Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2022 13:56 Steikjandi hiti hefur leikið íbúa í Delí grátt. Getty/Raj K Raj Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Talið er að hiti verði fimm til átta gráður yfir meðaltali í norður og norðvesturhluta Indlands og hluta Pakistan nú í lok vikunnar og um helgina. Því er spáð að hitinn fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Sama dag var met fyrir hæsta hita sem mælst hefur á norðurhveli jarðar á þessu ári jafnað þegar veðurstöð í Pakistan mældi 47 stiga hita. Þetta hefur CNN eftir Maximiliano Herrera, sérfræðingi í öfgakenndu veðurfari. Hugveitan The Centre for Science and Environment segir að snemmbúnar hitabylgjur hafi haft áhrif á um fimmtán fylki landsins þetta árið. Að mati veðursérfræðingsins Scott Duncan mun hitabylgjan hafa áhrif á yfir einn milljarð manna eða um 10% af öllum jarðarbúum. Relentless and punishing heatwave in Pakistan & India is entering the next level.Sadly, this is just the beginning. Over 1 billion people will endure the excessive heat. Shaded on the map is where we expect over 40° C (104°F). Some will approach 50°C (122°F). pic.twitter.com/YLRHwpe4mO— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 26, 2022 Haft neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu Bændur segja að hitinn hafi haft áhrif á hveitiuppskeru á Indlandi. Gæti það haft mikið að segja fyrir heimsbúskapinn og bætast ofan á mikinn framleiðslubrest í Úkraínu sem var fyrir stríðið í landinu mjög umfangsmikið í útflutningi á hveiti. Hitinn hefur sömuleiðis aukið orkunotkun á Indlandi sem hefur leitt til rafmagnstruflana í mörgum fylkjum og ýtt undir ótta um mögulegan kolaskort. Sömuleiðis er aukin hætta á eldsvoðum í hitanum. Þrátt fyrir að hitabylgjur séu algengar á Indlandi, einkum í maí og júní, hófst sumarið snemma þetta árið þegar Indverjar þurftu að þola óvenjumikinn hita í marsmánuði. Margir sérfræðingar segja að Indland sjái nú ákafari og tíðari hitabylgjur sem vari sömuleiðis í lengri tíma. Hitastig mældist yfir meðaltali á Indlandi bæði í mars og apríl. Hitamet var slegið í mars þegar meðalhiti mældist 33,10 gráður og hefur hann ekki verið hærri í landinu í mars í 122 ár. Ýmsar áskoranir Roxy Mathew Koll, loftslagsvísindamaður hjá stofnuninni Indian Institute of Tropical Meteorology, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að ýmsir loftþrýstingsþættir hafi leitt til núverandi hitabylgju en því til viðbótar sé um að ræða hlýnun jarðar. „Það er undirrót þess að hitabylgjum er að fjölga.“ D Sivananda Pai, stjórnandi Institute for Climate Change Studies, bendir einnig á að fleiri áskoranir á borð við fólksfjölgun og aukinn ágang manna á náttúruauðlindir. Þetta leiði meðal annars til aukinnar skógareyðingar og samgangna sem illt verra. Malbik og byggingar fangi varma og hiti loftið enn frekar. Fréttin hefur verið uppfærð. Indland Veður Loftslagsmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Talið er að hiti verði fimm til átta gráður yfir meðaltali í norður og norðvesturhluta Indlands og hluta Pakistan nú í lok vikunnar og um helgina. Því er spáð að hitinn fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Sama dag var met fyrir hæsta hita sem mælst hefur á norðurhveli jarðar á þessu ári jafnað þegar veðurstöð í Pakistan mældi 47 stiga hita. Þetta hefur CNN eftir Maximiliano Herrera, sérfræðingi í öfgakenndu veðurfari. Hugveitan The Centre for Science and Environment segir að snemmbúnar hitabylgjur hafi haft áhrif á um fimmtán fylki landsins þetta árið. Að mati veðursérfræðingsins Scott Duncan mun hitabylgjan hafa áhrif á yfir einn milljarð manna eða um 10% af öllum jarðarbúum. Relentless and punishing heatwave in Pakistan & India is entering the next level.Sadly, this is just the beginning. Over 1 billion people will endure the excessive heat. Shaded on the map is where we expect over 40° C (104°F). Some will approach 50°C (122°F). pic.twitter.com/YLRHwpe4mO— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 26, 2022 Haft neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu Bændur segja að hitinn hafi haft áhrif á hveitiuppskeru á Indlandi. Gæti það haft mikið að segja fyrir heimsbúskapinn og bætast ofan á mikinn framleiðslubrest í Úkraínu sem var fyrir stríðið í landinu mjög umfangsmikið í útflutningi á hveiti. Hitinn hefur sömuleiðis aukið orkunotkun á Indlandi sem hefur leitt til rafmagnstruflana í mörgum fylkjum og ýtt undir ótta um mögulegan kolaskort. Sömuleiðis er aukin hætta á eldsvoðum í hitanum. Þrátt fyrir að hitabylgjur séu algengar á Indlandi, einkum í maí og júní, hófst sumarið snemma þetta árið þegar Indverjar þurftu að þola óvenjumikinn hita í marsmánuði. Margir sérfræðingar segja að Indland sjái nú ákafari og tíðari hitabylgjur sem vari sömuleiðis í lengri tíma. Hitastig mældist yfir meðaltali á Indlandi bæði í mars og apríl. Hitamet var slegið í mars þegar meðalhiti mældist 33,10 gráður og hefur hann ekki verið hærri í landinu í mars í 122 ár. Ýmsar áskoranir Roxy Mathew Koll, loftslagsvísindamaður hjá stofnuninni Indian Institute of Tropical Meteorology, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að ýmsir loftþrýstingsþættir hafi leitt til núverandi hitabylgju en því til viðbótar sé um að ræða hlýnun jarðar. „Það er undirrót þess að hitabylgjum er að fjölga.“ D Sivananda Pai, stjórnandi Institute for Climate Change Studies, bendir einnig á að fleiri áskoranir á borð við fólksfjölgun og aukinn ágang manna á náttúruauðlindir. Þetta leiði meðal annars til aukinnar skógareyðingar og samgangna sem illt verra. Malbik og byggingar fangi varma og hiti loftið enn frekar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Indland Veður Loftslagsmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira