Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 14:08 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, vill að lögregla svari fyrir verklag sitt. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. Píratar segja framkomu lögreglu gagnvart börnum í minnihlutahópum vera alvarlega og að lögregla verði að svara fyrir verklag sitt í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama sem slapp úr haldi lögreglu frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Því hafi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður flokksins, farið fram á að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Framkoma lögreglu gagnvart börnum í minnihlutahópum vegna útlits er alvarleg og nauðsynlegt að hún svari fyrir verklag sitt. Því hefur @arndisg farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar. https://t.co/NJ49zvQDD7— Píratar (@PiratarXP) April 21, 2022 Lögregla hefur nú í tvígang haft afskipti af sextán ára dreng í tengslum við leitina að Gabríel, að því er virðist aðeins vegna þess að hann er þeldökkur líkt og Gabríel. Í gær var greint frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi haft afskipti af drengnum í strætisvagni. Margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Það var svo í morgun þegar drengurinn var staddur í bakaríi í Mjódd ásamt móður sinni þegar lögreglumenn renndu í hlað og höfðu afskipti af þeim. Móðir hans segir að karlmaður á Teslu-bifreið hafi hringt á lögreglu þegar hann sá son hennar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun. Reykjavík Lögreglumál Píratar Alþingi Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Tengdar fréttir Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Píratar segja framkomu lögreglu gagnvart börnum í minnihlutahópum vera alvarlega og að lögregla verði að svara fyrir verklag sitt í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama sem slapp úr haldi lögreglu frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Því hafi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður flokksins, farið fram á að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Framkoma lögreglu gagnvart börnum í minnihlutahópum vegna útlits er alvarleg og nauðsynlegt að hún svari fyrir verklag sitt. Því hefur @arndisg farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar. https://t.co/NJ49zvQDD7— Píratar (@PiratarXP) April 21, 2022 Lögregla hefur nú í tvígang haft afskipti af sextán ára dreng í tengslum við leitina að Gabríel, að því er virðist aðeins vegna þess að hann er þeldökkur líkt og Gabríel. Í gær var greint frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi haft afskipti af drengnum í strætisvagni. Margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Það var svo í morgun þegar drengurinn var staddur í bakaríi í Mjódd ásamt móður sinni þegar lögreglumenn renndu í hlað og höfðu afskipti af þeim. Móðir hans segir að karlmaður á Teslu-bifreið hafi hringt á lögreglu þegar hann sá son hennar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun.
Reykjavík Lögreglumál Píratar Alþingi Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Tengdar fréttir Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01
Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18
Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13
Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53