Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - KA 29-30 | Gestirnir tryggðu sigur með síðasta skoti leiksins Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. apríl 2022 21:30 KA fagna mögnuðum sigri. Vísir/Hulda Margrét KA gerði sér lítið fyrir og vann einstaklega dramatískan sigur á Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 29-30 þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sigurmarkið úr síðasta skoti leiksins. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslitin. Óðinn Þór reyndist hetja KA.Vísir/Hulda Margrét KA tók yfirhöndina í leiknum á fyrstu mínútum leiksins og leiddi leikinn með einu til tveimur mörkum fyrstu tíu mínútur leiksins. Haukar náðu að jafna leikinn eftir það, staðan 5-5. Eftir um korters leik skipti Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, um útilínu í sínu liði og inn á komu Adam Haukur Baumruk, Atli Már Báruson og Geir Guðmundsson. Komu þeir heimamönnum í forystu í leiknum, staðan 10-8 eftir tuttugu mínútur. Það var ekkert gefið eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Á 22. mínútu leiksins fóru þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, dómarar leiksins, í VAR-skjáinn. Þá hafði Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, slegið hendi sinni í andlit Ólafs Gústafssonar, skyttu KA. Niðurstaðan rautt spjald á einn reynslumesta leikmann heimamanna. Það sló heimamenn þó ekki út af laginu og leiddur þeir leikinn þegar flautað var til hálfleiks, 16-14. Haukar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust í fjögurra marka forystu eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, tók leikhlé á 39. mínútu leiksins og KA spilaði þar eftir sjö á sex í sókninni. Hægt og rólega komst KA nær heimamönnum eftir þessa breytingu. KA tók aftur leikhlé sjö mínútum síðar og slípaði sig en betur fyrir lokakafla leiksins. Menn að faðmast.Vísir/Hulda Margrét KA komst einu marki yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 23-24, eftir að leikmenn Hauka höfðu klúðrað mörgum úrvals færum. Þegar fimm mínútur voru eftir kom enn einn viðsnúningurinn í leiknum þegar Haukar komust aftur í tveggja marka forystu á skömmum tíma, staðan 28-26. KA-menn neituðu hins vegar að gefast upp og jöfnuðu leikinn, 29-29. Haukar voru með boltann þegar um tuttugu sekúndur voru eftir. Endaði sú sókn með skoti Einars Braga Ástþórssonar. Bruno Bernat, markvörður KA, varði skotið. Því næst þrumaði Bruno boltanum fram völlinn á Óðinn Þór Ríkharðsson sem var rifinn niður. Víti dæmt og tíminn runninn út. Óðinn Þór skoraði sjálfur úr vítinu og tryggði KA sigur, 29-30. Óðinn Þór tryggði KA sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Leikmenn KA fagna.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann KA? KAbreytti í sjö á sex í sóknarleik liðsins þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og breyttist leikurinn við það. KA fékk einnig markvörslu samhliða því, en hún hafði verið lítil fram að því. Ef farið er svo í andleguhliðina þá var seiglan og karakterinn í KA liðinu bara meiri. Hverjir stóðu upp úr? Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður KA, réði úrslitum leiksins. Hann fiskaði vítið og skoraði sjálfur úr því þegar allt var undir í lok leiksins. Einnig endaði hann sem markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk. Bruno Bernat, markvörður KA, varði einnig hrikalega vel í síðari hálfleik leiksins sem kom KA í þann möguleika að vinna leikinn. Markvörður KA átti fínan leik þrátt fyrir að þessi hafi sungið í netinu.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Skotnýting Hauka í síðari hálfleik og þá sérstaklega úr dauðafærum. Heimir Óli Heimisson, línumaður Hauka, var manna verstur í þeim efnum. Hann skoraði aðeins eitt mark úr fjórum skotum af línunni í kvöld, en öll þau færi voru úrvals færi. Hvað gerist næst? Næsti leikur í rimmu liðanna fer fram á mánudaginn í KA heimilinu á Akureyri kl. 19:30. Með sigri KA í þeim leik verður liðið komið í undanúrslit, en vinna þarf tvo leiki til að komast áfram. Sigurvegarinn úr rimmu þessara liða mætir sigurvegaranum úr rimmu ÍBV og Stjörnunnar, en Eyjamenn leiða það einvígi eftir níu marka sigur í gær. Það er ekkert annað en að sækja þetta til baka Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét „Gríðarlega svekkjandi. Mér fannst við vera spila lengst af mjög vel sóknarlega. Varnarlega leit þetta líka mjög vel út, við vorum í smá erfiðleikum með markvörsluna í fyrri hálfleik og svo vorum við líka að fá, í seinni hálfleik, mörk á okkur innarlega úr hornunum og svo framvegis. Það gerði okkur lífið erfitt svo þegar við vorum að vinna boltann misstum við hann, það var svekkjandi.“ „Við náðum fínu forskoti í seinni hálfleik, fjagra marka forskot, vorum alltaf að baxa við þetta jafnvægi varnarlega milli markvörslu og varnar. Sóknarlega vorum við að komast í fín færi. Meira að segja í þessari stöðu, fjórum yfir, þá vorum við að fara með ég veit ekki hvað mörg færi fyrir mitt markið. Við þurftum að vera skarpari þar. Eins og ég segi þá voru þeir svona í við heppnari í lokin.“ Aroni fannst Guðmundur Bragi Ástþórsson, leikstjórnandi Hauka, geta tekið betri ákvörðun í lokasókn Hauka og verið skynsamari. „Mér fannst hann spila þó mjög vel. Núna er bara upp á hestinn aftur og fara norður og taka þetta til baka.“ Aroni fannst sjö á sex taktík KA í síðari hálfleik ekki það sem skóp sigur KA-manna. Frekar fannst honum sóknarnýting sinna manna hleypa KA í þann séns að vinna. „Það klárlega virkaði. Við vorum líka að vinna boltann í sjö á sek með fimm einn vörninni okkar. Mér fannst við bara vera í vandræðum með, við vorum oft að fá skotin sem við vildum. Svo voru þeir að skora mjög seint í sóknum oft úr ekkert sérstökum færum. En með því að skora úr okkar færum hefðum við haldið þessu andrými og haldið þessu aðeins í fjarlægð.“ „Svona er þetta. Heilt yfir var þó margt jákvætt í okkar leik, hugarfarið, baráttan og allt það. Svo lendum við í því að Stebbi (Stefán Rafn Sigurmannsson) fær rautt hérna í fyrri hálfleik. Erfitt að missa svona sterkan leikmann. Það eru þessi dauðafæri sem fara svolítið í taugarnar á mér.“ Haukar eru með bakið upp við vegg núna og þurfa sigra á mánudaginn ætli þeir sér ekki að fara í snemmbúið sumarfrí. „Það er bara mjög erfitt. Við spiluðum að mörgu leyti ágætis leik. Við þurfum að ná góðum leik fyrir norðan og berjast fyrir þessu. Við verðum að sýna samstöðu og ástríðu í okkar leik. Það er ekkert annað en að sækja þetta til baka og koma þessu aftur á Ásvelli,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka að lokum. Mér fannst aldrei eins og menn væru að brotna Jónatan Magnússon, þjálfari KA gat verið sáttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var gríðarlega sáttur með leik sinna manna í kvöld. „Þetta var frábær karakter. Mér fannst við betri en Haukarnir strax í fyrri hálfleik, við vorum bara ekki með alveg nógu góða markvörslu þá en stóðum vörnina vel. Það var smá brekka þarna í seinni hálfleik, en það er karakter í mínum mönnum. Við erum búnir að sýna það áður og sýndum það núna, ég er mjög ánægður með það.“ Markvarsla, breytt taktík í sóknarleik og þrautseigja skóp sigur KA í kvöld að mati Jónatans. „Við náttúrulega breytum aðeins systeminu, við fórum í sjö á sex og það náttúrulega gaf okkur góð færi og gerðum bara mjög vel. Svo varnarlega fannst mér við vera standa alveg vel og svo fengum við markvörslu frá Bruno. Bruno er svona stemningskarl og kom með það sem þurfti hvað það varðar. Ég held að við vorum bara ógeðslega kúl á því og það hafi verið málið, það er vilji í mínu liði. Við vorum með skýrt markmið.“ „Ég sagði það fyrir leik, við komum hingað til að vinna og þó það munaði þrem, fjórum þá fann ég aldrei neina uppgjöf, mér fannst aldrei eins og menn væru að brotna. Það er það sem ég er ánægður með. Núna þurfum við bara að hugsa vel um okkur og bara velkomnir þið norður. Ég ætla bara að segja ykkur það, velkomnir þið norður. Ég get lofað ykkur því að við spilum ekki fyrir tómu húsi á mánudaginn.“ Þjálfari KA, ætla sér að komast í undanúrslit á mánudaginn, en vinna þarf tvo leiki til að komast áfram. „Við ætlum að mæta af krafti og loka þessu einvígi,“ sagði Jónatan að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar KA
KA gerði sér lítið fyrir og vann einstaklega dramatískan sigur á Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 29-30 þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sigurmarkið úr síðasta skoti leiksins. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslitin. Óðinn Þór reyndist hetja KA.Vísir/Hulda Margrét KA tók yfirhöndina í leiknum á fyrstu mínútum leiksins og leiddi leikinn með einu til tveimur mörkum fyrstu tíu mínútur leiksins. Haukar náðu að jafna leikinn eftir það, staðan 5-5. Eftir um korters leik skipti Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, um útilínu í sínu liði og inn á komu Adam Haukur Baumruk, Atli Már Báruson og Geir Guðmundsson. Komu þeir heimamönnum í forystu í leiknum, staðan 10-8 eftir tuttugu mínútur. Það var ekkert gefið eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Á 22. mínútu leiksins fóru þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, dómarar leiksins, í VAR-skjáinn. Þá hafði Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, slegið hendi sinni í andlit Ólafs Gústafssonar, skyttu KA. Niðurstaðan rautt spjald á einn reynslumesta leikmann heimamanna. Það sló heimamenn þó ekki út af laginu og leiddur þeir leikinn þegar flautað var til hálfleiks, 16-14. Haukar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust í fjögurra marka forystu eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, tók leikhlé á 39. mínútu leiksins og KA spilaði þar eftir sjö á sex í sókninni. Hægt og rólega komst KA nær heimamönnum eftir þessa breytingu. KA tók aftur leikhlé sjö mínútum síðar og slípaði sig en betur fyrir lokakafla leiksins. Menn að faðmast.Vísir/Hulda Margrét KA komst einu marki yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 23-24, eftir að leikmenn Hauka höfðu klúðrað mörgum úrvals færum. Þegar fimm mínútur voru eftir kom enn einn viðsnúningurinn í leiknum þegar Haukar komust aftur í tveggja marka forystu á skömmum tíma, staðan 28-26. KA-menn neituðu hins vegar að gefast upp og jöfnuðu leikinn, 29-29. Haukar voru með boltann þegar um tuttugu sekúndur voru eftir. Endaði sú sókn með skoti Einars Braga Ástþórssonar. Bruno Bernat, markvörður KA, varði skotið. Því næst þrumaði Bruno boltanum fram völlinn á Óðinn Þór Ríkharðsson sem var rifinn niður. Víti dæmt og tíminn runninn út. Óðinn Þór skoraði sjálfur úr vítinu og tryggði KA sigur, 29-30. Óðinn Þór tryggði KA sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Leikmenn KA fagna.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann KA? KAbreytti í sjö á sex í sóknarleik liðsins þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og breyttist leikurinn við það. KA fékk einnig markvörslu samhliða því, en hún hafði verið lítil fram að því. Ef farið er svo í andleguhliðina þá var seiglan og karakterinn í KA liðinu bara meiri. Hverjir stóðu upp úr? Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður KA, réði úrslitum leiksins. Hann fiskaði vítið og skoraði sjálfur úr því þegar allt var undir í lok leiksins. Einnig endaði hann sem markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk. Bruno Bernat, markvörður KA, varði einnig hrikalega vel í síðari hálfleik leiksins sem kom KA í þann möguleika að vinna leikinn. Markvörður KA átti fínan leik þrátt fyrir að þessi hafi sungið í netinu.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Skotnýting Hauka í síðari hálfleik og þá sérstaklega úr dauðafærum. Heimir Óli Heimisson, línumaður Hauka, var manna verstur í þeim efnum. Hann skoraði aðeins eitt mark úr fjórum skotum af línunni í kvöld, en öll þau færi voru úrvals færi. Hvað gerist næst? Næsti leikur í rimmu liðanna fer fram á mánudaginn í KA heimilinu á Akureyri kl. 19:30. Með sigri KA í þeim leik verður liðið komið í undanúrslit, en vinna þarf tvo leiki til að komast áfram. Sigurvegarinn úr rimmu þessara liða mætir sigurvegaranum úr rimmu ÍBV og Stjörnunnar, en Eyjamenn leiða það einvígi eftir níu marka sigur í gær. Það er ekkert annað en að sækja þetta til baka Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét „Gríðarlega svekkjandi. Mér fannst við vera spila lengst af mjög vel sóknarlega. Varnarlega leit þetta líka mjög vel út, við vorum í smá erfiðleikum með markvörsluna í fyrri hálfleik og svo vorum við líka að fá, í seinni hálfleik, mörk á okkur innarlega úr hornunum og svo framvegis. Það gerði okkur lífið erfitt svo þegar við vorum að vinna boltann misstum við hann, það var svekkjandi.“ „Við náðum fínu forskoti í seinni hálfleik, fjagra marka forskot, vorum alltaf að baxa við þetta jafnvægi varnarlega milli markvörslu og varnar. Sóknarlega vorum við að komast í fín færi. Meira að segja í þessari stöðu, fjórum yfir, þá vorum við að fara með ég veit ekki hvað mörg færi fyrir mitt markið. Við þurftum að vera skarpari þar. Eins og ég segi þá voru þeir svona í við heppnari í lokin.“ Aroni fannst Guðmundur Bragi Ástþórsson, leikstjórnandi Hauka, geta tekið betri ákvörðun í lokasókn Hauka og verið skynsamari. „Mér fannst hann spila þó mjög vel. Núna er bara upp á hestinn aftur og fara norður og taka þetta til baka.“ Aroni fannst sjö á sex taktík KA í síðari hálfleik ekki það sem skóp sigur KA-manna. Frekar fannst honum sóknarnýting sinna manna hleypa KA í þann séns að vinna. „Það klárlega virkaði. Við vorum líka að vinna boltann í sjö á sek með fimm einn vörninni okkar. Mér fannst við bara vera í vandræðum með, við vorum oft að fá skotin sem við vildum. Svo voru þeir að skora mjög seint í sóknum oft úr ekkert sérstökum færum. En með því að skora úr okkar færum hefðum við haldið þessu andrými og haldið þessu aðeins í fjarlægð.“ „Svona er þetta. Heilt yfir var þó margt jákvætt í okkar leik, hugarfarið, baráttan og allt það. Svo lendum við í því að Stebbi (Stefán Rafn Sigurmannsson) fær rautt hérna í fyrri hálfleik. Erfitt að missa svona sterkan leikmann. Það eru þessi dauðafæri sem fara svolítið í taugarnar á mér.“ Haukar eru með bakið upp við vegg núna og þurfa sigra á mánudaginn ætli þeir sér ekki að fara í snemmbúið sumarfrí. „Það er bara mjög erfitt. Við spiluðum að mörgu leyti ágætis leik. Við þurfum að ná góðum leik fyrir norðan og berjast fyrir þessu. Við verðum að sýna samstöðu og ástríðu í okkar leik. Það er ekkert annað en að sækja þetta til baka og koma þessu aftur á Ásvelli,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka að lokum. Mér fannst aldrei eins og menn væru að brotna Jónatan Magnússon, þjálfari KA gat verið sáttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var gríðarlega sáttur með leik sinna manna í kvöld. „Þetta var frábær karakter. Mér fannst við betri en Haukarnir strax í fyrri hálfleik, við vorum bara ekki með alveg nógu góða markvörslu þá en stóðum vörnina vel. Það var smá brekka þarna í seinni hálfleik, en það er karakter í mínum mönnum. Við erum búnir að sýna það áður og sýndum það núna, ég er mjög ánægður með það.“ Markvarsla, breytt taktík í sóknarleik og þrautseigja skóp sigur KA í kvöld að mati Jónatans. „Við náttúrulega breytum aðeins systeminu, við fórum í sjö á sex og það náttúrulega gaf okkur góð færi og gerðum bara mjög vel. Svo varnarlega fannst mér við vera standa alveg vel og svo fengum við markvörslu frá Bruno. Bruno er svona stemningskarl og kom með það sem þurfti hvað það varðar. Ég held að við vorum bara ógeðslega kúl á því og það hafi verið málið, það er vilji í mínu liði. Við vorum með skýrt markmið.“ „Ég sagði það fyrir leik, við komum hingað til að vinna og þó það munaði þrem, fjórum þá fann ég aldrei neina uppgjöf, mér fannst aldrei eins og menn væru að brotna. Það er það sem ég er ánægður með. Núna þurfum við bara að hugsa vel um okkur og bara velkomnir þið norður. Ég ætla bara að segja ykkur það, velkomnir þið norður. Ég get lofað ykkur því að við spilum ekki fyrir tómu húsi á mánudaginn.“ Þjálfari KA, ætla sér að komast í undanúrslit á mánudaginn, en vinna þarf tvo leiki til að komast áfram. „Við ætlum að mæta af krafti og loka þessu einvígi,“ sagði Jónatan að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti