„Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 06:55 Úkraínski hershöfðinginn Serhiy Volyna vill að óbreyttum borgurum verði komið örugglega í burtu frá stálverksmiðjunni í Mariupol. EPA „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. Rússneski herinn hefur sett hermönnunum úrslitakosti, að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja það ekki standa til. Harðir bardagar hafa staðið í Mariupol allt frá upphafi innrásarinnar í lok febrúar og hafa hundruð þúsunda Úkraínumanna þurft að lifa þar án vatns og rafmagns. Rússar hafa umkringt borgina og eru síðustu úkraínsku hermennirnir nú í stálverksmiðjunni Azovtal. Úkraínska leyniþjónustan kveðst hafa upplýsingar um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ákveðið að bæla niður síðustu andspyrnuna í Mariupol, sama hvað. Í frétt CNN segir að Volyna hafi biðlað til heimsbyggðarinnar í gærkvöldi þar sem hann bað um aðstoð. „Ég er með skilaboð til heimsins. Þetta kunna að verða mín hinstu skilaboð. Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Hann sagðist vilja að óbreyttir borgarar sem hafast við í Azovtal verði fluttir á brott með þyrlum á örugg svæði. Sagðist hann vona að leiðtogar heims sammælist um að ráðist verði í slíka aðgerð. „Við erum fullkomlega umkringd. Það eru líka um fimm hundruð særðir hermenn hérna sem fá enga aðhlynningu. Þeir rotna bókstaflega. Það eru líka almennir borgarar sem þjást eftir sprengingar,“ segir Volyna sem segir Rússa beita loftárásum og stórskotahernaði. Hann segir Rússa á svæðinu nú vera margfalt fleiri en Úkraínumenn og að þeir hafi yfirburði þegar kemur að vopnum. „En við munum berjast til síðasta manns. Tíminn fer hins vegar að verða á þrotum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Rússneski herinn hefur sett hermönnunum úrslitakosti, að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja það ekki standa til. Harðir bardagar hafa staðið í Mariupol allt frá upphafi innrásarinnar í lok febrúar og hafa hundruð þúsunda Úkraínumanna þurft að lifa þar án vatns og rafmagns. Rússar hafa umkringt borgina og eru síðustu úkraínsku hermennirnir nú í stálverksmiðjunni Azovtal. Úkraínska leyniþjónustan kveðst hafa upplýsingar um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ákveðið að bæla niður síðustu andspyrnuna í Mariupol, sama hvað. Í frétt CNN segir að Volyna hafi biðlað til heimsbyggðarinnar í gærkvöldi þar sem hann bað um aðstoð. „Ég er með skilaboð til heimsins. Þetta kunna að verða mín hinstu skilaboð. Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Hann sagðist vilja að óbreyttir borgarar sem hafast við í Azovtal verði fluttir á brott með þyrlum á örugg svæði. Sagðist hann vona að leiðtogar heims sammælist um að ráðist verði í slíka aðgerð. „Við erum fullkomlega umkringd. Það eru líka um fimm hundruð særðir hermenn hérna sem fá enga aðhlynningu. Þeir rotna bókstaflega. Það eru líka almennir borgarar sem þjást eftir sprengingar,“ segir Volyna sem segir Rússa beita loftárásum og stórskotahernaði. Hann segir Rússa á svæðinu nú vera margfalt fleiri en Úkraínumenn og að þeir hafi yfirburði þegar kemur að vopnum. „En við munum berjast til síðasta manns. Tíminn fer hins vegar að verða á þrotum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25