess við hvaða aðstæður verkafólk hefur búið við í Katar, í uppbyggingu fyrir HM, og vegna þess hvernig mannréttindi eru fótum troðin í landinu þar sem til að mynda er ólöglegt að vera samkynhneigður. Flóttamannaaðstoð Danmerkur tilkynnti til dæmis í síðustu viku að samstarfi við Nadim hefði verið slitið vegna starfa hennar fyrir HM í Katar. Nadim, sem sjálf kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan, var áður erindreki Flóttamannaaðstoðarinnar. Þá hafa dönsku leikmannasamtökin harmað ákvörðun hinnar 34 ára gömlu Nadim, sem í dag er leikmaður Racing Louisville í Bandaríkjunum og á að baki 99 A-landsleiki fyrir Danmörku. Danski miðillinn Ekstra Bladet fjallar um það í dag að Nadim fái svo sannarlega greitt fyrir störf sín í þágu HM í Katar. Það hafi sannast í nýrri Instagram-færslu hennar þar sem standi að um „kostað samstarf“ sé að ræða. View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) Ekstra Bladet hefur ítrekað reynt að fá svör frá Nadim um það af hverju hún kjósi að auglýsa HM í Katar, og hvað hún fái nákvæmlega greitt fyrir það, en ekki fengið nein svör.
Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira