Fótbolti

Bayern Munchen Þýskalandsmeistari tíunda árið í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Líf og fjör í leikslok.
Líf og fjör í leikslok. vísir/Getty

Bayern Munchen gulltryggði tíunda meistaratitil sinn í röð þegar liðið vann öruggan sigur á Borussia Dortmund í uppgjöri toppliða þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Dortmund átti möguleika á að halda baráttunni um efsta sætið á lífi með sigri en eftir að flautað var til leiks í dag var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn, og þar með meistaratitillinn myndi enda.

Serge Gnabry kom Bayern í forystu á fimmtándu mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega hálftíma leik.

Emre Can gaf gestunum von með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Jamal Musiala skoraði síðasta mark leiksins á 83.mínútu og 3-1 sigur Bayern Munchen staðreynd. 

Bæjarar hafa drottnað yfir þýskum fótbolta frá árinu 2012 þegar Dortmund vann titilinn en alls hefur Bayern Munchen orðið Þýskalandsmeistari þrjátíu og einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×