Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 79-84| Fyrsti útisigur Tindastóls í úrslitakeppninni undir stjórn Baldurs Andri Már Eggertsson skrifar 21. apríl 2022 22:40 Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur. Hulda Margrét Fyrsti leikur í einvígi Njarðvíkur og Tindastóls stóðst allar væntingar. Það var rífandi stemning í Ljónagryfjunni og liðin spiluðu körfubolta af bestu gerð. Tindastóll vann 79-84 og var þetta fyrsti sigur Tindastóls á útivelli í úrslitakeppninni undir stjórn Baldurs Þórs Ragnarssonar Ljónagryfjan var smekkfull og var rífandi stemning klukkutíma fyrir leik. Til að setja þetta í samhengi þá nötraði gólfið þegar heimaliðið var kynnt. Það hefur verið mikið rætt um Sigurð Gunnar Þorsteinsson í úrslitakeppninni. Sigurður byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á í fyrsta leikhluta þar sem hann klikkaði meðal annars á tveimur sniðskotum og fékk tvær villur. Fyrsti leikhluti var í járnum en heimamenn gerðu síðustu átta stigin í leikhlutanum og voru níu stigum yfir 25-16. Haukur Helgi Pálsson og Fotios Lampropoulos byrjuðu vel og gerðu fyrstu ellefu stig Njarðvíkur. Njarðvík var yfir í sautján mínútur í fyrri hálfleik en Sigtryggur Arnar Björnsson dró vagninn fyrir gestina og gerði 13 stig í fyrri hálfleik. Tindastóll vann fyrri hálfleik með 11 stigum þegar hann var inn á vellinum. Mario Matasovic endaði fyrri hálfleik með tilþrifum leiksins þar sem hann tróð með miklum látum. Staðan í hálfleik var 43-41. Það var mikil orka í vörn Tindastóls í upphafi síðari hálfleiks. Tindastóll stal þremur boltum á fyrstu þremur mínútunum. Þriðji leikhluti var stál í stál. Tindastóll byrjaði betur en heimamenn gerðu sex stig í röð undir lok þriðja leikhluta og voru tveimur stigum yfir 62-60 þegar haldið var í síðustu lotu. Tindastóll byrjaði fjórða leikhluta frábærlega. Gestirnir gerðu fyrstu sjö stigin sem endaði með að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, tók leikhlé. Benedikt kveikti í sínum mönnum og heimamenn gerðu sjö stig í röð. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, tók þá leikhlé. Það er mikil skák milli þjálfarana í úrslitakeppninni. Tindastóll var með meiri orku á lokamínútunum sem skilaði sér í fimm stiga sigri 79-84. Af hverju vann Tindastóll? Vörn Tindastóls var frábær sem hélt Njarðvík undir 80 stigum. Það var meiri þreyta í Njarðvík á lokamínútunum enda gestirnir búnir að djöflast í Njarðvík allan leikinn. Tindastóll vann síðasta fjórðung með sjö stigum og þar við sat. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar Björnsson var afar mikilvægur fyrir Tindastól í kvöld. Sigtryggur endaði með 20 stig, fimm stoðsendingar og 23 framlagspunkta. Taiwo Hassan Badmus gerði 17 stig, tók 9 fráköst og endaði með 20 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Nicolas Richotti fann sig ekki í leiknum. Hann tók níu skot í opnum leik og hitti aðeins úr einu. Richotti tók mikilvægasta skot leiksins þegar hann gat sett leikinn í framlengingu en klikkaði. Mario Matasovic var einnig með afar lélega skotnýtingu í opnum leik en hann tók ellefu skot og hitti úr þremur. Hvað gerist næst? Liðin mætast í Síkinu á sunnudaginn klukkan 20:15. Benedikt: Það er kominn pressa á okkur Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð brattur eftir tap gegn TindastólVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með tap á heimavelli í kvöld. „Það vantaði lítið upp á hjá okkur. Bæði lið tóku sín áhlaup og þetta var fram og til baka leikur en Tindastóll átti síðasta áhlaupið,“ sagði Benedikt og bætti við að Njarðvík fékk tækifæri til að jafna leikinn en hans menn nýttu það ekki. Benedikt var nokkuð brattur þrátt fyrir tap og var ánægður með varnarleik Njarðvíkur. „Mér fannst við verjast vel sem lið á móti því sem Tindastóll var að gera en sóknarfráköstin fóru illa með okkur, við spiluðum góða vörn í 22 sekúndur og svo misstum við menn frá okkur í einn á einn vörninni sem við verðum að laga.“ „Sóknarlega fannst mér við gera ýmislegt vel en við verðum að fara hreyfa boltann hraðar.“ Það var töluverður munur frá því liðin spiluðu. Njarðvík sópaði út KR á meðan Tindastóll fór í fimm leiki gegn Keflavík. „Tindastóll er í þvílíkum takti. Við þurfum að finna okkar takt aftur. Ég get ekki verið svekktur út í frammistöðu Mario Matasovic því hann hefur verið frábær í allan vetur. Ég vona að við verðum betri eftir því sem líður á einvígið og það er kominn pressa á okkur þar sem við megum helst ekki tapa næsta leik,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll
Fyrsti leikur í einvígi Njarðvíkur og Tindastóls stóðst allar væntingar. Það var rífandi stemning í Ljónagryfjunni og liðin spiluðu körfubolta af bestu gerð. Tindastóll vann 79-84 og var þetta fyrsti sigur Tindastóls á útivelli í úrslitakeppninni undir stjórn Baldurs Þórs Ragnarssonar Ljónagryfjan var smekkfull og var rífandi stemning klukkutíma fyrir leik. Til að setja þetta í samhengi þá nötraði gólfið þegar heimaliðið var kynnt. Það hefur verið mikið rætt um Sigurð Gunnar Þorsteinsson í úrslitakeppninni. Sigurður byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á í fyrsta leikhluta þar sem hann klikkaði meðal annars á tveimur sniðskotum og fékk tvær villur. Fyrsti leikhluti var í járnum en heimamenn gerðu síðustu átta stigin í leikhlutanum og voru níu stigum yfir 25-16. Haukur Helgi Pálsson og Fotios Lampropoulos byrjuðu vel og gerðu fyrstu ellefu stig Njarðvíkur. Njarðvík var yfir í sautján mínútur í fyrri hálfleik en Sigtryggur Arnar Björnsson dró vagninn fyrir gestina og gerði 13 stig í fyrri hálfleik. Tindastóll vann fyrri hálfleik með 11 stigum þegar hann var inn á vellinum. Mario Matasovic endaði fyrri hálfleik með tilþrifum leiksins þar sem hann tróð með miklum látum. Staðan í hálfleik var 43-41. Það var mikil orka í vörn Tindastóls í upphafi síðari hálfleiks. Tindastóll stal þremur boltum á fyrstu þremur mínútunum. Þriðji leikhluti var stál í stál. Tindastóll byrjaði betur en heimamenn gerðu sex stig í röð undir lok þriðja leikhluta og voru tveimur stigum yfir 62-60 þegar haldið var í síðustu lotu. Tindastóll byrjaði fjórða leikhluta frábærlega. Gestirnir gerðu fyrstu sjö stigin sem endaði með að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, tók leikhlé. Benedikt kveikti í sínum mönnum og heimamenn gerðu sjö stig í röð. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, tók þá leikhlé. Það er mikil skák milli þjálfarana í úrslitakeppninni. Tindastóll var með meiri orku á lokamínútunum sem skilaði sér í fimm stiga sigri 79-84. Af hverju vann Tindastóll? Vörn Tindastóls var frábær sem hélt Njarðvík undir 80 stigum. Það var meiri þreyta í Njarðvík á lokamínútunum enda gestirnir búnir að djöflast í Njarðvík allan leikinn. Tindastóll vann síðasta fjórðung með sjö stigum og þar við sat. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar Björnsson var afar mikilvægur fyrir Tindastól í kvöld. Sigtryggur endaði með 20 stig, fimm stoðsendingar og 23 framlagspunkta. Taiwo Hassan Badmus gerði 17 stig, tók 9 fráköst og endaði með 20 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Nicolas Richotti fann sig ekki í leiknum. Hann tók níu skot í opnum leik og hitti aðeins úr einu. Richotti tók mikilvægasta skot leiksins þegar hann gat sett leikinn í framlengingu en klikkaði. Mario Matasovic var einnig með afar lélega skotnýtingu í opnum leik en hann tók ellefu skot og hitti úr þremur. Hvað gerist næst? Liðin mætast í Síkinu á sunnudaginn klukkan 20:15. Benedikt: Það er kominn pressa á okkur Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð brattur eftir tap gegn TindastólVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með tap á heimavelli í kvöld. „Það vantaði lítið upp á hjá okkur. Bæði lið tóku sín áhlaup og þetta var fram og til baka leikur en Tindastóll átti síðasta áhlaupið,“ sagði Benedikt og bætti við að Njarðvík fékk tækifæri til að jafna leikinn en hans menn nýttu það ekki. Benedikt var nokkuð brattur þrátt fyrir tap og var ánægður með varnarleik Njarðvíkur. „Mér fannst við verjast vel sem lið á móti því sem Tindastóll var að gera en sóknarfráköstin fóru illa með okkur, við spiluðum góða vörn í 22 sekúndur og svo misstum við menn frá okkur í einn á einn vörninni sem við verðum að laga.“ „Sóknarlega fannst mér við gera ýmislegt vel en við verðum að fara hreyfa boltann hraðar.“ Það var töluverður munur frá því liðin spiluðu. Njarðvík sópaði út KR á meðan Tindastóll fór í fimm leiki gegn Keflavík. „Tindastóll er í þvílíkum takti. Við þurfum að finna okkar takt aftur. Ég get ekki verið svekktur út í frammistöðu Mario Matasovic því hann hefur verið frábær í allan vetur. Ég vona að við verðum betri eftir því sem líður á einvígið og það er kominn pressa á okkur þar sem við megum helst ekki tapa næsta leik,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.