Innlent

Björgunar­sveitir í bið­stöðu en vís­bendingar af skornum skammti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Síðast sást til Svanhvítar um klukkan 13 á miðvikudag þegar hún fór af heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði.
Síðast sást til Svanhvítar um klukkan 13 á miðvikudag þegar hún fór af heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði. Samsett

Björgunarsveitir eru í biðstöðu vegna leitar að Svanhvíti Harðardóttur, sem ekkert hefur spurst til síðan á miðvikudag. 

Fréttastofa hefur ekki náð tali af lögreglu vegna málsins í morgun en Ríkisútvarpið hefur eftir Elínu Agnesi Kristínardóttur aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu að ekki hafi borist haldbærar vísbendingar um ferðir Svanhvítar. Verið sé að ræða við aðstandendur og ákveða hvert beina eigi næsta áfanga leitarinnar. Lögregla líti málið alvarlegum augum.

Yfir hundrað björgunarsveitarmenn leituðu Svanhvítar í Hafnarfirði og nágrenni lengi frameftir í gær og búist er við að svipaður fjöldi haldi til leitar í dag.

Svanhvít er 167 sentimetrar á hæð, sólbrún, með ljóslitað rúmlega axlarsítt hár. Síðast er vitað um ferðir hennar um klukkan eitt þegar hún fór frá heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði. Hún var þá klædd í gráar joggingbuxur og hettupeysu. Hún er talin hafa verið á hvítu rafhlaupahjóli.


Tengdar fréttir

Ríf­lega eitt hundrað leita Svan­hvítar

Ríflega eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita nú Svanhvítar Harðardóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Síðast er vitað um ferðir hennar klukkan 13:00 í gær.

Lýst eftir Svanhvíti Harðardóttur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Svanhvíti Harðardóttur, 37 ára. Hún er 167 sm á hæð, sólbrún með ljóslitað rúmlega axlarsítt hár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×