Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins Eiður Þór Árnason skrifar 25. apríl 2022 11:08 Fjöldi látinna hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Vísir/Vilhelm Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 þegar 760 einstaklingar létust á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki hafa verið fleiri dauðsföll á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að birta slíkar tölur á fjórða ársfjórðungi 2009. 180 færri andlát voru skráð á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er of snemmt að segja til um dánarorsakir þar sem þær upplýsingar liggi ekki fyrir. 21 einstaklingur lést á Landspítalanum með Covid-19 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að alls 1.110 börn hafi fæðst á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þá fluttust 920 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 430 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.350 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Í lok mars bjuggu 377.280 manns á Íslandi, þar af 193.730 karlar og 183.550 konur og fjölgaði því landsmönnum um 1.280 á ársfjórðungnum. Kynhlutlausir voru 90 en vegna smæðar hópsins var honum dreift af handahófi á milli karla og kvenna, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 241.560 manns en 135.720 á landsbyggðinni. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 490 manns á fyrsta ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 600 íslenskir ríkisborgarar af alls 800. Af þeim 1.500 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, eða 450 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, eða 110 talsins, 50 frá Noregi og 60 frá Svíþjóð, samtals 230 manns af 360. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 700 til landsins af alls 2.850 erlendum innflytjendum. Rúmenía kom næst, en þaðan fluttust 250 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 56.100 eða 14,9% af heildarmannfjöldanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
180 færri andlát voru skráð á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er of snemmt að segja til um dánarorsakir þar sem þær upplýsingar liggi ekki fyrir. 21 einstaklingur lést á Landspítalanum með Covid-19 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að alls 1.110 börn hafi fæðst á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þá fluttust 920 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 430 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.350 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Í lok mars bjuggu 377.280 manns á Íslandi, þar af 193.730 karlar og 183.550 konur og fjölgaði því landsmönnum um 1.280 á ársfjórðungnum. Kynhlutlausir voru 90 en vegna smæðar hópsins var honum dreift af handahófi á milli karla og kvenna, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 241.560 manns en 135.720 á landsbyggðinni. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 490 manns á fyrsta ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 600 íslenskir ríkisborgarar af alls 800. Af þeim 1.500 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, eða 450 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, eða 110 talsins, 50 frá Noregi og 60 frá Svíþjóð, samtals 230 manns af 360. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 700 til landsins af alls 2.850 erlendum innflytjendum. Rúmenía kom næst, en þaðan fluttust 250 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 56.100 eða 14,9% af heildarmannfjöldanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira