Serena og Lewis Hamilton hluti af hópi fjárfesta sem vill kaupa Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 13:01 Lewis Hamilton og Serena Williams gætu átt lítinn hlut í Chelsea þegar félagið verður loksins selt. Eurosport Enska fótboltafélagið Chelsea er til sölu og virðist vera töluverður fjöldi fólks sem er tilbúið að festa kaup á félaginu. Það kostar hins vegar morðfjár og ekki margir sem geta keypt það án þess að fá utanaðkomandi aðstoð. Þar koma tennisdrottningin Serena Williams og eitt albesti ökumaður allra tíma, Lewis Hamilton, inn í. Samkvæmt heimildum Reuters eru Serena Williams og Lewis Hamilton hluti af teymi Martins Broughton en þessi fyrrum formaður fótboltafélagsins Liverpool og flugfélagsins British Airways vill ólmur kaupa Chelsea. Bæði Serena og Hamilton munu leggja til tíu milljónir punda hvort til að aðstoða Broughton -og þann hóp fjárfesta sem hann hefur með sér – við kaupin á Chelsea. Sir Lewis Hamilton and Serena Williams are committing an estimated £10 million EACH to a takeover bid for Chelsea Football Club.Full story: https://t.co/qLjK7EG7mV pic.twitter.com/GYp67TeJMj— ESPN F1 (@ESPNF1) April 21, 2022 Serena hefur unnið 23 risamót á tennisferli sínum en hefur einnig fjárfest ríkulega í hinum ýmsu hlutum að undanförnu. Til að mynda er hún hluti af glæstu teymi sem setti Angel City – kvennafótboltalið í Bandaríkjunum – á laggirnar. Sömu sögu er að segja af Hamilton sem hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1nkappakstri. Það sem kemur ef til vill helst á óvart við þessar fréttir er að Hamilton er Arsenal stuðningsmaður. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem stórstjörnur íþróttaheimsins myndu fjárfesta í enskum fótboltaliðum en körfuboltakappinn LeBron James hefur verið lítill hluthafi í Liverpool í meira en áratug. Roman Abramovich keypti Chelsea í upphafi aldarinnar og hefur verið eigandi félagsins allar götur síðan. Hann er nú að reyna selja félagið og koma eingöngu fjárfestingarhópar til greina. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hver kaupir á endanum Evrópumeistarana og hvort svo fjölmenn stjórn muni geta fylgt eftir árangri Abramovich en Rússinn hefur dælt eigin fé inn í félagið allt síðan hann keypti það. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Þar koma tennisdrottningin Serena Williams og eitt albesti ökumaður allra tíma, Lewis Hamilton, inn í. Samkvæmt heimildum Reuters eru Serena Williams og Lewis Hamilton hluti af teymi Martins Broughton en þessi fyrrum formaður fótboltafélagsins Liverpool og flugfélagsins British Airways vill ólmur kaupa Chelsea. Bæði Serena og Hamilton munu leggja til tíu milljónir punda hvort til að aðstoða Broughton -og þann hóp fjárfesta sem hann hefur með sér – við kaupin á Chelsea. Sir Lewis Hamilton and Serena Williams are committing an estimated £10 million EACH to a takeover bid for Chelsea Football Club.Full story: https://t.co/qLjK7EG7mV pic.twitter.com/GYp67TeJMj— ESPN F1 (@ESPNF1) April 21, 2022 Serena hefur unnið 23 risamót á tennisferli sínum en hefur einnig fjárfest ríkulega í hinum ýmsu hlutum að undanförnu. Til að mynda er hún hluti af glæstu teymi sem setti Angel City – kvennafótboltalið í Bandaríkjunum – á laggirnar. Sömu sögu er að segja af Hamilton sem hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1nkappakstri. Það sem kemur ef til vill helst á óvart við þessar fréttir er að Hamilton er Arsenal stuðningsmaður. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem stórstjörnur íþróttaheimsins myndu fjárfesta í enskum fótboltaliðum en körfuboltakappinn LeBron James hefur verið lítill hluthafi í Liverpool í meira en áratug. Roman Abramovich keypti Chelsea í upphafi aldarinnar og hefur verið eigandi félagsins allar götur síðan. Hann er nú að reyna selja félagið og koma eingöngu fjárfestingarhópar til greina. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hver kaupir á endanum Evrópumeistarana og hvort svo fjölmenn stjórn muni geta fylgt eftir árangri Abramovich en Rússinn hefur dælt eigin fé inn í félagið allt síðan hann keypti það.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira