Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 25. apríl 2022 06:52 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. Í bandarísku sendinefndinni voru meðal annarra Antony Blinken utanríkisráðherra og Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Austin ræddi við blaðamenn við landamæri Úkraínu og Póllands í morgun en á morgun heldur hann til Þýskalands, þar sem fleiri fundir eru á dagskrá. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að hættan á kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna átakana í Úkraínu sé bæði raunveruleg og alvarleg. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun útnefna sendiherra sinn í Úkraínu á næstunni en Bandaríkjamenn greindu frá því gær að sendifulltrúar þeirra í landinu myndu snúa aftur þangað í þessari viku. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði verður áfram lokað en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá því að sendiráð Bretlands í borginni yrði opnað á ný í þessari viku. Breska varnarmálaráðuneytið segir að sú staðreynd að rússnesk hermálayfirvöld munu sjá um bótagreiðslur til handa fjölskyldum sem hafa misst ástvini í stríðinu frekar en borgaraleg stofnun, benda til þess að hylma eigi yfir raunverulegan fjölda þeirra sem hafa fallið. Eldur logar í olíubirgðastöð í Bryansk í Rússlandi, sem er um hundrað kílómetra norður af landamærunum að Úkraínu. Engar upplýsingar liggja fyrir um orsök eldsins. Borgaryfirvöld í Zaporizhzhia undirbúa sig nú undir mögulegar árásir en borgin er eina stórborgin í suðausturhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna. Um 70 prósent hérðsins er á valdi Rússa. Igor Zhovkva, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, hefur gagnrýnt boðaðan fund Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov og segir Guterres ekki hafa umboð til að tala fyrir úkraínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Bretar áætlar að fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum og hátt í 600 brynvörð farartæki eyðilagst. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Í bandarísku sendinefndinni voru meðal annarra Antony Blinken utanríkisráðherra og Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Austin ræddi við blaðamenn við landamæri Úkraínu og Póllands í morgun en á morgun heldur hann til Þýskalands, þar sem fleiri fundir eru á dagskrá. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að hættan á kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna átakana í Úkraínu sé bæði raunveruleg og alvarleg. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun útnefna sendiherra sinn í Úkraínu á næstunni en Bandaríkjamenn greindu frá því gær að sendifulltrúar þeirra í landinu myndu snúa aftur þangað í þessari viku. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði verður áfram lokað en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá því að sendiráð Bretlands í borginni yrði opnað á ný í þessari viku. Breska varnarmálaráðuneytið segir að sú staðreynd að rússnesk hermálayfirvöld munu sjá um bótagreiðslur til handa fjölskyldum sem hafa misst ástvini í stríðinu frekar en borgaraleg stofnun, benda til þess að hylma eigi yfir raunverulegan fjölda þeirra sem hafa fallið. Eldur logar í olíubirgðastöð í Bryansk í Rússlandi, sem er um hundrað kílómetra norður af landamærunum að Úkraínu. Engar upplýsingar liggja fyrir um orsök eldsins. Borgaryfirvöld í Zaporizhzhia undirbúa sig nú undir mögulegar árásir en borgin er eina stórborgin í suðausturhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna. Um 70 prósent hérðsins er á valdi Rússa. Igor Zhovkva, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, hefur gagnrýnt boðaðan fund Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov og segir Guterres ekki hafa umboð til að tala fyrir úkraínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Bretar áætlar að fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum og hátt í 600 brynvörð farartæki eyðilagst. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira