Innlent

Mikill viðbúnaður vegna báts sem ekki náðist samband við

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út, en snúið við þegar samband náðist við bátinn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út, en snúið við þegar samband náðist við bátinn. Vísir/Vilhelm

Töluverður viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslu og björgunarsveitum á norðanverðum Vestfjörðum síðdegis í dag vegna frístundaveiðibáts með sex innanborðs, sem ekki náðist samband við.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þar segir að samband hafi rofnað við bátinn á fjórða tímanum þegar hann var í mynni Önundarfjarðar. Hófu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar eftirgrennslan sem ekki bar árangur.

Þá var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út sem og sjóbjörgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum. Að auki voru skip og bátar í grenndinni beðin um að halda á staðinn og svipast um eftir bátnum.

Klukkan 17:45 náðist loks samband við bátinn þegar hann var á siglingu inn Öndunarfjörð og var þá viðbragð þyrlusveitar og björgunarsveitar afturkallað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×