Söknuðu „Johnny“ og pressuðu á að Jón Dagur slyppi úr frystinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 08:30 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar sigri með félögum sínum í AGF. Getty/Lars Ronbog Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var settur út í kuldann hjá danska félaginu AGF þegar hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning. Nú hefur félagið neyðst til að kalla aftur á þennan öfluga Íslending og það var ekki síst fyrir pressu frá liðsfélögum hans. Samningur Jóns Dags og AGF rennur út í sumar og þegar hann vildi ekki framlengja hann beið hans frystikistan. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað með AGF síðan 7. mars og er búinn að missa af fimm deildarleikjum í röð. Jón Dagur hefur samt sem áður æft á fullu og ekki verið að tjá sig um stöðuna í fjölmiðlum. Það eina sem hann hefur gert til að setja smá pressu á stjórn AGF er að birta myndir af sér af golfvellinum og annars staðar á leikdögum til að minna á það að hann sé enn leikmaður félagsins en fái ekki að spila. Samlet AGF-trup krævede Jon Dagur tilbage https://t.co/GWIIZJ9E4g— bold.dk (@bolddk) April 27, 2022 Patrick Mortensen, fyrirliði AGF, ræddi stöðu Jóns Dags og endurkomu hans í viðtali við TV2. Mortensen segir að leikmenn liðsins hafi viljað fá íslenska landsliðsmanninn inn í liðið og létu þá skoðun sína í ljós. „Við leikmennirnir höfðum látið okkar skoðun í ljós og að við söknum Johnny og að hann eigi skilið að spila. Við vorum ekki ánægðir með þetta og félagið fékk að vita af því,“ sagði Patrick Mortensen. „Ég veit ekki hvort við höfum haft áhrif á niðurstöðuna því aðeins félagið getur svarað því. Við sögðum bara okkar skoðun,“ sagði Mortensen. „Þegar þú ert með ‚Johnny' á hverjum degi þá er ekki hægt annað en að elska hann. Það var ekkert að þessum færslum hans á samfélagsmiðlum og þetta er bara létt grín. Það eru engin leiðindi þar,“ sagði Mortensen. Jón Dagur kvaddi stuðningsmenn AGF fyrir mánuði síðan en forráðamenn félagsins urðu á endanum að fá hann aftur í liðið.https://t.co/43uhxPnokC— Sportið á Vísi (@VisirSport) April 26, 2022 „Hann er strákur sem elskar að spila fótbolta. Það getur verið mjög erfitt að lenda í þeirri stöðu að fá svona skilaboð frá klúbbnum þegar þú ert að verða samningslaus. Hann er kominn til baka á sínum eigin verðleikum og við höfum stutt hann eins mikið og við höfðum getað,“ sagði Mortensen. „Jón er Jón og hefur tekið mjög fagmannlega á þessu allan tímann. Hann er einbeittur og hefur tekið rétt á þessu og það hafa aldrei verið einhverjar deilur á ferðinni,“ sagði Stig Inge Bjørnebye, íþróttastjóri AGF. AGF mætir OB in Óðinsvéum á sunnudaginn en liðið er sex stigum á undan Velje sem situr í fallsæti. Danski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Samningur Jóns Dags og AGF rennur út í sumar og þegar hann vildi ekki framlengja hann beið hans frystikistan. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað með AGF síðan 7. mars og er búinn að missa af fimm deildarleikjum í röð. Jón Dagur hefur samt sem áður æft á fullu og ekki verið að tjá sig um stöðuna í fjölmiðlum. Það eina sem hann hefur gert til að setja smá pressu á stjórn AGF er að birta myndir af sér af golfvellinum og annars staðar á leikdögum til að minna á það að hann sé enn leikmaður félagsins en fái ekki að spila. Samlet AGF-trup krævede Jon Dagur tilbage https://t.co/GWIIZJ9E4g— bold.dk (@bolddk) April 27, 2022 Patrick Mortensen, fyrirliði AGF, ræddi stöðu Jóns Dags og endurkomu hans í viðtali við TV2. Mortensen segir að leikmenn liðsins hafi viljað fá íslenska landsliðsmanninn inn í liðið og létu þá skoðun sína í ljós. „Við leikmennirnir höfðum látið okkar skoðun í ljós og að við söknum Johnny og að hann eigi skilið að spila. Við vorum ekki ánægðir með þetta og félagið fékk að vita af því,“ sagði Patrick Mortensen. „Ég veit ekki hvort við höfum haft áhrif á niðurstöðuna því aðeins félagið getur svarað því. Við sögðum bara okkar skoðun,“ sagði Mortensen. „Þegar þú ert með ‚Johnny' á hverjum degi þá er ekki hægt annað en að elska hann. Það var ekkert að þessum færslum hans á samfélagsmiðlum og þetta er bara létt grín. Það eru engin leiðindi þar,“ sagði Mortensen. Jón Dagur kvaddi stuðningsmenn AGF fyrir mánuði síðan en forráðamenn félagsins urðu á endanum að fá hann aftur í liðið.https://t.co/43uhxPnokC— Sportið á Vísi (@VisirSport) April 26, 2022 „Hann er strákur sem elskar að spila fótbolta. Það getur verið mjög erfitt að lenda í þeirri stöðu að fá svona skilaboð frá klúbbnum þegar þú ert að verða samningslaus. Hann er kominn til baka á sínum eigin verðleikum og við höfum stutt hann eins mikið og við höfðum getað,“ sagði Mortensen. „Jón er Jón og hefur tekið mjög fagmannlega á þessu allan tímann. Hann er einbeittur og hefur tekið rétt á þessu og það hafa aldrei verið einhverjar deilur á ferðinni,“ sagði Stig Inge Bjørnebye, íþróttastjóri AGF. AGF mætir OB in Óðinsvéum á sunnudaginn en liðið er sex stigum á undan Velje sem situr í fallsæti.
Danski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti