Dagur snýr aftur heim: „Er mikill Akureyringur og harður KA-maður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2022 11:45 Dagur Gautason flytur aftur til Akureyrar í sumar. vísir/daníel Eftir tvö ár hjá Stjörnunni hefur handboltamaðurinn Dagur Gautason ákveðið að snúa aftur heim til KA. Erlend félög sýndu honum áhuga í vetur og markmið hans er eftir sem áður að komast í atvinnumennsku. Dagur lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir ÍBV, 22-25, í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í gær. Eyjamenn unnu einvígið, 2-0. Hinn 22 ára Dagur hefur nú ákveðið að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins og klæðist því gulu og bláu á næsta tímabili. „Þetta hefur verið í gangi í smá tíma en það er ekki langt síðan þetta gekk í gegn,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að áhuginn hafi verið gagnkvæmur. „Báðir aðilar vildu þetta og eftir stutt spjall komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri málið,“ sagði hornamaðurinn. Erlend félög báru víurnar í hann í vetur en það heillaði ekki nógu mikið. Uppgangurinn og ástríðan heilluðu „Ég fékk tilboð að utan en ekkert nógu gott til að stökkva á. Það var ekki rétta skrefið. Mér fannst þetta vera besti möguleikinn í stöðunni, að fara heim,“ sagði Dagur. KA komst í bikarúrslit og er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Olís-deildarinnar. Dagur segir að gengi þeirra gulu og bláu hafi að sjálfsögðu gert heimkomuna meira heillandi en ella. „Það er mikill uppgangur þarna og ástríða hjá öllum í félaginu. Auðvitað heillar það og maður er mikill Akureyringur og harður KA-maður. Það þurfti ekki að selja manni neinar hugmyndir,“ sagði Dagur. Sér ekki eftir Stjörnuskrefinu Þrátt fyrir að tímabilið hafi endað illa fyrir Stjörnuna sér Dagur alls ekki eftir árunum tveimur í Garðabænum. „Það var leiðinlegt hvernig við duttum út og hvernig tímabilið endaði miðað við hvernig það fór af stað. Það endaði verr en maður sá fyrir sér,“ sagði Dagur. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig, koma suður, spila hjá mjög góðum þjálfara [Patreki Jóhannessyni] og með góðum leikmönnum. Ég sé ekki eftir þessu. En eins og mér fannst það rétt á þeim tíma finnst mér rétt að fara aftur núna.“ Akureyringurinn stefnir sem fyrr á að komast að hjá erlendu félagi. „Klárlega, það hefur verið áhugi og ég fékk tilboð fyrr í vetur. Þetta er að nálgast en skrefið þarf að vera rétt. Þetta þarf að vera lið sem hentar manni. Stefnan á næstu einu til tveimur árum er að komast út og ég held að KA sé góður stökkpallur til þess.“ Spáir verðandi samherjunum sigri Verðandi samherjar Dags í KA mæta Haukum klukkan 18:30 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. KA-menn unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna og með sigri í kvöld tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum. „Ég var búinn að spá að þeir ynnu allavega heimaleikinn, sama hvernig leikurinn á Ásvöllum færi, þannig ég held að þeir vinni þennan leik og komist áfram,“ sagði Dagur sem er enn fyrir sunnan og verður því ekki á leiknum í kvöld, nema í anda. Olís-deild karla KA Stjarnan Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Dagur lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir ÍBV, 22-25, í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í gær. Eyjamenn unnu einvígið, 2-0. Hinn 22 ára Dagur hefur nú ákveðið að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins og klæðist því gulu og bláu á næsta tímabili. „Þetta hefur verið í gangi í smá tíma en það er ekki langt síðan þetta gekk í gegn,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að áhuginn hafi verið gagnkvæmur. „Báðir aðilar vildu þetta og eftir stutt spjall komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri málið,“ sagði hornamaðurinn. Erlend félög báru víurnar í hann í vetur en það heillaði ekki nógu mikið. Uppgangurinn og ástríðan heilluðu „Ég fékk tilboð að utan en ekkert nógu gott til að stökkva á. Það var ekki rétta skrefið. Mér fannst þetta vera besti möguleikinn í stöðunni, að fara heim,“ sagði Dagur. KA komst í bikarúrslit og er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Olís-deildarinnar. Dagur segir að gengi þeirra gulu og bláu hafi að sjálfsögðu gert heimkomuna meira heillandi en ella. „Það er mikill uppgangur þarna og ástríða hjá öllum í félaginu. Auðvitað heillar það og maður er mikill Akureyringur og harður KA-maður. Það þurfti ekki að selja manni neinar hugmyndir,“ sagði Dagur. Sér ekki eftir Stjörnuskrefinu Þrátt fyrir að tímabilið hafi endað illa fyrir Stjörnuna sér Dagur alls ekki eftir árunum tveimur í Garðabænum. „Það var leiðinlegt hvernig við duttum út og hvernig tímabilið endaði miðað við hvernig það fór af stað. Það endaði verr en maður sá fyrir sér,“ sagði Dagur. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig, koma suður, spila hjá mjög góðum þjálfara [Patreki Jóhannessyni] og með góðum leikmönnum. Ég sé ekki eftir þessu. En eins og mér fannst það rétt á þeim tíma finnst mér rétt að fara aftur núna.“ Akureyringurinn stefnir sem fyrr á að komast að hjá erlendu félagi. „Klárlega, það hefur verið áhugi og ég fékk tilboð fyrr í vetur. Þetta er að nálgast en skrefið þarf að vera rétt. Þetta þarf að vera lið sem hentar manni. Stefnan á næstu einu til tveimur árum er að komast út og ég held að KA sé góður stökkpallur til þess.“ Spáir verðandi samherjunum sigri Verðandi samherjar Dags í KA mæta Haukum klukkan 18:30 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. KA-menn unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna og með sigri í kvöld tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum. „Ég var búinn að spá að þeir ynnu allavega heimaleikinn, sama hvernig leikurinn á Ásvöllum færi, þannig ég held að þeir vinni þennan leik og komist áfram,“ sagði Dagur sem er enn fyrir sunnan og verður því ekki á leiknum í kvöld, nema í anda.
Olís-deild karla KA Stjarnan Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira